Leita í fréttum mbl.is

KR-kapp: Gunnar Birgisson sigrađi og gekk til hvílu

Gunnar I. BirgissonHart er tekist á hjá KR í Frostaskjólinu öll mánudagskvöld áriđ um kring. Ţar er skákmönnun ekki meinađ ađ tefla sín á milli yfir sumarmánuđina svo ţeir geti reitt arfa, bograđ sér til dundurs eđa bardúsađ viđ ýmis störf sem ekki reyna allt of mikiđ á hugsunina eđa ímyndarafliđ - ţví ţađ sé svo gott ađ  hvíla heilasellurnar yfir sumariđ ţar til skáksalirnir opna dyr sínar á ný ađ hausti.

Ţessu er Kristján Stefánsson formađur ósammála og kallar liđ sitt saman til tafls jafnt sumar sem vetur til undirbúnings fyrir herleiđrangra á önnur lönd, nú er ţađ Holland sem gera skal innrás í á hvítum reitum og svörtum um Hvítasunnuhelgina. Allir velkomnir ađ slást í för.  Áđur hefur veriđ bariđ á Fćreyingum, Skotum, Dönum og Ţjóđverjum međ góđum árangri á 20 borđum en nú stendur til ađ taka hús á HMC skákklúbbnum í Hertogenbosch eđa Den Bosch, sem hin forna borg Hollands er nú kölluđ, skammt sunnan viđ Amsterdam.  

KR-skákkvöldin hefjast kl. 19.30, tefldar 13 umferđir međ 7 mín. uht. svo ţeim er oft ekki lokiđ fyrir en upp úr kl. 23 og menn ţví ekki komnir heim til sín fyrr en um miđnćtti til ađ ganga beint til hvílu, a.m.k. ţeir sem eiga langt ađ.

Efstur í 22ja manna kappinu í fyrrakvöld var enginn annar en hinn kunni  bćjarstjórnarmađur Gunnar Birgisson, sem er greinilega ţungaviktarmađur á skákborđinu líka ţví hann hann sigrađi glćsilega međ 10 vinningum. Ţetta var 5 mótiđ sem hann er međ í og gamlir taktar greinilega ađ taka sig upp.  Annar varđ hinn ţolinmóđi Stefán Ţormar Guđmundsson međ 9.5 v, í 3.-4.sćti hinir sísigursćlu  Dr. Ingimar Jónsson og Sigurđur Herlufsen međ 9 v. og síđan KriSt, formađurinn sjálfur, međ 8.5v. og sýndi mönnum hvernig á landa vinningum ţrátt fyrir verri stöđu oftast nćr.  Ţar gildir ađ vera útsjónarsamur og ţrautgóđur á raunastund.

Frćg er vísan eftir Sigurkarl Stefánson, menntaskólakennara,  sem hann orti ţegar Ingvar Ásmundsson, heitin, bar sigur af Nonu Gaprindashvili, heimsmeistara kvenna í Lídó áriđ 1964 ţegar 1. Reykjavíkurskákmótiđ var haldiđ, sem kom upp í hugann í ţessu sambandi, ţegar menn eru ađ staulast heim til sín sigrihrósandi undir miđnćtti,  á ţessa leiđ:

„Afskiptur öllu víli

Ingvar Gaprindasvílu

Međ sínu sexappíli

sigrađi og gekk til hvílu"  

 

Meira á www.kr.is  (skák)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 83
  • Sl. viku: 236
  • Frá upphafi: 8764693

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 140
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband