Leita í fréttum mbl.is

U-2000 mótiđ hafiđ

Jón Ţór og Gauti PállU-2000 mót Taflfélags Reykjavíkur hófst sl. miđvikudag en ţađ er nú endurvakiđ eftir tíu ára hlé.  Mótiđ er opiđ öllum ţeim sem hafa minna en 2000 Elo-stig og eru ţátttakendur ađ mestu af yngri kynslóđinni en ásamt ţeim taka ţátt reyndir meistarar sem eru hvergi smeykir viđ ađ leggja stigin sín ađ veđi gegn mörgum af efnilegustu skákmönnum landsins. Stigahćstur keppenda er Haraldur Baldursson (1969) en nćstir koma Björn Hólm Birkisson (1852), Sigurjón Haraldsson (1799) og Gauti Páll Jónsson (1782).

Viđureignir fyrstu umferđar voru um margt athyglisverđar og óvćnt úrslit litu strax dagsins ljós, ţ.e. ef horft er til stigamunar keppenda. Á efsta borđi stýrđi hinn ungi og efnilegi piltur úr Breiđablik, Stephan Briem (1396), hvítu mönnunum gegn Haraldi í hörkuskák. Stephan hafđi í fullu tré lengi vel gegn stigahćsta keppandanum en ađ lokum sagđi reynslan til sín og Haraldur hafđi sigur í lengstu skák umferđarinnar.

Á ţriđja borđi urđu líklega óvćntustu úrslit umferđarinnar ţegar Jón Ţór Lemery (1342) gerđi jafntefli viđ Gauta Pál, en Gauti fór nýveriđ hamförum á Haustmóti TR ţar sem hann vann C-flokkinn međ fullu húsi vinninga. Í umrćddri skák stýrđi Jón Ţór hvítu mönnunum og lenti í ţekktri Kan-gildru Sikileyjarvarnar ţar sem Gauti Páll vann mann snemma skákar fyrir tvö peđ. Eitthvađ fatađist svörtum ţó flugiđ í framhaldinu sem leiddi til ágćtra fćra hvíts sem vann manninn til baka og stóđ til vinnings ađ lokum. Jón Ţór sá ţó enga örugga vinningsleiđ og bauđ jafntefli sem Gauti ţáđi međ ţökkum. Góđ barátta hjá Jóni sem hefur veriđ í framför ađ undanförnu.

Af öđrum úrslitum má nefna ađ jafntefli gerđu ţeir Arnaldur Bjarnason, sem er stigalaus, og Aron Ţór Mai (1535) sem hefur fariđ mikinn undanfariđ. Ţá lagđi Halldór Atli Kristjánsson (1413) nafna sinn Halldór Kristjánsson, sem einnig er stigalaus, međ laglegri mátfléttu í lokin, en Halldór Atli hefur veriđ á góđu flugi eins og svo margir af okkar ungu skákmönnum.

Önnur umferđ fer fram nćstkomandi miđvikudagskvöld og hefst kl. 19.30. Ţá mćtast m.a. Haraldur og Ingvar Egill Vignisson (1549), Jóhann Arnar Finnsson (1580) og Sigurjón, sem og Eggert Ólafsson og Tjörvi.

Áhorfendur velkomnir – Alltaf heitt á könnunni.

Myndskreytt frásögn á heimasíđu TR.

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 183
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 150
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband