Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Huginn Íslandsmeistari ţriđja áriđ í röđ

A-sveit Hugins er Íslandsmeistari skákfélaga ţriđja áriđ í röđ eftir ćsispennandi lokahrinu Íslandsmóts taflfélaga sem fram fór í Rimaskóla um síđustu helgi. Sem fyrr áttu Huginsmenn í harđri keppni um titilinn viđ A-sveit Taflfélags Reykjavíkur. Lokumferđirnar einkenndust af óvćntum úrslitum en ţegar Íslandsmótiđ hófst aftur ađ kvöldi fimmtudags í síđustu viku hafđi Huginn 2˝ vinnings forskot á TR-inga, sem minnkuđu strax muninn í einn vinning. Á föstudagskvöldiđ töpuđu TR-ingar hins vegar ţrem vinningum gegn hinni félagslega sterku sveit Skákfélags Akureyrar. Arnar Ţorsteinsson, Jón Kristinn Ţorgeirsson og Gylfi Ţórhallsson unnu Stefán Kristjánsson, Arnar Gunnarsson og Dađa Ómarsson. Viđ ţessi úrslit og 6:2 sigur Hugins yfir Víkingasveitinni juku Huginsmenn forystuna og formsatriđi virtist ađ ljúka mótinu. En ađ morgni laugardags sáu dagsins ljós óvćntustu úrslit keppninnar er skákdeild KR hélt jöfnu viđ Hugin, 4:4 en TR-ingar unnu ţá Bolungarvík 5˝:2˝ og munađi ţví ađeins hálfum vinningi á liđunum fyrir lokaumferđina ţegar TR mćtti Fjölni og Huginn tefldi viđ b-sveit TR.

Gamlir nemendur Rimaskóla, Dagur Ragnarsson og Oliver Aron Jóhannesson, unnu Aman Hamelton og Björn Ţorfinnsson og ţó ađ TR hafi unniđ samanlagt 5˝:2˝ dugđi ţađ ekki ţar sem Huginn fékk sex vinninga gegn b-sveit TR. Lokaniđurstađan í 1. deild varđ ţessi:

1. Huginn 52 v. (af 72) 2. TR 51 v. 3. Fjölnir 38˝ v. 4. Víkingaklúbburinn 36 v. 5. Taflfélag Bolungavíkur 34˝ v. 6. Huginn b-sveit 32˝ v. 7. Skákfélag Akureyrar 31˝ v. 8. KR 29 v. 9. Skákfélag Reykjanesbćjar 28˝ v. 10. TR b-sveit 26˝ v.

Í 2. deild sigrađi Taflfélag Garđabćjar, í 3. deild sigruđu Hrókar alls fagnađar og í 4. deild vann b-sveit Víkingaklúbbsins. 

Bragi náđi áfanga ađ stórmeistaratitli

Eftir ađ fram kom tillaga um ađ fjölga umferđum í efstu deild Íslandsmóts skákfélaga í níu opnuđust möguleikar til sóknar ađ alţjóđlegum titlum. Tveir áfangar sáu dagsins ljós ţegar Bragi Ţorfinnsson og Davíđ Kjartansson slíđruđu sverđin í síđustu umferđ viđureignar TR og Fjölnis. Bragi hlaut 7 vinninga af níu en árangur hans reiknast upp 2.623 Elo-stig. Davíđ náđi árangri upp á 2.451 Elo-stig. 

Íslandsmót skákfélaga er umfram allt skemmtileg keppni ţar sem dregin eru á flot skemmtileg liđ og kunnir kappar. Kristján Guđmundsson, kennari viđ HR og Kvennaskólann í Reykjavík, var vinsćll leiđbeinandi ungra skákmanna hjá TR og farsćll liđsstjóri íslenska ólympíuliđsins á árunum 1984-´92. Í eftirfarandi skák tíndi hann upp leikvinningana og rak kóng andstćđingsins á flótta út á mitt borđ:

Kristján Guđmundsson (Huginn) – Stefán Sigurjónsson (Reykjanesbćr)

Frönsk vörn

1. e4 e6 2. d3 d5 3. Rd2 dxe4 4. dxe4 e5 5. Rgf3 Bd6 6. Rc4 Bb4+?!

Upphaf ađ ferđalagi biskups en betra var 6. ... De7 eđa 6. .. Rc6.

7. c3 Dxd1+ 8. Kxd1 Bc5 9. Rcxe5 Bxf2 10. Bc4 Be6 11. Bxe6 fxe6 12. Hf1 Bb6 13. Rg5!

Svartur hefur tapađ miklum tíma og getur ekki variđ e6-peđiđ.

13. ... Rf6 14. Rxe6 Rxe4 15. Rxg7+ Ke7 16. Hf7+ Kd6 17. Bf4 Kc5 18. b4+ Kd5 19. Kc2 Rxc3!?

Stefán er útsjónarsamur og hyggst nú svara 20. Kxc3 međ 20. ... Bd4+.

GS7110ADF20. Hf5! Hg8 2. Rd3+ Kc4 22. Rb2+ Kd4 23. Re6+

- og svartur gafst upp.

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 11. mars 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 33
  • Sl. viku: 282
  • Frá upphafi: 8764813

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 157
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband