Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Svetozar Gligoric

GligoricSerbneski stórmeistarinn Svetozar Gligoric, sem lést ţann 14. ágúst sl. 89 ára ađ aldri, var á tímum ríkjasambandsins Júgóslavíu, sem Jósep Tito hélt saman, ţekktasti og virtasti skákmađur Júgóslava. Áđur en hann haslađi sér völl á skáksviđinu barđist hann í Svarfjallalandi gegn ítölsku innrásarliđi á dögum seinni heimsstyrjaldar. Hafđi sú reynsla mikil áhrif á hann. Hér á landi klingdi nafn Gligoric alltaf annađ veifiđ í eyrum manna, frá dögum millisvćđamótsins í Portoroz og sex árum síđar ţegar fyrsta Reykjavíkurskákmótiđ fór fram. Hann starfađi einnig sem blađamađur og rithöfundur og var stundum í ţeirri óvenjulegu ađstöđu ađ fjalla um ýmsa viđburđi og vera jafnframt ţátttakandi í ţeim sjálfur. Hann var skákskýrandi tímaritsins Skákar á međan „einvígi aldarinnar" stóđ, og ritađi vinsćla bók um einvígiđ. Í viđtali viđ Fischer náđi Gligoric ađ veiđa upp úr hinum nýbakađa heimsmeistara upplýsingar um ţađ hvernig hann hefđi undirbúiđ sig fyrir lokaskákina.

Áriđ 1978 buđu Gligoric og Friđrik sig fram í kjöri til forseta FIDE. Sá ţriđji var Rafael Mendes frá Puerto Rico en kosningin fór fram međ tveim umferđum. Rafael Mendes fékk flest atkvćđi í fyrri umferđ en Friđrik fékk einu atkvćđi meira en Gligoric og var kjörinn forseti FIDE eftir seinni unmferđina. Á sextíu ára afmćlismóti Friđriks í Ţjóđabókhlöđunni var Gligoric mćttur ásamt Smyslov, og Larsen og ýmsum fleiri stórmeisturum.

Gligoric vann ótal mót um dagana og var ţrisvar í hópi áskorenda. Ţegar hugađ er ađ skákum hans koma margir snjallir sigrar yfir Tigran Petrosjan strax upp í hugann, einnig fjórir sigrar yfir Bobby Fischer og svo mćtti lengi telja. Hann var alla tíđ mikill byrjanasérfrćđingur og lengi var kóngsindverska vörnin í miklu uppáhaldi hjá honum:

Amsterdam 1970:

Vlastimil Hort - Svetozar Gligoric

Kóngsindversk vörn

1.d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. f3 O-O 6. Be3 b6 7. Bd3 a6 8. Rge2 c5

Samisch-afbrigđiđ gegn kóngsindversu vörninni sem hefst međ 5. f3 gerđi Gligoric oft gramt í geđi og leiđin sem hann valdi í ţessar skák var aldrei talin góđ en dugđi samt!

9. e5 Rfd7 10. exd6 exd6 11. Dd2 Rc6 12. Be4! Bb7 13. O-O-O Rf6 14. Bxc6 Bxc6 15. Bg5 Hc8 16. d5 Bd7 17. Rg3 He8!

Frumkvćđiđ er kirfilega í höndum hvíts en hér fćddist hugmynd ađ skiptamunsfórn.

18. Df4 He5 19. Rce4

Betra var 19. h4 h5 og enn er skiptamunsfórn á g5 inni í myndinni.

19. ... Hxg5! 20. Dxg5 b5! 21. Rxd6 Hb8

Ađstađa hvíts er býsna varasöm ţrátt fyrir liđsmuninn. Hort var alla tíđ mikill varnarjaxl og taldi sig geta hrundiđ atlögu Gligoric.

22. Rge4 h6 23. De3 Rxe4 24. Rxe4 bxc4 25. Hd2 Da5 26. Kb1 c3 27. Hc2 Bd4 28. De1 Da3 29. Rxc3 Bf5 30. Ka1

Biskupar svarts eru ógnandi en varnir hvíts virđast traustar. En Gligric átti tromp upp í hendinni.

g98pg8go.jpg( STÖĐUMYND )

30. ... Hxb2 31. Hxb2 Bxc3 32. Dc1 c4! 33. d6 Bf6 34. Hd1 c3 35. Hc2!

Ekki 35. Hb8+ Kg7 36. Dxa3 c2+! og vinnur.

35. ... Da4 36. d7 Bxd7 37. g4?

Og hér var betri vörn fólgin 37. Hxd7 Dxd7 38. g4. Sú stađa er sennilega jafntefli.

37. ... Be6 38. He1 Bb3! 39. Hee2 Bxa2!

Gerir út um tafliđ, eftir 40. Hxa2 c2+ 41. Db2 kemur 41. .... c1(D) mát.

40. Dxh6 Bc4 41. Kb1 Be7

- og Hort gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

-------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 19. ágúst 2012.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 273
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 147
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband