Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Öruggur sigur ţrátt fyrir óvćnt tap

G8DTQRHGHollendingurinn Erwin L'Ami sigrađi á Reykjavíkurskákmótinu sem lauk í Hörpu í gćr, hlaut 8 ˝ vinning af 10 mögulegum. Hann hafđi tryggt sér sigurinn fyrir umferđina í gćr en tapađi ţá nokkuđ óvćnt međ hvítu fyrir sigurvegaranum frá Reykjavíkurmótinu 2013, Úkraínumanninum Pavel Eljanov sem varđ varđ í 2. – 3. sćti ásamt Frakkanum Fabien Libiszewski. Ţeir hlutu báđir 8 vinninga.

Íslensku skákmennirnir náđu ekki ađ blanda sér í baráttuna um efsta sćtiđ en flesta vinninga hlutu ţeir Henrik Danielsen, sem vann David Navara glćsilega í lokaumferđinni, og Hannes Hlífar Stefánsson sem vann án taflmennsku ţar sem andstćđingur hans, rúmenska skákkonan Christina Foisor gat ekki mćtt til leiks vegna breytingar á ferđáćtlun. Ţeir hlutu báđir 7 ˝ vinninga og urđu í 4.–14. sćti. Hannes rađast í 11. sćti og Henrik í 12. sćti.

Ţađ er nánast hefđ fyrir ţví í sögu Reykjavíkurmótanna ađ viđ eigum a.m.k. einn keppanda sem er í fćrum um ađ berjast um sigurinn og Hannes Hlífar hefur ekki látiđ sitt eftir liggja á ţví sviđi og hefur fimm sinnum orđiđ efstur einn eđa međ öđrum. En ţegar nokkrar umferđir voru eftir af mótinu var útséđ um ađ nokkur okkar manna ćtti möguleika á sigri. Fyrirfram mátti ćtla ađ Hannes Hlífar og Hjörvar Steinn ćttu bestu möguleikana á toppsćti. 

Misráđin ákvörđun

Ţađ reyndist hinsvegar misráđin ákvörđun hjá ţeim báđum ađ taka ˝ vinnings yfirsetu. Ţeir virtust báđir gleyma ţví ađ ţetta Reykjavíkurskákmót međ tíu umferđum og tćplega 300 ţátttakendum er meira í ćtt viđ spretthlaup en langhlaup og hvíld er einfaldlega ekki í bođi ćtli menn sér ađ vinna mótiđ.

Mótshaldiđ sem kalla mćtti skákhátíđ var skákhreyfingunni til mikils sóma og lögđu fjölmargir hönd á plóg. Hliđarviđburđir á borđ viđ „barna-blitz“, knattspyrnukeppni og „pub-quiz“ lífguđu heilmikiđ uppá mótshaldiđ, einnig koma heimsmeistarans Magnúsar Carlsen sem ásamt landa sínum Jon Ludwig Hammer fćrđi spurningakeppnina vinsćlu upp á nýtt plan.

Ţá heimsótti Kirsan Iljumzhinov, forseti FIDE, Ísland í fyrsta sinn, einnig Zurab Azmaparashvili, forseti evrópska skáksambandins, en ţeir áttu báđir brýnt erindi vegna Evrópukeppni landsliđa sem fram fer í Reykjavík í nóvember á ţessu ári.

Fagmannlega var stađiđ ađ streymis-útsendingum sem voru í höndum Ingvars Jóhannessonar og vinkonu okkar frá Luxemburg, Fionu Stein-Atoni. Nýr ađalmagni Reykjavíkurmótsins fjárfestingarfyrirtćkiđ Gamma vann vel međ mótshaldaranum og einn forsprakki ţess, Agnar Tómas Möller, tók sjálfur ţátt í mótinu og stóđ sig vel.

Einn ađalkosturinn viđ ţetta form Reykjavíkurmótsins er ađ fjölmargir ungir skákmenn öđlast mikilsverđa reynslu og margir hćkkuđu duglega ađ stigum. Topp fimm lítur svona út:

1. Óskar Víkingur Davíđsson 150 stig, 2. Hilmir Freyr Heimissson 112 stig, 3. Heimir Páll Ragnarsson 103 stig, 4. Veronika Steinunn Magnúsdóttir 86 stig, 5. Oliver Aron Jóhannesson 82 stig.

Hvađ varđar góđa frammistöđu annarra keppenda má nefna ađ Áskell Örn Kárason hlaut 6 ˝ vinning og ungu mennirnir i Skákfélagi Akureyrar, Símon Ţórhallsson og Jón Kristinn Ţorgeirsson, áttu báđir gott mót og hćkkuđu einnig myndarlega ađ stigum.

Hinn 17 ára gamli Oliver Aron Jóhannesson átti frábćrt mót, hlaut 7 vinninga eins og Hjörvar Steinn Grétarsson og urđu ţeir í 15. – 31. sćti. Oliver gerđi sér lítiđ fyrir og vann fjórar síđustu skákir sínar og í nćst síđustu umferđ lagđi hann ţekktan sćnskan stórmeistara.

Reykjavíkurskákmótiđ 2015; 9. umferđ:

Oliver Aron Jóhannesson – Ralf Ĺkesson

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. Bd3 Bc5 6. Rb3 Be7 7. Dg4 g6 8. De2 d6 9. O-O Rd7 10. c4 b6 11. Rc3 Bb7 12. f4 Dc7 13. Bd2 Rgf6 14. Hae1 h5 15. Rd4 Hc8 16. e5?!

Vafasamur leikur sem lukkast vel. Mun betra er 16. Kh1 eđa 16. b4.

16. ...dxe5 17. fxe5 Bc5?

Ţađ er fuđurlegt ađ svartur skuli ekki nýta sér helstu kosti ţess ađ hafa leikiđ 14. ... h5. Eftir 14. ... Rg4! riđar e5-peđiđ til falls og fórnir á g6 eđa e6 ganga ekki upp.

18. exf6 Bxd4+ 19. Kh1 Rxf6

Og hér var betra ađ hrókera stutt.

G8DTQRHP20. Bxg6! Dxc4

Ekki gengur 20. ... fxe6 21. Dxe6+ Kf8 22. Hxf6+ Bxf6 23. Dxf6+ Kg8 24. He7 og vinnur.

21. Dxc4 Hxc4 22. Hxe6+! Kd7 23. Bxf7 Hc6 24. He2 Hh7 25. Bg6! Hg7 26. Bf5+ Kd8 27. Bh6!

Biskuparnir fara hamförum.

27. ... He7 28. Hd2 Hc4 29. Re2!

– og Ĺkesson gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 19. mars 2015.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 30
  • Sl. sólarhring: 56
  • Sl. viku: 197
  • Frá upphafi: 8764042

Annađ

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 160
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband