Leita í fréttum mbl.is

Baráttan um verđlaunin á N1 Reykjavíkurskákmótinu

 

IMG 7487

Nú ţegar átta umferđir af tíu eru búnar á N1 Reykjavíkurskákmótinu er baráttan heldur betur farin ađ harđna. Sex skákmenn eru efstir og jafnir međ 6 vinninga. Ţar á međal Kínverjinn Wei Yi, sem ku víst vera nýlega orđinn 14 og gćti orđiđ yngsti stórmeistari heims ađ móti loknu. Hart er barast um heildarverđlaunin sem nema €15.000.


Ţví var breytt í ár ađ verđlaun N1 Reykjavíkurskakmótinu skiptist jafnt heldur er ţeim skákmönnum sem hafa fleiri Buchols-stig og hafa ţ.a.l. verđur lengur í toppbaráttunni umbunađ sérstaklega. Helmingur verđlauna skiptist jafnt en hinum helmingum er rađađ eftir lokasćti á mótinu (Hort-kerfiđ). Eljanov sem er hćstur á Buchols-stigum fengi ef mótinu lyki nú €3.342 í verđlaun en Ding Liren, sem er neđstur sexmenninganna fengi ađeins €1.067. Ţađ má ţví gera ráđ fyrir ađ menn muni berjast hart áfram í lokaumferđunum, sér í lagi af ţeirra hálfu sem komu seint inn í toppbaráttuna.

Ţrenn aukaverđlaun eru veitt í sex flokkum. Ţar skiptast verđlaun ekki jafnt eftir vinningum heldur er ţeim eingöngu skipt eftir Buchols-stigum. Skođum baráttuna í hverjum aukaverđlaunaflokki.

Skákstig 2201-2400:

Ţar baráttan afar hörđ. Tvćr stúlkur eru efstar og jafnar. Ţađ eru kínverska stúlkan Wang Jue (2375) og úkraínska stúlkan Svetlana Cherednichenko (2307) efstar međ 5,5 vinning. Sex skákmenn koma nćstir međ 5 vinninga og ţeirra á međal eru Dagur Arngrímsson (2375) og Guđmundur Gíslason (2329).

Skákstig 2001-2200:

Ţar er baráttan einnig mjög hörđ. Norski FIDE-meistarinn Richard Bjerke (2131) og Jóhann Ragnarsson (2046) eru efstir međ 5 vinninga. Jón Ţór Bergţórsson (2125) er međal ţriggja sem hafa 4,5 vinning.

Undir 2000 skákstigum:

Ţar eru fjórir skákmenn efstir og jafnir međ 4,5 vinning. Tinna Kristín Finnbogadóttir (1871) er efst allra eftir stigaútreikning en Nökkvi Sverrisson (1990), Volker Kuehnast (1936) og Bjarni Sćmundsson (1935) eru jöfn henni ađ vinningum.

Stigahćstu ungmenni

Veitt eru verđlaun efstu manna fćdda 1997 og síđar. Ţađ kemur ekki á óvart ađ ţar er Wei Yi langefstur og mun vćntanlega hirđa efstu verđlaunin. Í 2.-4. sćti međ 5 vinninga eru Dinara Saduakassova frá Kasakstan, Aryan Tari, Noregi og Wang Yiye, Kína.

Efstir Íslendinga eru Dagur Ragnarsson, Jón Trausti Harđarson og Jón Kristinn Ţorgeirsson međ 4 vinninga.

Kvennaverđlaun:

Ţar er hin georgíska Sopiko Guramishvili efst međ 6 vinninga. Í 2.-3. sćti međ 5,5 vinning eru Wang Jue (2375) og úkraínska stúlkan Svetlana Cherednichenko (2307) sem ţar međ gćtu krćkt sér í tvenn aukaverđlaun.

Bestur árangur miđađ viđ eigin skákstig

Í ţessum útreikningi er reiknađur stigaárangur (Rating performance) alţjóđlega skákstiga ađ frádregnum alţjóđlegum skákstigum viđkomandi.

Ţar er Nansý Davíđsdóttir (384) efst en í nćstum sćtum koma Tinna Kristín (331), Mikael Helin (291), Dagur Kjartansson (280) og Jakob Alexander Petersen (264).



« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 77
  • Sl. sólarhring: 79
  • Sl. viku: 243
  • Frá upphafi: 8764686

Annađ

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 149
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband