Leita í fréttum mbl.is

HM ungmenna: Pistill frá Birni Ívari

HM ungmenna 2015 - keppendurr


Ţetta var kannski erfiđasta umferđin okkar til ţessa, en viđ fengum 5,5 vinninga í heildina. Dagur vann sannfćrandi sigur gegn Sandor Berta (2062) frá Ungverjalandi. Dagur tapađi illa í 4. umferđ og ákvađ ađ fara "back to basics" gegn Ungverjanum og tefla enska leikinn. Hann fékk hörkustöđu út úr byrjuninni og yfirspilađi andstćđinginn í miđtaflinu. Góđur og öruggur sigur hjá Degi.

Oliver hafđi svart gegn stigalćgri andstćđingi frá Lúxemborg. Hvítur tefldi Alapin-afbrigđiđ gegn sikileyjarvörn Olivers og skipti upp á öllu sem hann gat. Oliver fékk aldrei tćkifćri til ţess ađ búa til nein fćri og varđ ađ sćtta sig viđ jafntefli.

Jón Trausti hafđi hvítt gegn Brazdzionis (2182) frá Litháen. Hann fékk mun betra tafl út úr byrjuninni en Brazdzionis varđist vel og Jón fann aldrei "killerinn" í stöđunni og tók jafntefli í tímahrakinu.

Jón Kristinn og Símon mćttust innbyrđis en ţetta er í annađ skiptiđ sem slíkt gerist í mótinu hjá okkur. Strákarnir tefldu í botn, sem var ánćgjulegt ađ sjá, enda ekki komnir alla leiđ til Grikklands til ađ semja stutt! Skákin náđi ţó aldrei ađ verđa spennandi og jafntefli varđ niđurstađan eftir rúmlega 50 leiki.  

Bárđur Örn og Hilmir Freyr gerđu jafntefli gegn Noori (1830) og Nydick (2160) í baráttuskákum. Sama var upp á tengingunum hjá Vigni, sem gerđi jafntefli gegn Buonanno (1816).

Björn Hólm, Dawid Kolka, Heimir Páll, Óskar Víkingur, Stefán Orri, Róbert Luu, Veronika og Freyja töpuđu öll gegn stigahćrri andstćđingum.  

Adam vann sína fyrstu skák ţegar hann lagđi Iraj Laturkar frá Finnlandi. Adam var ađ prófa nýja byrjunarleiđ og fékk fína stöđu. Í miđtaflinu tókst honum ađ plata mann af andstćđingnum og máta hann í framhaldinu. Mjög mikilvćgur sigur fyrir Adam sem heldur vonandi áfram á sömu braut.  

Í dag var frídagur svo gćrkvöldiđ var ađeins frjálslegra en venjulega. Wales-verjarnir, sem deila međ okkur hćđ á hótelinu, voru međ fjöltefli og Hrekkjavökupartý á hćđinni og íslensku krakkarnir tóku margir ţátt í ţví. 

Mótshaldarar stóđu líka fyrir gleđskap og danskeppni fyrir keppendur sem var auglýst međ "all white dress code". Engar sögur fara af árangri Íslendinganna í ţeirri keppni!

Ásamt Wales-verjunum deilir stórmeistarinn Vladimir Chuchelov međ okkur hćđ. Chuchelov er kannski best ţekktur fyrir ađ hafa ţjálfađ ofurstórmeistarann Fabiano Caruana. Hann gistir í Royal Suite, hérna á endanum á ganginum, svakalegu hótelherbergi. Ţangađ inn bera hótelstarfsmenn ferska ávexti og annađ góđgćti á hverjum degi. Ţađ vćsir ekki um menn hér í Porto Carras! Viđ rákumst einnig á Yussupow (2584) og Sakaev (2594) í lyftunni í dag en ţeir virđast sćtta sig viđ hefđbundin herbergi hér á neđri hćđum hótelsins. 

Í dag hópuđumst viđ öll saman úti í sundlaugargarđi og tókum hópmynd sem fylgir međ fréttinni. Frídagurinn í dag var ljúfur og ţađ var ágćtt ađ brjóta ţetta ađeins upp og gera eitthvađ annađ en ađ stúdera og tefla. 

En meira um frídaginn síđar!  

Bestu kveđjur,
Björn Ívar

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 16
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 183
  • Frá upphafi: 8764028

Annađ

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 152
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband