Leita í fréttum mbl.is

Af Riddurum reitađa borđsins

SKÁKHARPAN   EFSTU MENNVikulega allan ársins hring ganga Riddarar reitađa borđsins til altaris skákgyđjunnar Kaissu í Vonarhöfn hinum veglegu salarkynnum Hafnarfjarđarkirkju. Athöfnin fellst í ţví ađ etja kappi í manntafli - eins konar refskák ţar sem enginn er annars bróđir í leik. Ţar mćtast oft stálin stinn međ mjúkum silkihönskum og háttvísina í farteskinu.  Segja má ađ hér sé att  saman  vitsmuna- og reynslurökum ţví allt eru ţetta aldurhnignir höfđingjar hoknir og hertir af reynslu langrar skákćvi. Margir hverjir féllu fyrir skákgyđjunni á unga aldri og hafa ţví helgađ henni og skáklistinni drjúgan hluta tómstunda sinna í áratugum saman fyrir utan félagsmálastörf í ţágu skákhreyfingarinnar.

Allar geta unniđ alla á góđum degi. Mögnuđ barátta í hverri skák  Hér eru menn bćđi keppendur og áhorfendur í senn ţví allir ţyrpast saman til ađ sjá hvernig fer í síđustu skákinni í umferđinni eftir ađ hafa lokiđ sinni.  Ţađ er oft ekkert síđra ađ fylgjast međ öđrum snillingunum en ađ ađ tefla sjálfur.

Í leit ađ afţreyingu og spennu mćta margir ţessara ástríđuskákmanna og spennufíkla einnig í RIDDARINN   SKÁKKLÚBBUR ELDRI BORGARA  Ásgarđ daginn áđur ţar sem Ćsir elda grátt silfur hver viđ annan. Ađ uppistöđu til er ţetta sami hópurinn, Ćsir annan daginn og Riddarar hinn.   Í ljósi ţessa hefur orđiđ ađ samkomulagi milli manna ađ frumkvćđi Ása og leggja af svokallađan „Rammaslag" árlega sveitakeppni ţessara skákklúbba eldri borgara, sem haldin hefur veriđ 12 sinnum á 20 borđum.  Kemur ţar til ađ hóparnir eru nánir og hafa blandast vel. Ađ athuguđu máli fer ţví  illa á ađ velja keppendur til ţátttöku eftir áćtluđum styrkleika, kalla til menn utan úr bć og skilja ţá sem minna mega sín eftir útundan. Í ţessa klúbba koma allir til ađ njóta en ekki til ađ hvekkja eđa svekkja hvorki sjálfan sig né ađra  

Aldrei hefur ţurft ađ fella niđur skákfund í Riddaranum vegna veđurs utan hinn  6. mars sl. ţegar  snjóbylinn mikla gerđi svo allt varđ kolófćrt. Bílar tepptir og í árekstrum út um allan bć. En burt séđ frá ţví hafa menn veriđ iđnir viđ kolann í allan vetur og margar skákperlur og skemmtilegar viđureignir litiđ dagsins ljós.  Verst ađ ţćr gleymast jafnóđum.

Sá sem einna mest hefur komiđ sjálfum sér og öđrum á óvart er hinn hćgláti Eyjamađur og Gaflari Össur Kristinsson, efnaverkfrćđingurinn eitursnjalli. Ekki ađeins gerđi hann sér lítiđ fyrir og vann 4 móta kapptefliđ um SKÁKHÖRPUNA međ sannfćrandi hćtti, heldur vann hann mót í báđum klúbbunum sitt hvorn daginn í sömu vikunni og 3 mót í röđ. Svo vann hann líka mótiđ í síđustu viku. Yfirvegađur og traustur skákmađur ţar á ferđ sem lćtur lítiđ yfir sér og ekki má vanmeta. 

SKÁKHARPAN V 2013 20Ađrir stoltir sigurvegarar eru svo ţessir vanalegu banvćnu og eitruđu meistarar Ingimar Halldórsson, Friđgeir K. Hólm,  Guđfinnur R. Kjartansson og Sigurđur E. Kristjánsson, hinn drjúgi hótari. Jón Ţ. Ţór og Ingimar Jónsson eiga ţađ til líka ađ verđa efstir ţegar ţeir mega vera ađ ţví ađ mćta.  Ađrir eru sáttir viđ sitt. Skađi er ađ Sigurđur A. Herlufsen hinn sigursćli hefur nú lagt skákhöndina á hilluna.

Sjá má nánari úrslit í mótum Riddarans undanfariđ í međf. myndasafni eđa á www.riddarinn.net.

PÁSKAMÓT RIDDARANS verđur haldiđ á morgun, miđvikudaginn 27. mars í Vonarhöfn, skáksalnum góđa, ţar sem vegleg Páskaegg verđa til vinnings og vonar í happdrćtti. Heitt á könnunni.

ESE- skákţankar 26.03.13


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sćlir Riddarar Strandbergs.

Gaman er ađ frétta af Rkkur , fjöri ykkar og fćrni. Komi ég ţví ţví lít ég viđ til ykkar á páskamótiđ. Blessunaróskir í Dymbilviku ţegar horft er

móti páskaum og nýju vori.

Gunnţór

Gunnţór Ingason (IP-tala skráđ) 27.3.2013 kl. 00:02

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 75
  • Sl. sólarhring: 77
  • Sl. viku: 241
  • Frá upphafi: 8764684

Annađ

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 147
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband