Leita í fréttum mbl.is

Björgvin efstur á Öđlingamótinu

IMG_9060

Hún var hörđ baráttan í ţriđju umferđ Skákmóts öđlinga sem fram fór sl. miđvikudagskvöld en ţegar klukkan nálgađist 23. stund sólarhringsins var enn stćrstur hluti bardaganna í gangi. Á efsta borđi mćttust hinir reynslumiklu jaxlar, Ögmundur Kristinsson (2015) og Gunnar K. Gunnarsson (2115), í hörkuskák ţar sem Gunnar virtist vera ađ fá nokkuđ vćnlega stöđu. Úr varđ mikil spenna og eftir allnokkrar tilfćringar manna á hinu köflótta borđi var liđskipan ţannig ađ Ögmundur hafđi tvo hróka gegn hćstvirtri drottningu Gunnars auk ţess sem hvor keppandi hafđi yfir nokkrum peđum ađ ráđa. Eftir ţađ reyndist höfđingjunum ómögulegt ađ bćta stöđur sínar svo nokkru nćmi og voru sverđ ţví slíđruđ síđla kvölds. Skiptur hlutur niđurstađan.

Sömu sögu má segja um viđureign Ţórs Valtýssonar (1962) og Siguringa Sigurjónssonar (2021) á öđru borđi. Eftir harđa rimmu var samiđ jafntefli ţegar út í hnífjafnt endatafl var komiđ. Raunar lauk fimm orrustum af sjö á efstu borđum međ jafntefli en ţađ voru ađeins Fide-meistarinn Ingvar Ţór Jóhannesson (2377) og Björgvin Víglundsson (2185) sem höfđu betur gegn sínum andstćđingum; Ingvar gegn Kristni Jóni Sćvaldssyni (1934) og Björgvin gegn Magnúsi Matthíassyni (1694).

Stađan er nú ţannig ađ áđurnefndur Björgvin er efstur međ fullt hús vinninga en fimm keppendur koma í humátt međ 2,5 vinning. Fjórđa umferđ fer fram nćstkomandi miđvikudagskvöld og ţá verđur stórviđureign á fyrsta borđi ţar sem Björgvin stýrir hvítu mönnunum gegn Ingvari. Einnig mćtast m.a. höfđingjarnir Gunnar og Ţór og Siguringi etur kappi viđ Ögmund.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (19.1.): 622
 • Sl. sólarhring: 1482
 • Sl. viku: 7558
 • Frá upphafi: 8457744

Annađ

 • Innlit í dag: 367
 • Innlit sl. viku: 3912
 • Gestir í dag: 294
 • IP-tölur í dag: 269

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband