Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Magnús Carlsen er áskorandi Anands

Magnus CarlsenLokaumferđir áskorendamótsins í London buđu skákáhugamönnum um heim allan uppá magnađ sjónarspil. Ţá var sú stađa komin upp ađ Armeninn Levon Aronjan hafđi misst af lestinni en Vladimir Kramnik, sem hafđi gert jafntefli í öllum skákum sínum í fyrri umferđinni, fór mikinn og vann hverja viđureigninni á fćtur annarri. Á föstudaginn langa gerđist ţađ ađ „jókerinn" Vasilí Ivantsjúk vann Magnús Carlsen međ svörtu í 90 leikjum en Aronjan missti af auđfengnu jafntefli gegn Kramnik, sem međ sigri komst í efsta sćtiđ.

Norđmađurinn sýndi magnađan skapgerđarstyrk í 13. umferđ sem tefld var á páskadag er hann vann Radjabov međ svörtu í 89 leikjum. Ţar sem Kramnik tókst ekki ađ fá meira en jafntefli gegn Gelfand voru Kramnik og Magnús jafnir ađ vinningum en stađa Norđmannsins hafđi batnađ verulega ţví ađ „vaknađ" hafđi merkur bálkur, úrskurđarregla nr. 2 sem ţýddi ađ fleiri sigrar í mótinu giltu ef innbyrđis viđureignum efstu manna lyki međ jafntefli. Sviđiđ fyrir lokaumferđina: Magnús var međ hvítt á Svidler en Kramnik međ svart gegn Ivantsjúk, sem hafđi tapađ fimm skákum mótinu.

Áhorf á ţessar skákir á hinum ýmsum vefsvćđum sló öll met. Magnús missti ţráđinn í flókinni miđtaflsstöđu í tímahraki og tapađi. Hann varđ ađ treysta á hinn óútreiknanlega Ivantsjúk sem brást ekki ađ ţessu sinni og vann Kramnik örugglega. Lokaniđurstađan varđ ţessi: 1. - 2. Carlsen og Kramnik 8 ˝ v. (af 13) 3. - 4. Aronjan og Svidler 8 v. 5. - 6. Gelfand og Grischuk 6 ˝ v. 7. Ivantsjúk 6 v. 8. Radjabov 4 v.

Magnús Carlsen sem er ađeins 22 ára hefur unniđ réttinn til ađ skora á heimsmeistarann Anand. Tal var tćpra 23 ára ţegar hann varđ áskorandi Botvinniks og Kasparov var nýorđinn 21 árs ţegar tefldi um titilinn viđ Karpov. Ţá fór áskorendakeppnin fram međ einvígisfyrirkomulagi sem verđur ađ teljast heppilegra keppnisform; í London var Magnús Carlsen staddur á málsvćđi sjö stórmeistara sem allir fćddust í gömlu Sovétríkjunum. Einvígiđ viđ Anand er á dagskrá í nóvember á ţessu ári.

Eins og svo oft áđur lá styrkur Magnúsar í góđri endataflstćkni og mikilli seiglu. Byrjanir hans ţykja ekki sérlega skarpar en hann tengir ţćr vel viđ stöđurnar koma upp í miđtöflunum. Hans besta skák kom sennilega í 10. umferđ:

Magnús Carlsen - Boris Gelfand

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5

Í tapskákinni viđ Ivantsjúk valdi Magnús ađ opna tafliđ međ - d4.

3. ... e6 4. O-O Rge7 5. He1 a6 6. Bf1 d5 7. exd5 Rxd5 8. 4 Rf6 9. Be3 cxd4 10. Rxd4 Bd7 11. c4 Rxd4 12. Bxd4 Bc6 13. Rc3 Be7 14. a3 a5 15. Dd3 O-O 16. Had1 Dc7 17. Be5 Db6 18. Dg3 Hfd8

19. Hxd8 Dxd8 20. Hd1 Db6?

Sennilega eina ónákvćmni Gelfands. Hann gat leikiđ 20. ... Df8 sem heldur vel í horfinu.

21. Bd4! Db3

21. .. Da6 er vel svarađ međ 22. b4.

22. Hd3 Dc2 23. b4 axb4 24. axb4 Rh5 25. De5 Bf6 26. Dxh5 Bxd4 27. Hxd4 Dxc3

gdaqhveo.jpg- sjá stöđumynd -

28. Da5!

Međ hugmyndinni 28. ... Hxa5 29. Hd8+ og mátar.

28. ... Hf8 29. Db6 e5 30. Hd1 g6 31. b5 Be4 32. Df6 h5 33. h4 Bf5 34. Hd5 Dc1 35. Dxe5 Be6 36. Hd4 Ha8 37. De2 Kh7 38. Hd1 Dc3 39. De4 Ha1 40. Hxa1 Dxa1 41. c5 Dc3 42. Dxb7 De1

Hótar 43. ... Bc4. En áćtlun Magnúsar er einföld og snjöll.

43. b6 Bc4 44. Df3 Dxf1 45. Kh2 Db1 46. b7 Db5 47. c6 Bd5 48. Dg3

- og svartur gafst upp.

Helgi Ólafsson

helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 7. apríl 2013.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 273
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 147
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband