Leita í fréttum mbl.is

Ćfingar skákdeildar Fjölnis alla laugardaga frá kl. 11:00 - 12:30

img_6640_1171607.jpgVikulegar skákćfingar Skákdeildar Fjölnis fyrir börn og unglinga hefjast laugardaginn 15. september og verđa ţćr framvegis alla laugardaga í vetur frá kl. 11:00 - 12:30. Ćfingarnar eru í Rimaskóla og er gengiđ inn um íţróttahús skólans. Árangur ţeirra barna sem sótt hafa reglulega skákćfingar Fjölnis hefur veriđ mjög góđur á undanförnum árum og skákdeildin hlotiđ mörg verđlaun og viđurkenningar fyrir árangursríkt starf. Fjölnismenn eiga nánast alla Íslandsmeistara í barna-og unglingaflokkum í skák og á Íslandsmóti unglingasveita 2011 vann A - sveit Fjölnis í fyrsta sinn Íslandsmeistaratitilinn.

Foreldrar áhugasamra barna í Grafarvogi og á höfuđborgarsvćđinu öllu eru hvattir til ađ nýta sérimg_7553.jpg ţessar frábćru skákćfingar Fjölnis sem bjóđast ókeypis. Nauđsynlegt er ađ foreldrar yngstu barna fylgi ţeim á ćfingarnar frá kl. 11:00 - 12:00. Reynt er ađ hafa ćfingarnar fjölbreyttar og skemmtilegar, kennsla og skákmót til skiptis. Bođiđ er upp á ávexti og vatn á hverri ćfingu  og öllum skákmótum lýkur međ verđlaunaafhendingu. Međal leiđbeinenda í vetur verđur ungt afreksfólk í skáklistinni sem á síđustu árum hefur sótt kennslu og ćfingar í úrvalsflokki Skákskóla Íslands og unniđ til fjölda verđlauna jafnt á Íslandi sem erlendis. Má ţar nefna Ingvar Ásbjörnsson, Sigríđi Björgu Helgadóttur og Hjörvar Stein Grétarsson sem öll urđu Íslandsmeistarar og Norđurlandameistarar međ skáksveitum Rimaskóla. Skákdeild Fjölnis verđur í samstarfi viđ Skákakademíu Reykjavíkur og munu kennarar frá akademíunni mćta á nokkrar ćfingar skákdeildarinnar í vetur.

Skákdeild Fjölnis heldur líkt og fyrri ár vegleg barnaskákmót á starfsárinu svo sem Torgmót, páskaeggjaskákmót og sumarskákmót Fjölnis í kringum sumardaginn fyrsta. Skákdeildin hefur einnig skipulagt og haldiđ utan um Skákmót Árnamessu í Stykkishólmi. Síđast en ekki síst ber ađ nefna ađ Skákdeild Fjölnis mun í samstarfi viđ Skákakademíu Reykjavíkur og Skákskóla Íslands efna til ćfingbúđa ađ Úlfljótsvatni helgina 20. - 21. október n.k. Ţetta verđur í annađ sinn sem efnt er til skákbúđa á vegum deildarinnar en í fyrra tókst einstaklega vel til međ skákbúđir í Vatnaskógi ţar sem skákkennsla, leikir, frjáls tími, kvöldvaka og skákmót voru á ţéttskipađri dagskrá. Einstakt og nauđsynlegt tćkifćri fyrir áhugasama skákkrakka. Skákbúđirnar međ nákvćmri dagskrá verđa auglýstar í byrjun október.

Umsjón međ skákćfingum Fjölnis í vetur hefur Helgi Árnason formađur skákdeildarinnar.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 183
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 150
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband