Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Erwin L'ami lagđi Mamedyarov og er efstur

Magnús fylgist međHollendingurinn Erwin L'ami er efstur ţegar sjö umferđir hafa veriđ tefldar á Reykjavíkurskákmótinu í Hörpu en í uppgjöri efstu manna í gćr vann hann Aserann Mamedyarov í ađeins 21 leik. Ţrjár umferđir eru eftir af mótinu og línur teknar ađ skýrast hvađ varđar baráttuna um efsta sćtiđ en illa gekk hjá okkur mönnum á efstu borđum. Hannes Hlífar Stefánsson var ekki vel međ á nótunum í hvössu afbrigđi Caro-Kann varnar í skákinni viđ Perúmanninn Granda Zuniga og tapađi međ hvítu í ađeins 18 leikjum. Afbrigđiđ er ţađ sama og Kasparov tefldi í lokaskák einvígisins viđ ofurtölvu IBM Dimmblá voriđ 1997 og tapađi sem frćgt varđ í ađeins 19 leikjum.

Jón Viktor Gunnarsson hafđi fyrir umferđina hlotiđ 5 vinninga af sex mögulegum í viđureignum viđ hvern stórmeistarann á fćtur öđrum. Hann missti niđur afar vćnlega stöđu gegn Kanadamanninum Eric Hansen í áttundu umferđ og tapađi. Fyrir áttundu umferđ sem fram fer í dag er stađa efstu manna ţessi:

1. Erwin L'ami (Holland) 6˝ v.( af 7) 2.-5. Pavel Eljanov ( Úkraína ) Daniel Naroditsky (Bandaríkin), Granda Zuniga (Perú) og Eric Hansen (Kanada) 6 v.

Henrik Danielsen er sem stendur efstur íslensku skákmannanna og er međ međ 5˝ vinning ásamt 12 öđrum skákmönnum. Međ 5 vinninga eru Jón Viktor Gunnarsson, Hannes Hlífar Stefánsson, Hjörvar Steinn Grétarsson, Héđinn Steingrímsson og Dagur Arngrímsson. Ţeir geta allir náđ háu sćti međ góđum endaspretti.

Mamedyarov sem vann fimm fyrstu skákir sínar á mótinu einsetti sér greinilega ađ flćkja tafliđ gegn Hollendingum L'ami og lagđi ýmsar gildrur fyrir hann í miđtaflinu. Ţađ kom svo flatt uppá menn ţegar hann féll á eigin bragđi:

Reykjavíkurskákmótiđ 7. umferđ

Erwin L´ami – Shakriyar Mamedyarov

Enskur leikur

1. d4 d6 2. c4 e5 3. Rc3 exd4 4. Dxd4 Rc6 5. Dd2 g6 6. b3 Bg7 7. Bb2 Rf6 8. g3 O-O 9. Bg2 He8 10. Rf3 Bf5 11. Rh4 Bd7 12. O-O Dc8 13. Hfe1 Bh3 14. Bh1 Dg4 15. Rg2 Dd4 16. Had1 Re4 17. Dxd4 Bxd4 18. Hxd4 Rxd4 19. Rf4 Rg5 20. Rxh3 Rxh3 21. Kf1 

GOHTQCI1 (1)Í ţessari stöđu lagđi Mamedyarov niđur vopnin og fannst mönnum ţađ sérkennilegt ţegar slíkur baráttujaxl á í hlut. Ţó hann sé skiptamun undir er stađan töpuđ, t.d. 21. ... c6 22. Re4! o.s.frv. eđa 21. ... Rc6 22. Rd5 Hec8 23. f4 og riddarinn á h3 sleppur ekki út.

Fjölmargir skákmenn eru ađ ná góđum árangri á ţessu Reykjavíkurmóti og sjá fram á mikla stigahćkkun. Einn ţeirra er hinn 13 ára gamli Hilmir Freyr Heimisson sem vann ţrautreyndan skákmann, Erling Ţorsteinsson, í 33 leikjum í gćr. Lok skákarinnar vöktu athygli: 

Hilmir Freyr Heimisson – Erlingur Ţorsteinsson

Hilmir hafđi fórnađ manni snemma tafls, Erlingur hitti ekki á bestu vörnina og átti í vök ađ verjast ţegar hér var komiđ sögu:

GOHTQCHU (1)33. Hb7+!

– og svartur gafst upp ţví mátiđ blasir viđ, 33. .... Bxb7 34. Dc7+ Ka8 35. Hd8+ Hxd8 36. Dxd8+ Bc8 37. Dxc8 mát.

Heimsmeistarinn Magnús Carlsen kom til landsins seinni part föstudagsins og vann um kvöldiđ hina vinsćlu „pub-quiz“ keppni ásamt landa sínum Jon Ludwig Hammer. Mćtti í Hörpuna á laugardaginn og skýrđi nokkrar skákir í „streymis-útsendingum“ mótshaldarans, fór á pöbba-rölt um kvöldiđ og mćtti síđan í hefđbundna knattspyrnukeppni á sunnudagskvöldiđ sem fór fram í Mýrinni.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 16. mars 2015.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 183
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 150
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband