Leita í fréttum mbl.is

Sumarmót viđ Selvatn - Stórislagur 2013: Bragi brosti breitt í mótslok

SELVATN 2013 ESE7Í vikunni sem leiđ var haldin skákhátíđ mikil viđ Selvatn á Nesjavallaleiđ á vegum Sd. KR í samvinnu viđ GALLERÝ SKÁK ađ sveitasetri ţeirra heiđurshjóna Guđfinns R. Kjartanssonar, skákforkólfs og Erlu Axels listmálara. Teflt var í hinum fagra myndlistarskála sem Sverrir heitinn Norđfjörđ hannađi og heitir Listasel en stundum líka Skáksel ţegar betur hentar.  Ţetta var í 7. sinn sem slíkt hátíđarskákmót er ţar haldiđ međ viđhafnarsniđi og veislukvöldverđi

Tafliđ hófst upp úr klukkan fjögur og stóđ langt fram eftir kvöldi. Telfdar voru 11 umferđir međ 10 mín. uht.  Keppendur voru 40 talsins og hafa aldrei veriđ fleiri - flestir af eldri kynslóđinni. Ţrír fyrri sigurvegarar ţessara sumarmóta voru međal ţátttakenda, ţeir Gunni Gunni (2008), Jóhann Örn (2009) og Bragi Halldórsson (2012) en sumir voru ţarna međ í fyrsta sinn.  

Léttur keppnisandi sveif yfir vötnunum sérstaklega eftir ađ reykinn af réttunum fór ađ leggja yfir og bera SELVATN 2013 ESE4ađ vitum ţátttakenda. Í hálfleik leiddi Gunnar Björnsson, forseti SÍ mótiđ međ fullu húsi - sex vinningum af sex - sem vakti nokkra undrun og kátínu einkum hjá honum sjálfum.  Ţađ átti ţó eftir ađ breytast og fleiri blönduđu sér í baráttuna um efsta sćtiđ eftir ţví sem á leiđ mótiđ. Ađrir komu sjálfum sér ađeins á  óvart međ slakri taflmennsku og kenndu ýmsu um - ađallega taflhöndinni.   Ţegar upp var stađiđ reyndust ţeir einna snjallastir BRAGI HALLDÓRSSON og STEFÁN BERGSSON báđir efstir og jafnir međ níu vinninga og gátu leyft sér ađ brosa breitt, eins og sjá má á myndum, einkum Bragi sem vann međ minnsta mun á stigum. Var hann síđan krýndur Selvatnsmeistari annađ áriđ í röđ og var vel ađ ţví kominn.  Nánari úrslit má sjá á međf. mótstöflu og vettvangs- og klippimyndir í albúmi.

SELVATN 2013 ESE6Í skákhléi kvaddi Kristján Stefánsson sér hljóđs međ ađstođ gjallarhorns og afhenti Gunnari Kr. Gunnarssyni viđurkenningarskjöld en hann hafđi veriđ kjörinn heiđursfélagi Skákdeildar KR á síđasta ađalfundi í tilefni af 80 ára afmćli sínu fyrir langt og heilladrjúgt framlag til félagsins og skáklistarinnar.  Einnig fćrđi hann ţeim Páli G. Jónssyni og Einari S. Einarssyni, síđbúnar afmćlisgjafir og skjallađi ţá ađeins í tilefni ađ 80 og 75 ára afmćlum ţeirra fyrir í sumar.   Einnig fćrđi hann gestgjöfum mótsins ţeim hjónum Guđfinni og Erlu ţakkargjöf. Allir voru ţessir „gjafţolar" hylltir međ góđu lófataki en síđan sneru menn  sér ađ öđru mikilvćgara ţ.e. ađ reyna ađ máta nćsta andstćđing, sem mörgum tókst bćrilega og réttu  ađeins sinn hlut.  

Ađ lokinni verđlaunaafhendingu var dregiđ í happdrćtti um bókavinninga, sem UGLA bókaforlag hafđi gefiđ til mótsins og bar ţar hćst ENDATAFL ćvisögu Bobby Fischers.

Ađrir styrktarađilar mótsins voru: KRST-Lögmannsstofa, Toppfiskur, Eldhús Sćlkerans.

Lokastađan

 

SUMARMÓT VIĐ SELVATN   STÓRISLAGUR 2013   ÚRSLIT

 

ESE


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 167
  • Frá upphafi: 8764610

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 131
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband