Leita í fréttum mbl.is

Hart barist í 1. umferđ á Nóa-Siríus mótinu í gćrkvöld

IMG_6021Nóa-Síríus mótiđ 2017, Gestamót Hugins og Skákdeildar Breiđabliks, var sett međ viđhöfn í gćr. Jón Ţorvaldsson, einn af frumkvöđlum mótsins, bauđ keppendur og gesti velkomna en sérstakur heiđursgestur var nýr fjármálaráđherra landsins, Benedikt Jóhannesson. Fram kom ađ mótiđ hefđi vaxiđ upp í ađ vera eitt hiđ allra sterkasta og fjölsóttasta hér á landi međ fjölda alţjóđlegra titilhafa, auk efnilegra skákmanna á öllum aldri.

Nýi fjármálaráđherrann, sem er sjálfur slyngur skákmađur, fór á kostum í setningarrćđu sinni. Hann rukkađi Jón Ţorvaldsson m.a. um verđlaun sem hann hefđi lofađ sér vegna sigurs á unglingaskákmóti hjá TR fyrir margt löngu. Sá Jón sér ţann kosta vćnstan ađ heita ţví í vitna viđurvist ađ afhenda Benedikt verđlaunin í loks N-S mótsins – 48 árum á eftir áćtlun!

Benedikt var faliđ ađ leika fyrsta leikinn fyrir Jóhann Hjartarson í skák hans gegn Kristjáni Eđvarđssyni. Nýi fjármálaráđherrann kom á óvart međ ţví ađ taka völdin af Jóhanni og leika 1. e4 í í stađ 1. c4 sem Jóhann hafđi hugsađ sér. "Ţetta er miklu hvassari og betri leikur," sagđi Benedikt og uppskar mikinn hlátur viđstaddra.

IMG_6044

Benedikt sagđi m.a. ađ ţađ vćri sér ekkert sérstakt gleđiefni ađ hefja skák. Hitt vćri miklu skemmtilegra ađ ljúka henni. Stakk Benedikt ţví upp á ţví ađ hann kćmi frekar í lok umferđarinnar og léki síđasta leiknum í skákinni! Var ţađ mál manna ađ hin fjörlega setning mótsins hefđi í raun veriđ fyrsta embćttisverk nýs fjármálaráđherra og ađ honum hefđi farist ţađ afar vel úr hendi.

Mikill kraftur og leikgleđi einkenndi taflmennskuna í fyrstu umferđinni. Ţar gilti einu hvort menn tefldu eins og smurđar vélar vegna mikillar leikćfingar eđa ţyrftu nánast ađ rifja upp mannganginn vegna langrar fjarveru frá ţátttöku í kappskákmótum. Allir nutu ţess ađ spreyta sig á ţessari göfugu list. Sumir uppskáru laun erfiđis síns, ađrir voru óheppnir á lokasprettinum eins og gengur.

A-flokkur

Jóhann Hjartarson (2540) tefldi međ hvítu gegn Kristjáni Eđvarđssyni (2199) á efsta borđinu og var ţar um hörkuviđureign ađ rćđa. Kristján jafnađi tafliđ nokkurn veginn eftir byrjunina og virtist eiga í fullu tré viđ stórmeistarann framan af. Kristján lék hins vegar af sér ţegar tímamörkin fóru ađ nálgast og mátti leggja niđur vopnin stuttu síđar.

Jón L. Árnason (2471) stýrđi hvítu mönnunum gegn Dađa Ómarssyni (2197). Dađi hrifsađi snemma til sín frumkvćđiđ og Jón mátti verjast međ ţröngt tafl. Á endanum lék hann ónákvćmt og mátti játa sig sigrađan. Ţetta voru óvćntustu úrslit umferđarinnar.

IMG_6016

Jón Hálfdánarson (2187) tefldi mjög vel lengi framan af gegn Guđmundi Kjartanssyni (2468) og var löngum međ örlítiđ betra tafl. Guđmundur er hins vegar ţekktur fyrir mikla seiglu og á endanum náđi hann ađ snúa á kappann Jón í endataflinu. Ţetta var sú skák sem síđast lauk í A-flokknum.

IMG_6005

Helgi Áss Grétarsson (2448) tefldi međ hvítu mönnunum gegn Björgvini Víglundssyni (2185) og einnig ţar varđ úr hörkuskák. Björgvin jafnađi tafliđ međ svörtu mönnunum og virtist á tímabili vera međ vćnleg fćri. Reynsla stórmeistarans sagđi ţó til sín á lokametrunum ţar sem Helgi Áss innbyrti vinninginn örugglega – „skóflađi honum í sig“, ef svo má segja.

Baldur A. Kristinsson (2182) stóđ lengi vel í Ţresti Ţórhallssyni (2414) en á krítísku augnabliki náđi Ţröstur ađ snúa taflinu sér í vil og innbyrđa vinninginn.

IMG_6013Björn Ţorfinnsson (2404) ţurfti ađ hafa mikiđ fyrir vinningnum gegn hinum efnilega Bárđi Erni Birkissyni (2175). Björn fórnađi peđi í byrjuninni sem Bárđur Örn hélt í langt fram í endatafliđ. Björn var međ stöđuga pressu í gangi svo til alla skákina og í endataflinu féll Bárđur Örn í ţá gryfju ađ tefla of varfćriđ sem alls ekki má gegn Birni sem náđi ađ vinna skákina eftir langt endatafl og miklar tilfćringar.

Hrafn Loftsson (2166)  tefldi viđ Vigni Vatnar (2404) og lengi var skákin jafnteflisleg. Vignir Vatnar vildi meira, náđi ađ snúa á Hrafn í endataflinu og vinna skákina.

Guđmundur Gíslason (2332) fékk snemma betra tafl gegni Sćberg Sigurđssyni (2154) en sá síđarnefndi var ekki tilbúinn til ađ syngja sitt síđasta, varđist fimlega og hélt jöfnum hlut eftir langa baráttu.

Af öđrum óvćntum úrslitum má nefna sigur Mikaels Jóhanns Karlssonar (2130) á Sigurbirni Björnssyni (2289) og jafntefli Ögmundar Kristinssonar (2015) viđ Oliver Aron Jóhannsson (2224). Önnur úrslit voru eftir bókinni en sérstaklega ber ţó ađ geta góđrar frammistöđu hinnar bráđefnilegu Nansýjar Davíđsdóttur (1897) sem veitti kappanum ţaulreynda, Benedikt Jónassyni (2208), harđa mótspyrnu.

IMG_6056

B-flokkur

Í B-flokknum var nokkuđ um óvćnt úrslit. Birkir Ísak Jóhannsson (1540) gerđir sér litiđ fyrir og hélt jöfnum hlut gegn stigahćsta skákmanni B-flokksins, Jóni Traust Harđarsyni (2157). Freyja Birkisdóttir (1299) vann Alexander Oliver Maí (1837) og Orri Ísak Karlsson (1200) gerđi jafntefli viđ Jón Ţór Lemery (1736).

IMG_6061

Nćsta umferđ

Önnur umferđ mótsins fer fram ţriđjudaginn 17. janúar kl. 19.00 og eru gestir velkomnir.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 184
  • Frá upphafi: 8764055

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 151
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband