Leita í fréttum mbl.is

Ól-pistill nr. 11 - Góđur sigur - vont tap - Allt í háalofti

Hjörvar í upphafi viđureignar viđ PerúŢađ gekk hörmulega hjá liđinu í opnum flokki í gćr ţegar viđureign gegn Perú tapađist 0,5-3,5.  Kvennaliđiđ náđi hins vegar framúrskarandi úrslitum gegn Suđur-Kóreu, 4-0.  Rússar eru efstir í opnum flokki eftir góđan sigur á ólympíumeisturum Úkraínu en Kínverjar leiđa í kvennaflokki.  Í morgun var ECU-fundur ţar sem hart var tekist á og á morgun hefst FIDE-ţingiđ.

Gćrdagurinn

Ţađ var ađeins Hjörvar Steinn sem gerđi jafntefli í gćr.  Ađrir töpuđu.  Og ekki nóg međ ţađ heldur leit dćmiđ allt bara ágćtlega lengi vel út en stöđur Hannesar, Henriks og Dags hrundu svo allar á mjög skömmum tíma og mjög slćmt, 0,5-3,5, tap stađreynd.  Ein verstu úrslit íslensks liđ á ólympíuskákmóti.  Í Khanty unnum viđ Perú međ sama mun og ţá var reyndar heppnin međ okkur.

Stelpurnar yfirspiluđu S-Kóreu og unnu öruggan 4-0 sigur. Lenka, Hallgerđur, Tinna og Elsa tefldu.  Kvennaliđiđ í upphafi viđureignarGóđ úrslit ţví styrkleikinn var svipađur á 2.-4. borđi.

Umferđ dagsins

Í dag er ţađ svo Afríkuríkiđ Kenýa.  Í fyrsta skipti sem viđ mćtum Kenýa.   Hér hlýtur stórsigur ađ vinnast.  Henrik hvílir.

Kvennaliđiđ mćtir sveit Ástralíu.  Viđ höfum einu sinni mćtt ţeim áđur, áriđ 1984, og ţá vannst 2,5-0,5 sigur.  Ólöf og Sigurlaug unnu ţá en Guđlaug gerđi jafntefli.  Tinna hvílir í dag.

Skákstjórnmál - allt í háa lofti

Í gćr var haldinn stjórnarfundur í Skáksambandi Norđurlanda en allir forsetar skáksambandanna eru hér.   Vorum viđ ađ stilla saman strengi fyrir FIDE- og ECU-fundina og rćđa hvađ megi bćta í Norrćnu skáksamstarfi.  Skemmtilegur og uppbyggjandi fundur, eitthvađ annađ en ECU-fundurinn sem var svo í morgun. 

Kasparov talarECU-fundurinn var sérstakar.  Hann hófst međ skjákynningu frá sambandinu sem gekk ađ miklu leyti á ađ sýna Danaliov međ hinum ýmsum fyrirmönnum.  Kasparov var međ kynningu á Kasparov Foundation og svo kom hér menntamálaráđherra Serbíu, sem er stórmeistari kvenna.  Hef ekki nafiđ.

Ađ ţví loknu fór eiginlega allt í háaloft.  Ali Nihat, forseti tyrkneska skáksambandsins, var međ stanslausa skotárás á Danilov og hans menn.   Taldi of há laun greidd og Danilov ćtti ađ afţakka laun á međan ekki gengur betur ađ ná í styrktarsamninga.

Greint var frá styrktarsamning sem ECU hafđi gert viđ spćnska ferđaađila upp á €25.000. Kom í ljós Norrćnir fulltrúar á ECU-ţingiađ Ali, hafđi samninginn undir höndum, hafđi veriđ lekiđ til hans úr stjórn ECU og sá honum allt til foráttu.  Bauđst til ađ útvega annan styrktarađila međ tvöfaldri upphćđ.  Ţetta var svo rćtt fram og eftir og ađ lokum bauđst af Bareev til ađ útvega nýjan samning međ tvöfaldri upphćđ Ali!  Hvort hann var ađ grínast eđa ekki, veit ég ekki.

Einnig er ljóst ađ einn stjórnarmanna, Theodoros Tsorbatzoglou, frá Grikklandi, er í mikilli stjórnarandstöđu innan stjórnar ECU.   Ali og Grikkinn, Georgios Makrapoulos, voru ţeir en sem greiddu atkvćđi gegn fjárhagsáćtlunar stjórnar en ţeir eru báđir mjög valdamiklir innan FIDE.  Segja má ađ stríđ ríki á milli forystumanna ECU og FIDE og ţađ verđur svo greinilega a.m.k. fram til ársins 2014.

Á morgun hefst FIDE-ţingiđ og á ađ samkvćmt dagskrá ađ standa allan daginn á morgun sem og daginn ţar á eftir.  Pistlaskrif nćstu daga verđa ţví í óreglulegri kantinum. 

Toppbaráttan

Kamsky var í hlýrabolRússar eru efstir međ 15 stig eftir sigur á ólympíumeisturum Úkraína í gćr.  Úkraínumađurinn fyrrverandi, Karjakin, reyndist sinni fyrrverandi ţjóđ erfiđur, vann sína skák.

Kínverjar, Armenar, Bandaríkjamenn, Ţjóđverjar og Filippseyingar koma nćstir međ 13 stig.  Ţeir síđastnefndu hafa komiđ verulega á óvart og lögđu Englendinga í gćr ţar sem Torre heldur áfram ađ brillera og vann nú Short.

Rússar og Kanar mćtast á fyrstaborđi.  Kamsky mćtti í hlýrabol og međ derhúfu.  Enginn lék fyrsta leikinn í dag!

Kínverjar eru efstir í kvennaflokki međ 14 stig, Rússar, Frakkar, Indverjar og Úsbekar hafa 13 stig.

Norđurlandamótiđ:

Eftir úrslit gćrdagsins erum viđ orđnir neđstir Norđurlanda međ 7 stig.  Danir, sem unnu Norđmenn, eru efstir međ 11 stig, en ţeir hafa veriđ býsna heppnir međ andstćđinga umferđ eftir umferđ, og hafa ávallt mćtt sveitum sem teljast veikari en ţeir.  Meira ađ segja í dag, ţegar ţeir mćta Makedóníumönnum.

Svíar, Finnar og Norđmenn hafa 9 stig og Fćreyingar hafa 8 stig eftir tvo sigra í röđ.

Stađan í opnum flokki:

Rk.

SNo

Team

TB1

TB2

TB3

TB4

26

39

Denmark

11

144

21,5

52

46

34

Sweden

9

141

19,5

64

53

52

Finland

9

132,5

18,5

66

57

54

Norway

9

119

18

65

81

74

Faroe Islands

8

91

18

55

88

51

Iceland

7

117

16

72

 

Eftir úrslitin í gćr erum viđ komnir í 3. sćti í kvennaflokki međ 8 stig eins og Danir.  Svíar eru efstir međ 9 stig, Norđmenn hafa 7 stig og Finnar reka lestina međ 6 stig.

Stađan í kvennaflokki:

Rk.

SNo

Team

TB1

TB2

TB3

TB4

51

46

Sweden

9

90,5

17

62

66

51

Denmark

8

88

15

64

70

62

Iceland

8

75,5

16

54

72

40

Norway

7

101,5

16

60

92

77

Finland

6

70

12

62


Nóg í bili.

Gunnar Björnsson


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 83
  • Sl. viku: 236
  • Frá upphafi: 8764693

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 140
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband