Leita í fréttum mbl.is

Haraldur og Dawid enn í forystu á U-2000 mótinu

IMG_8947-1024x683
Jafnteflunum rigndi niđur í fimmtu umferđ U-2000 mótsins sem fór fram síđastliđiđ miđvikudagskvöld. Alls lauk ellefu viđureignum af 22 međ skiptum hlut og var ţar á međal orrusta efstu manna mótsins, ţeirra Haraldar Baldurssonar (1957) og Dawid Kolka (1907), og eru ţeir enn efstir međ 4,5 vinning hvor. Kjartan Ingvarsson (1822) sigrađi Friđgeir Hólm (1739) í snarpri skák og ţá sigrađi Hilmar Ţorsteinsson (1800) Agnar Darra Lárusson (1755). Međ sigrunum komu Kjartan og Hilmar sér fyrir í 3.-4. sćti međ 4 vinninga hvor.

Ţrátt fyrir hátt jafnteflishlutfall áttu nánast allar viđureignirnar ţađ sameiginlegt ađ einkennast af mikill baráttu ţar sem sverđ voru ekki slíđruđ fyrr en allt var reynt til ađ knýja fram sigur. Nokkuđ var um jafntefli á milli keppenda ţar sem stigamunur er allnokkur. Má ţar nefna viđureign Helga Péturs Gunnarssonar (1801) og Stephan Briem (1594) en Stephan hefur veriđ á hrađsiglingu ađ undanförnu. Ţá gerđi Arnar Milutin Heiđarsson (1358) gott jafntefli gegn Ađalsteini Thorarensen (1714). Liđsfélagi Stephans og Arnars hjá Breiđablik, Örn Alexandersson (1217), var síđan óheppinn ađ landa ekki sigri gegn Lárusi H. Bjarnasyni (1594) eftir ađ hafa haft gjörunniđ tafl um miđbik skákar. Jafntefli varđ niđurstađan ţar sem Örn hafđi hrók og biskup gegn hróki Lárusar. Ţá ber ađ nefna góđan sigur Jóhanns Bernhards Jóhannssonar (1426) gegn Páli Ţórssyni (1771) í afar snarpri og snaggaralegri skák.

Sérstaklega góđ stemning skapađist á međan taflmennskan fór fram ţar sem keppendur einbeittu sér ađ sínum eigin skákum á milli ţess sem ţeir athuguđu gang mála í níundu skák heimsmeistaraeinvígisins sem varpađ var upp í sal TR. Ótrúlegt en satt ţá fór skák ţeirra Karjakin og Carlsen einnig jafntefli!

Sjötta umferđ fer fram nćstkomandi miđvikudagskvöld og hefst venju samkvćmt kl. 19.30. Ţá hefur Dawid hvítt gegn Hilmari, Veronika Steinunn Magnúsdóttir (1778) hefur hvítt gegn Haraldi og Kjartan stýrir hvítu gegn Óskari Haraldssyni (1732).


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 183
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 150
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband