Leita í fréttum mbl.is

Nóa Síríus-mótiđ - Nćrri hálf öld frá síđustu skák

Gestamotid0063-umf_2017

Ţriđja umferđ Nóa-Síríus mótsins var tefld í Stúkunni á ţriđjudagskvöld 24. janúar.

Í upphafi umferđar kvaddi Pálmi Ragnar Pétursson sér hljóđs fyrir hönd mótsstjórnar og bauđ Friđrik Ólafsson sérstaklega velkominn til leiks. Pálmi sagđi ađ Friđrik hefđi veriđ međ flensu í upphafi móts, en vćri nú mćttur og ţađ vćri fagnađarefni. Ţađ vćri vissulega mikill heiđur ađ ţví ađ hafa Friđrik međal keppenda og til gamans mćtti geta ţess, fyrst teflt vćri í ţessu mannvirki, ađ ţegar Friđrik var ađ gera garđinn frćgan á 6. og 7. áratug síđustu aldar, ţá gátu Íslendingar ekki státađ af fótbolta- og handboltaliđum á heimsmćlikvarđa eins og nú vćri. Friđrik greip ţá inn í og sagđi "ađ eftir 14-2 ósigurinn gegn Dönum, hefđi veriđ sagt um Íslendinga ađ ţađ sem ţeir hefđu ekki í fótunum hefđu ţeir í höfđinu!".

Í tíđ Friđriks voru ţeir fáir landar vorir sem kepptu međal ţeirra bestu og voru sameiningartákn Íslendinga. Friđrik Ólafsson var sannarlega slíkt tákn. Ţegar Friđrik tefldi, fylgdist íslenska ţjóđin međ. Í tilefni ţess ađ Friđrik verđur 82 ára á skákdaginn, 26. janúar, bađ Pálmi skákmenn ađ rísa úr sćtum og klappa honum lof í lófa.

Ađ ţví búnu gaf Vigfús Vigfússon skákstjóri skákmönnum merki um ađ setja klukkurnar af stađ. Friđrik settist til tafls á móti Jóni Hálfdánarsyni. Alveg eins og í gamla daga en ţeir mćttust síđast viđ taflborđiđ áriđ 1969. Hvađ er hálf öld á milli vina.

Ţađ fór vel á međ ţeim kempum eins og međfylgjandi mynd sýnir og rétt eins og fyrir tćpum 50 árum, gerđu ţeir félagar jafntefli.

Til gamans má benda á frábćran vef Skáksögufélagsins og vefsíđu til heiđurs Friđriki, fyrsta stórmeistara okkar Íslendinga. Á ţessari síđu, má sjá umfjöllun um Skákţing Íslands 1969, ţegar Friđrik og Jón mćttust síđast: http://skaksogufelagid.is/1969-skakthing-islands/. Friđrik fór međ sigur af hólmi á ţessu móti međ 9 vinninga í 11 skákum. Leyfđi 4 jafntefli, ţar af gegn Jóni Hálfdánarsyni. Áhugasamir geta rakiđ skákina sem er ađ finna neđarlega á síđunni. 

Af A-flokki.

Gestamotid0023-umf_2017Á efsta borđi gerđu Dagur Ragnarsson og Guđmundur Kjartansson jafntefli eftir langa baráttuskák sem stóđ fram á nótt. Skák Jóhanns Hjartarsonar og Andra Áss Grétarssonar var frestađ. Björgvin Jónsson gerđi jafntefli viđ Helga Áss Grétarsson í vel tefldri skák ţar sem sá síđarnefndi var nćr sigri.

Ţröstur vann Sigurđ Dađa međ svörtu í ćsispennandi skák ţar sem Sigurđur Dađi tefldi hvasst og fórnađi liđi fyrir kóngssókn en Ţröstur stóđ af sér ágjöfina og landađi ađ lokum sigrinum. Björn Ţorfinnsson sigrađi Örn Leó nokkuđ örugglega eftir ađ hafa unniđ skiptamun snemma tafls.

Lenka Ptachnikova lá fyrir Magnúsi Erni Úlfarssyni og Mikael Jóhann Karlsson náđi jafntefli gegn Fidemeistaranum og formanninum Ţorsteini Ţorsteinssyni eftir ađ sá síđarnefndi hafđi veriđ međ vinningsmöguleika. Ţá gerđu TR-ingarnir Jón Viktor Gunnarsson og Benedikt Jónasson jafntefli í langri og flókinni skák ţar sem Benedikt hafđi ađ lokum hrók og tvö peđ gegn hrók og riddara.

Nafnarnir og Vestfirđingarnir Guđmundur Halldórsson og Guđmundur Gíslason sigruđu báđir, Halldórsson lagđi Ingvar Ţór Jóhannesson nokkuđ óvćnt og Gíslason sigrađi Baldur A. Kristinsson nokkuđ örugglega. Ţá gerđi ţriđji Vestfirđingurinn,

Halldór Grétar Einarsson, sér lítiđ fyrir og vann Kristján Eđvarđsson í vel útfćrđri skák.

Björn Hólm Birkisson náđi ađ hanga á jafntefli gegn Sigurbirni Björnssyni ţar sem sigurlíkurnar voru greinilega hjá ţeim síđarnefnda. 

Upplýsingar um önnur úrslit umferđarinnar má finna hér: http://chess-results.com/tnr257789.aspx?lan=1&art=2&rd=3&wi=821 

Stađan í A-flokki er ţessi:

Efstir og jafnir međ tvo og hálfan vinning ađ loknum ţremur umferđum eru: Guđmundur Kjartansson (2468), Dađi Ómarsson (2197), Björn Ţorfinnsson (2404), Dagur Ragnarsson (2276), Ţröstur Ţórhallsson (2414), Magnús Örn Úlfarsson (2375).

Tvo vinninga hafa Helgi Áss Grétarsson (2448), Vignir Vatnar Stefánsson (2404), Benedikt Jónasson (2208), Björgvin Jónasson (2340), Guđmundur Halldórsson (2204), Halldór Grétar Einarsson (2242), Bárđur Örn Birkisson (2175), Guđmundur Stefán Gíslason (2332).

Jóhann Hjartarson og Andri Áss eiga skák til góđa en ţeir eru báđir međ einn og hálfan eftir tvćr.

 

B-flokkur:

Gestamotid0153-umf_2017

Í B-flokki vakti ţađ mesta athygli, ađ hin unga og bráđefnilega skákkona Svava Ţorsteinsdóttir, gerđi jafntefli viđ stigahćsta mann flokksins, Jón Trausta Harđarson.

Ţá náđi Róbert Luu jafntefli viđ Agnar Tómas Möller. Á öđrum borđum var einnig hart barist og hafđi Birkir Karl Sigurđsson betur gegn Stephan Briem og Hörđur Anton Hauksson vann sigur á Hrund Hauksdóttur. Óskar Víkingur Davíđsson og Ólafur Evert Úlfsson gerđu jafntefli. 

Hvađ önnur úrslit varđar, er vísađ til međfylgjandi krćkju

Stađan í B-flokki:

Efstir og jafnir međ fullt hús eftir ţrjár umferđir eru Birkir Karl Sigurđsson og Hörđur Aron Hauksson.

Á eftir ţeim, međ tvo vinninga, koma 14 skákmenn: Óskar Víkingur Davíđsson, Róbert Luu, Stephan Briem, Agnar Tómar Möller, Hrund Hauksdóttir, Stefán Orri Davíđsson, Svava Ţorsteinsdóttir, Ólafur Evert Úlfsson, Benedikt Briem, Jón Eggert Hallsson, Gunnar Erik Guđmundsson, Jón Trausti Harđarson, Alexander Oliver Mai og Arnar Milutin Heiđarsson. 

Fjórđa umferđ verđur tefld ţriđjudaginn 31. janúar og eru allir velkomnir í Stúkuna viđ Kópavogsvöll.

Nánar á Skákhuganum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 24
  • Sl. sólarhring: 57
  • Sl. viku: 191
  • Frá upphafi: 8764036

Annađ

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 155
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband