Leita í fréttum mbl.is

HM ungmenna: 4. pistill

Dagur 5 - 4. umferđ

Strákarnir í elsta flokknum, Dagur, Oliver og Jón Trausti, áttu erfiđan dag og töpuđu allir. Ţeir voru mjög mótiverađir fyrir umferđina í dag og viđ vonum ţađ besta fyrir ţeirra hönd. Jón Kristinn hafđi svart á FM Shtembuliak (2416) á einum af efstu borđunum, en Jokkó var međ 2,5 af 3 fyrir umferđina. Upp komu miklar flćkjur út úr byrjuninni og mér fannst hann einhvern veginn aldrei ná ađ fá upp sína stöđu. Hvítur fékk snemma frumkvćđiđ og vann nokkuđ örugglega.

Símon mćtti Xavier Povill Claros (2271) frá Spáni međ hvítu. Viđ vorum búnir ađ kortleggja Povill fyrir skákina og undirbúa ákveđna byrjunarleiđ en ţegar allt kom til alls ţá valdi Povill ađ tefla móttekiđ drottningarbragđ, sem viđ höfđum ekki reiknađ međ. Símon tefldi byrjunina vel og af miklu öryggi. Hann uppskar mun ţćgilegra tafl og Povill var hálf planlaus, međ stakt, veikt peđ á c- línunni sem mennirnir hans voru bundnir viđ ađ valda. Símon var sniđugur og fór ţá skyndilega í kóngssókn sem svartur réđ ekkert viđ. Hann vann peđ og fórnađi svo hrók á glćsilegan hátt. Povill gafst upp ţegar hann sá fram á mát eđa drottningartap. GM David Anton (2634) er ţjálfari Spánverjanna og hann var ekki sáttur međ sinn mann. Ég var aftur á móti mjög sáttur viđ minn mann! Skákin fylgir međ sem viđhengi.

Hilmir Freyr mćtti strák frá Georgíu, Nika Khvadagiani (1809), međ hvítu. Svartur tefldi kćruleysislega og gaf Hilmi kost á kóngssókn snemma í miđtaflinu. Ef ţađ er eitthvađ sem Hilmir Freyr kann ađ meta er ţađ ađ hafa frumkvćđiđ og hann var ekki lengi ađ hrista fram úr erminni mátsókn sem endađi međ glćsilegri riddarafórn og drottningarvinningi. Andstćđingurinn hans entist ekki lengi eftir ţađ. Öruggur sigur hjá Hilmi. Björn Hólm mćtti Eivind Djurhuus (2240), međ svörtu. Eivind er sonur norska stórmeistarans Rune Djurhuus sem menn kannast viđ frá fornu fari. Björn sýndi ţađ og sannađi ađ skákstigin hans 1852 segja ekkert um styrkleikann hans. Hann tefldi eins og herforingi og Norđmađurinn átti engin svör gegn sóknartilburđum Björns. Í rauninni er skemmst frá ţví ađ segja ađ hann pakkađi Djurhuus saman, svo einfalt var ţađ mál.
Bárđur Örn, Dawid og Heimir Páll töpuđu allir í erfiđum skákum. Krakkarnir hafa allir veriđ svakalega duglegir viđ byrjunarundirbúninginn og viđ reynum ađ líta á tapskákirnar ţannig ađ ţađ megi allavega lćra mikiđ af ţeim, ţađ er jákvćđi punkturinn.
Veronika hafđi hvítt gegn Ellen Kakulidis (1930) frá Danmörku. Ég nefndi ţađ í gćr ađ Veronika hefur veriđ mjög dugleg ađ undirbúa sig vel fyrir skákirnar sínar og ţađ skilađi sér heldur betur í gćr. Hún fékk upp afbrigđi gegn Sikileyjarvörn sem hún hafđi skođađ vel og fékk yfirburđartafl út úr byrjuninni. Í rauninni komst Kakulidis aldrei inn í skákina og ţegar ţađ stefndi í mikla sókn Veroniku lék svartur af sér hrók og gaf stuttu síđar. Ţađ má geta ţess ađ eftir skákina fór Veronika beint ađ lćra heima í latínu. Ţetta kallar mađur alvöru vinnubrögđ!

Vignir gerđi jafntefli gegn Sahak Petrosyan (1704). Hann fékk töluvert betra út úr byrjuninni en missti svo ađeins tökin á stöđunni og var í raun ansi góđur ađ halda jafntefli.

oskar og stebbiBrćđurnir Óskar Víkingur og Stefán Orri unnu báđir sínar skákir í u10 flokknum. Svo virđist vera sem 8 ára stelpurnar frá ţví í fyrradag hafi bara haft góđ áhrif á ţá brćđur. Óskar tefldi eins og engill međ hvítu gegn Ţjóđverjanum Ole Zeuner (1546). Hann fékk ţćgilegra tafl út úr byrjuninni og ţrengdi smátt og smátt ađ svörtum eftir öllum kúnstarinnar reglum. Ţegar svartur tapađi loks liđi neyddist hann til ađ gefast upp. Stefán Orri hafđi einnig hvítt, gegn Spánverjanum Pablo Lopez Varela (1434). Stefán vann peđ eftir byrjunina en Varela varđist vel. Ţegar Stefán sá ekki fram á ađ komast neitt áfram ákvađ hann ađ fórna manni fyrir 2 peđ sem var mjög góđ praktísk ákvörđun. Vörnin var erfiđ fyrir svartan í framhaldinu međ hrók og riddara gegn hrók og ţremur peđum Stefáns. Varela ákvađ loks ađ fórna riddaranum fyrir tvö peđ en ţá fékk Stebbi upp stöđu sem hann vissi nákvćmlega ađ hann myndi vinna, međ hrók og peđ gegn hrók. "Ég byggđi brú!" hrópađi hann til mín strax eftir skákina og ţađ var nákvćmlega ţađ sem hann gerđi. Fagmannleg úrvinnsla hjá ţessum 9 ára strák.

Róbert Luu gerđi jafntefli gegn Isara Banidu Dahanayke (1268) frá Sri Lanka. Ég held ađ Róbert eigi talsvert inni á mótinu. Hann mćtti stundum vera ađeins grimmari í sínum skákum og ég er viss um ađ ţađ skilar sér í nćstu umferđum.

Adam tapađi gegn Rafaels Spiridovskis frá Lettlandi. Adam er á sínu fyrsta stórmóti og er ađ tileinka sér réttu vinnubrögđin á svona mótum. Hann á einnig mikiđ inni.

Freyja hafđi svart gegn Mina Palamarevic frá Serbíu. Freyja var međ sjálfstraustiđ í góđu lagi eftir sigurinn í 3. umferđ og tefldi af mikilli hörku. Eftir nokkrar sviptingar, ţar sem Freyja vann skiptamun en fórnađi honum til baka, tókst henni loks ađ plata andstćđinginn og vinna af henni drottninguna. Hún innbyrti sigurinn af öryggi. Góđur sigur hjá Freyju.

Í 5. umferđ, sem er nýhafin ţegar ţessi orđ eru skrifuđ, mćtast m.a. Jón Kristinn og Símon. Ţetta er í annađ skiptiđ á mótinu sem Íslendingar, og herbergisfélagar, mćtast innbyrđis. Ţađ er ţví miđur lítiđ viđ ţessu ađ gera.
Krakkarnir hafa veriđ duglegir viđ ađ nýta ţann litla frítíma sem hefur gefist hérna úti. Ţađ er prýđilegur sundlaugargarđur viđ hóteliđ og ströndin er c.a. 50 metra frá. Áhyggjufullur hótelstarfsmađur hljóp til í gćr og bađ Stefán Orra vinsamlega ađ passa sig ţegar hann var ađ hoppa út í sundlaugina af stórum steini. "Til hvers er eiginlega ţessi sundlaug ef ţađ má ekki hoppa í hana?", spurđi ţá okkar mađur. Sjórinn er mjög tćr hérna á svćđinu og ţađ má auđveldlega sjá fiska í sjónum ofan af svölunum á 6. hćđ. Freyja, sem virđist vera heilmikill veiđimađur, lagđi sig alla fram viđ ađ fanga nokkra fiska á ströndinni. Međ kćnsku tókst henni ađ koma marhnút alla leiđ upp í fjöru. Hún segist ćtla taka međ sér háf nćst og ég er spenntur ađ sjá hvađ henni tekst ađ ţá ađ draga á land! 

Ţađ er frídagur á morgun og krakkarnir eru spenntir fyrir honum. Viđ erum búin ađ skipuleggja ađ fara í fótbolta á einum af völlunum sem hérna viđ hóteliđ. Ég fór áđan og keypti afleitan fótbolta frá hálfskeggjađri konu sem rekur litla búđ viđ höfnina. Vonir mínar eru bundnar viđ ađ loftiđ haldist í boltanum til morguns. Hilmir Freyr tók nefnilega međ sér takkaskó hingađ til Grikklands og ég vil ekki valda honum vonbrigđum!

Bestu kveđjur heim,
Björn Ívar


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 27
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 194
  • Frá upphafi: 8764039

Annađ

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 157
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband