Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Funheitur Walter Browne mćtir aftur á Reykjavíkurskákmót

Walther BrowneWalter Shawn Browne sem er 65 ára gamall er sá eini međal 155 erlendra ţátttakenda á 50 ára afmćli Reykjavíkurskákmótanna sem sigrađ hefur á ţessu móti. Ţađ gerđist á Hótel Loftleiđum á hinu geysisterka 8. Reykjavíkurmóti áriđ 1978 og keppinautar hans, sem tefldu allir viđ alla, voru ekki af verri endanum: Bent Larsen, Tony Miles, Lev Polugajevskí, Vlastimil Hort auk íslensku meistaranna međ Friđrik Ólafsson fremstan í flokki. Bćgslagangurinn í tímahraki í skák viđ Polugajevskí og almenn baráttugleđi hans eru mönnum enn í fersku minni. Walter Browne vann bandaríska meistaratitilinn sex sinnum og fyllti ađ sumu leyti ţađ pláss í bandarísku skáklífi sem Bobby Fischer skildi eftir. Eldmóđurinn er ţarna ennţá og hann hefur unniđ ţrjár fyrstu skákir sínar á sannfćrandi hátt.

Fađir hins nýbakađa heimsmeistara, Henrik Carlsen, er hingađ kominn til ađ slaka ađeins á eftir fjölmiđlafáriđ í kringum einvígi sonarins á dögunum. Hann á góđar minningar frá ţví á Reykjavíkurmótinu 2004; samsetning keppenda ţá međ Magnús Carlsen, Lev Aronjan og Hikaru Nakamura á keppendalistanum sannar ađ framkvćmdarađilar ţessara móta hafi veriđ lagnir ađ fá til keppni menn framtíđarinnar. Hinn 10 ára gamli Awonder Liang er heimsmeistari barna í sínum aldursflokki en Hjörvar Steinn Grétarsson vann piltinn ţó örugglega í 2. umferđ.

Reykjavíkurmótin eru nú öllum opin međ skemmtilegum hliđarviđburđum á borđ viđ barna-blitz og Tinnapub quiz. En fyrst og síđast er mótiđ frábćr vettvangur fyrir íslenska skákmenn, ekki síst ţá yngstu. Keppendur eru alls 254 en erlendu gestirnir eru 155. Mótiđ er vel skipulagt og salurinn í Hörpu er stórglćsilegur. Hlutur kvenna er alltaf ađ aukast og margar öflugar skákkonur mćta til leiks, áhorfendur sópuđust ađ skjánum ţegar indverska skákprinsessan Tania Sachdev sá um skákskýringar á heimasíđu heimsmeistaraeinvígis Anands og Magnúsar Carlsens í Indlandi. Af mörgum óvćntum úrslitum er ađ taka en hér birtist sigur Tinnu Kristínar Finnbogadóttur í 1. umferđ en stigamunur var upp á nćstum 500 elo-stig. Góđ taflmennska Tinnu í endataflinu réđ svo úrslitum:

Mate Bagi (Ungverjaland) - Tinna Kristín Finnbogadóttir

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 g6 3. Bc4 Rc6 4. c3 Bg7 5. d4 d6 6. O-O e6 7. Bf4 cxd4 8. cxd4 Rge7 9. Rc3 d5 10. Bb3 dxe4 11. Rxe4 O-O 12. Bg5 Da5

Eftir byrjun ţar sem hvítur missti af ýmsum vćnlegum leiđum, t.d. 7. d5, hefur svartur náđ prýđilegri stöđu međ ţrýsting á staka peđiđ á d4.

13. Dc1 Rf5 14. Hd1 Rfxd4 15. Rxd4 Rxd4 16. De3 e5 17. Bf6 Db6 18. Bxg7 Kxg7 19. Hac1 Rxb3 20. Dxb3 Dxb3 21. axb3 Be6 22. Rc5 Hfe8!

23. Rxe6+ Hxe6 24. Hc7 Hc6 25. Hxb7 Hd8!

Notfćrir sér valdleysiđ í borđinu, 26. Hxd8 strandar auđvitađ á 26. ... Hc1+ og mátar.

26. Hf1 Hd2 27. Hxa7 Hxb2 28. Ha5 e4 29. Hb5 Hcc2

Hótar 29. ... e3. Lakara var 29. ... e3 vegna 30. fxe3 Hcc2 31. Hg5! og hvítur nćr jafntefli.

30. He5 He2 31. h4 f6 32. He7+ Kh6 33. g3 Hxb3

Hvítur gat ekki variđ b-peđiđ og átt viđ hótun svarts ađ leika e4-e3.

34. Kg2 Hbb2 35. Kg1 Ha2 36. He6 f5 37. He7 Hab2 38. He6

Hvítur er í leikţröng og nú brýst svarti kóngurinn fram.

38. ... Kh5! 39. He7 h6 40. He5 Kg4 41. He6 e3 42. Hxg6+ Kh3

- og hvítur gafst upp.

 

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 9. mars 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.9.): 9
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 119
  • Frá upphafi: 8780623

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 97
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband