Leita í fréttum mbl.is

Laugardagsćfingar Taflfélags Reykjavíkur

Mikil aukning hefur orđiđ á ţátttöku á laugardagsćfingum Taflfélagsins ţađ sem af er vetri.  50 krakkar mćttu glađbeittir á skákćfingar félagsins í gćr, sem hófst međ stúlknaćfingu sem stóđ frá 12.30 til 13.45 í umsjá Áslaugar Kristinsdóttur.   

Klukkan tvö fylltist svo salurinn af skákţyrstum börnum sem tefldu af kappi á ćfingamóti sem stóđ í klukkustund. Félagsćfing hófst svo eftir ađ krakkarnir voru búnir ađ hlađa batteríin međ kexi og djús.   Skákkennsla fer fram á félagsćfingunni og í dag voru tví og fráskákir á dagskrá. Nokkrar ódauđlegar perlur úr skáksögunni voru  skođađar í ţaula, ţar sem ţessum vopnum hafđi veriđ beitt af mikilli hugkvćmni. Venju samkvćmt fengu allir krakkarnir sem sćkja félagsćfingar T.R. skákhefti ađ gjöf, og sökktu sér af áhuga niđur í efniđ.

Auk ţess voru allir krakkarnir úr T.R. sendir heim međ bođ um ađ taka ţátt í fjölteflinu viđ einn af ofurstórmeisturum félagsins, Mikhailo Oleksienko sem fer fram 9. október kl. 16 

Nú verđur tveggja vikna hlé gert á barnaćfingunum vegna Stórmeistaramóts Félagsins, og Íslandsmóts skákfélaga.

Umsjónamenn međ barnaskákćfingunni í dag voru ţeir Kjartan Maack og Björn Jónsson

Klukkan 16 hófst svo ćfing hjá afrekshóp félagsins í umsjá Torfa Leóssonar.  Ćfingar hjá afrekshópnum fara fram tvisvar í viku, á laugardögum og ţriđjudögum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 170
  • Frá upphafi: 8764613

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 134
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband