Leita í fréttum mbl.is

Ólympíufarinn: Jóhann Hjartarson

1 Jóhann Hjartarson

Ólympíuskákmótiđ fer fram 2.-13. september nk. í Bakú í Aserbaísjan. Nítján manns verđa í sendinefnd Íslands. Fram ađ móti verđa Ólympíufararnir kynntir - einn á dag.

Sá síđasti sem kynntur til leiks er Jóhann Hjartarson sem teflir á sínu ellefta Ólympíuskákmóti. Hann spáir ţví ađ Bragi Ţorfinnsson verđur ađaltrúđur ferđarinnar í fjarveru Björns bróđur síns og miđađ viđ fréttir gćrdagsins gćti sú spá vel rćst. 

Ólympíuskákmótiđ er sett kl. 14:30 í dag. Fyrsta umferđ hefst kl. 11 í fyrramáliđ. 

Nafn?

Jóhann Hjartarson.

Aldur?

Yfir međallagi.

Hlutverk?

Tefli á 3. borđi í karlasveitinni

Uppáhalds íţróttafélag?

Fram og F.C. Bayern Munchen

Hvernig er undirbúningi ţínum fyrir mótiđ háttađ?

Stúdera og tefli styttri skákir

Hvenćr tókstu fyrst ţátt á Ólympíuskákmóti og hversu oft hefur ţú tekiđ ţátt?

1980, ţori varla ađ segja ţađ en ţetta er mitt 11. ólympíumót.

Getur ţú nefnt frćgan skákmann fćddan í Bakú?

Ţađ mun vera vinur minn Garry Kimovich

Minnisstćđasta atvik á Ólympíuskákmóti?

Ţegar rafmagniđ fór af keppnishöllinni í Manila 1992 ţegar ég var ađ tefla viđ hinn alrćmda Rúmena Súba og átti einungis 3 mínútur eftir (sá hinn sami og bauđ Ingvari Ásmundssyni jafntefli á biđskákina í Buenos Aires 1978 og kannađist síđan ekkert viđ bođiđ og vann skákina ţví Ingvar hafđi ekki stúderađ hana). Ég skipađi liđsstjóranum ađ lýsa upp skákklukkuna međ tiltćkum ljósfćrum ţví ég var svo hrćddur um ađ hann fćri ađ fikta í klukkunni… Skákin endađi í jafntefli eftir harđa baráttu eftir ađ ljósin komu aftur á.

Er Kaspíahafiđ haf eđa stöđuvatn?

Spurđu Wikipedíu.

Minnisstćđa skák á Ólympíuskákmóti og af hverju?

Margar sem koma til greina, ćtli ţađ sé ekki langa skákin viđ Karpov í Dúbć 1986 ţegar ég hélt koltapađri biđskák, einnig skorar grísinn á móti Illescas í síđustu umferđ sama móts nokkuđ hátt ţegar allt gekk okkur í haginn og skilađi 5. sćti.

Hverjar eru ţínar vćntingar/vonir um gengi íslensku liđanna?

Vonandi nćr sveitin ađ sýna sitt besta og ná a.m.k. 20 sćtum hćrra en stigin segja til.

Í ljósi ţess ađ Björn Ţorfinnsson er ekki í Bakú-hópnum – hver verđur ađaltrúđur ferđarinnar?

Ţađ hlutverk dćmist ţá á Braga bróđur hans, sömu eđalframsóknargenin frá Löngumýri hjá ţessum snilldarbrćđrum.

Eitthvađ ađ lokum?

Vona ađ allt muni ganga vel og reynslan telji ţótt mađur sé etv. ađ verđa fullgamall til ađ vera ađ standa í ţessu...


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 273
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 147
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband