Leita í fréttum mbl.is

Háspenna á Skákţinginu – Fjórir efstir fyrir lokaumferđina

Björn og Jón Viktor
Ţađ er engin lognmolla á Skákţingi Reykjavíkur og mikil átök framundan ţegar ein umferđ lifir af móti. Stađan er nú ţannig fyrir lokaumferđina ađ fjórir keppendur eru efstir og jafnir međ 6,5 vinning úr ţeim átta umferđum sem er lokiđ en ţeir eru stórmeistarinn Stefán Kristjánsson (2471), alţjóđlegu meistararnir Björn Ţorfinnsson (2418) og Jón Viktor Gunnarsson (2455), sem og Fide-meistarinn Dagur Ragnarsson (2219). Fide-meistarinn Guđmundur Gíslason (2307) kemur nćstur međ 6 vinninga en sex vaskir kappar fylgja í humátt međ 5,5 vinning, ţeirra á međal alţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson (2456) og hinn ungi Vignir Vatnar Stefánsson (2071).

Áttunda og nćstsíđasta umferđ fór fram í gćrkveld og er ţađ til marks um hve jafnar viđureignirnar eru orđnar ađ jafntefli varđ niđurstađan á fjórum efstu borđunum, ţ.e. á milli Stefáns og Björns, Guđmundar Gísla og Jóns Viktors, Björgvins Víglundssonar (2203) og Dags, sem og Vignis Vatnars og Einars Valdimarssonar (2015). Á nćstu borđum sigruđu Örn Leó Jóhannsson (2157) og Guđmundur Kjartans ţá Jóhann H. Ragnarsson (2008) og Ţorvarđ F. Ólafsson (2206).

Ţó nokkuđ var um jafntefli milli ţeirra stigalćgri og hinna stigahćrri og til ađ mynda gerđi Gauti Páll Jónsson (1921) jafntefli viđ gamla brýniđ Jón Kristinsson (2240) sem varđ Skákmeistari Reykjavíkur sex sinnum á árunum 1964-1973. Ţá vekur athygli sigur hins unga Alexanders Olivers Mai (1480) á Tjörva Schiöth (1761) en fjölmargir af skákmönnum yngri kynslóđarinnar eru ađ taka inn góđa stigahćkkun á Skákţinginu.

Baráttan um hin fjölmörgu stigaverđlaun er aukinheldur hörđ og má nefna ađ í flokki U2000 eru Gauti Páll og Hörđur Aron Hauksson (1908) efstir međ 5 vinninga, í flokki U1800 berjast Aron Ţór Mai (1714), Sigurjón Haraldsson (1791) og Óskar Haraldsson (1784) allir međ 4,5 vinning og í flokki U1600 hafa Héđinn Briem (1546), Mykhaylo Kravchuk (1504) og Alexander Oliver allir 4 vinninga. Ţá eru einnig veitt verđlaun í flokkum U1400, U1200 og flokki stigalausra.

Úrslit ráđast nćstkomandi sunnudag ţegar blásiđ verđur til níundu og síđustu umferđar á slaginu 14:00. Ţá mćtast á efstu borđum Björn og Jón Viktor, Dagur og Guđmundur Gísla, Guđmundur Kjartans og Stefán, sem og Einar og Björgvin. Ţađ er mikilvćgt fyrir áhugasama ađ mćta í Faxafeniđ og berja stemninguna augum en ekki er loku fyrir ţađ skotiđ ađ vöffluilmur muni leika um vit viđstaddra ţar sem Birna reiđir fram hnossgćti af sinni alkunnu snilld.

Viđ minnum jafnframt á Hrađskákmót Reykjavíkur sem fer fram sunnudaginn 7. febrúar. Ţar mun einnig fara fram verđlaunaafhending fyrir Skákţingiđ.

Nánar á heimasíđu TR.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 184
  • Frá upphafi: 8764055

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 151
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband