Leita í fréttum mbl.is

Janúarmótiđ: Tómas Veigar sigurvegari austur-riđils - Hjörleifur Halldórsson efstur í vestur

Umferđ fór fram í kvöld í janúarmóti Hugins. Teflt er í tveim riđlum – austur og vestur og tefla sigurvegarar riđlana um sigurinn í mótinu 2. sćtiđ o.s.frv.

Vestur

2010-10-06 15.29.28
Hjörleifur Halldórsson (fremst) er efstur í vestur riđli.

 


Vestanmenn eru fram úr hófi frumlegir menn og tefldu 7. umferđ í kvöld í stađ ţeirrar 6.. Ţađ var ţó ekki vegna ţess ađ ţeir kunna ekki ađ telja, heldur buđu samgöngur upp á ţessi frumlegheit – 7. umferđin hentađi betur ţar sem ţeir keppendur sem koma langt ađ reyna gjarnan ađ tefla fleiri en eina skák ţegar ţeir mćta til leiks.

Teflt var ađ Vöglum í Fnjóskadal ţar sem Rúnar Ísleifsson (1799) skógarvörđur rćđur ríkjum.

2010-10-09 01.02.22Hermann Ađalsteinsson stendur yfir skák Jóns Ađalsteins og Jakubs


Sigurbjörn Ásmundsson
(1156) frá sveitabćnum Stöng, sem er einhverstađar uppi á hálendi, stöđvađi sigurgöngu Hermanns Ađalsteinssonar (1342) og gerđi líklega út um sigurvonir foringjans sem fram til ţessa hafđi átt afar góđu gengi ađ fagna. Leiđtogi félagins afréđ í framhaldinu ađ nafni sveitabćjarins skyldi breytt í Stöngin-inn og fornafni félagsmannsins í Sigurgrís. Vel má vera ađ Hermann hafi alls ekki ákveđiđ slíkt og fréttaritari [Tómas Veigar Sigurđarson alias-Palli] sé ađ segja ósatt.

Önnur úrslit fyrir vestan voru hefđbundin.

Hjörleifur Halldórsson (1920) vermir efsta sćtiđ međ 4,5 vinninga eftir 6 skákir en Jakob Sćvar Sigurđsson (1806) á inni frestađa skák og getur ţví náđ honum ađ vinningum.

Einni umferđ er ólokiđ í vestur riđli.

Austur

Guđmundur Hólmgeirsson (til vinstri) átti skák 6. umferđarGuđmundur Hólmgeirsson (til vinstri) átti skák 6. umferđar. Tómas Veigar stendur yfir honum og Sigurđi Gunnari sem endađi í 2. sćti.

Austanmenn trúa stađfastlega á debet og kredit, talnarađir og stjörnuspá Morgunblađis og tefldu bara umferđ eins og til stóđ skv. fyrirfram ákveđinni og birtri áćtlun.

Reyndar eru austanmenn svo markvissir og ţróttmiklir ţegar kemur ađ skipulagi, utanumhaldi og framkvćmdum ađ ţeir eru búnir ađ tefla allar skákirnar, utan eina sem ţeir ákváđu ađ geyma svo vestanmönnum gefist fćri á ađ ljúka sínum riđli á sama tíma.

Tómas Veigar Sigurđarson (1922) hefur sigrađ í riđlinum međ 6,5 vinninga af 7. Ţá liggur fyrir ađ Sigurđur Gunnar Daníelsson (1793) endar í 2. sćti međ 6 vinninga, Smári Sigurđsson (1905) endar í 3. sćti međ 5 vinninga og Hlynur Yamaha Viđarsson (1090) endar í 4. sćti međ 4 vinninga.

Mjög óvćnt úrslit urđu í 6. umferđ í kvöld ţegar Guđmundur Hólmgeirsson (0) gerđi sér lítiđ fyrir og mátađi Ćvar Ákason (1433) međ glćsibrag og ţađ ţrátt fyrir ađ hafa tapađ drottningunni!

Ćvar Ákason og Sighvatur Karlsson (1298) eiga eftir ađ tefla innbyrđis í 7. umferđ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 170
  • Frá upphafi: 8764613

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 134
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband