Leita í fréttum mbl.is

Siguringi og Björgvin efstir á Skákmóti öđlinga

20170315_193912Skákkennarinn knái frá suđurnesjunum, Siguringi Sigurjónsson (2021), skaust upp á topp Öđlingamótsins međ góđum sigri á Ögmundi Kristinssyni (2015) í fjórđu umferđ sem fram fór síđastliđiđ miđvikudagskvöld. Siguringi er ţví efstur međ 3,5 vinning ásamt Björgvini Víglundssyni (2185) sem gerđi jafntefli viđ Fide-meistarann Ingvar Ţór Jóhannesson (2377) í tíđindalítilli skák.

Ţéttur hópur sex keppenda međ 3 vinninga hver kemur nćstur og ţví ljóst ađ ţađ stefnir í afar spennandi seinni hluta móts.

Sannkölluđ risaviđureign fór fram á öđru borđi ţar sem tveir svakalegir reynsluboltar mćttust. Er ţar átt viđ Gunnar K. Gunnarsson (2115) sem stýrđi hvítu mönnunum gegn Ţór Valtýssyni (1962). Reyndust ţeir kappar nýta keppnisreynsluna til ađ spara kraftana fyrir komandi átök ţví ţeir sömdu snemma um skiptan hlut og virtust sáttir viđ sín hlutskipti.

Af öđrum úrslitum og nokkuđ óvćntum má nefna ađ Óskar Long Einarsson (1671) sigrađi Halldór Pálsson (2025) og slíkt hiđ sama gerđi Hjálmar Sigurvaldason (1464) gegn Ţorvaldi Siggasyni (1773) en hinn eitilharđi Vinjarliđi Hjálmar hefur nú landađ tveimur sigrum í röđ, báđum gegn talsvert stigahćrri andstćđingum.

Fimmta umferđ fer fram nćstkomandi miđvikudagskvöld og ţá mćtast efstu menn í innbyrđisviđureign ţar sem Siguringi stýrir hvítu mönnunum gegn svörtum her Björgvins. Ţá mćtir Ingvar Ţór Gunnari og stórmeistari kvenna, Lenka Ptacnikova (2210) etur kappi viđ Óskar Long.

Klukkur verđa rćstar á slaginu 19.30 og eru áhorfendur hvattir til ađ mćta og berja snilldina augum. Kaffitankarnir verđa á fullu – alltaf heitt á könnunni!

Myndskreytta frásögn má finna á heimasíđu TR.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (19.1.): 605
 • Sl. sólarhring: 1482
 • Sl. viku: 7541
 • Frá upphafi: 8457727

Annađ

 • Innlit í dag: 358
 • Innlit sl. viku: 3903
 • Gestir í dag: 289
 • IP-tölur í dag: 266

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband