Leita í fréttum mbl.is

Friđrik Ólafsson međ fjöltefli í Hörpu

Helgi, Friđrik og Stefán

Friđrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslandssögunnar, teflir fjöltefli viđ nokkur efnilegustu börn og ungmenni landsins í Hörpu laugardaginn 3. desember klukkan 13.

Friđrik verđur 77 ára í janúar og er nýkominn af alţjóđlegu skákmóti í Hollandi. Senn eru liđin 60 ár síđan hann varđ Íslandsmeistari í fyrsta sinn, áriđ 1952. Ári seinna varđ Friđrik Norđurlandameistari og á nćstu árum komst hann í hóp bestu skákmanna heims. Međ afrekum sínum skapađi Friđrik skákbylgju um allt Ísland. Hann sigrađi á stórmótum, komst langt í heimsmeistarakeppni og sigrađi fleiri heimsmeistara en nokkur Íslendingur.

Vignir vopnađur rússneskri húfu og Dawid

Skákskóli Íslands og Skákakademía Reykjavíkur standa ađ fjölteflinu í Hörpu á laugardaginn. Tíu börn og ungmenni á grunnskólaaldri tefla viđ Friđrik. Jafnframt munu Skákskólinn og Skákakademían kynna starf sitt, sem er fjölbreytt og kraftmikiđ.

Össur Skarphéđinsson utanríkisráđherra mun flytja setningarávarp. Ţess má geta ađ ráđherrann heimsótti höfuđstöđvar rússneska skáksambandsins í vikunni, auk ţess sem skák bar á góma í viđrćđum hans viđ Sergey Lavrov utanríkisráđherra Rússlands.

Fjöltefliđ hefst stundvíslega klukkan 13 og er áćtlađ ađ ţađ standi í rúmlega tvćr klukkustundir. Gestir eru velkomnir til ađ fylgjast međ ungu meisturunum glíma viđ meistara Friđrik

Myndaalbúm frá Skákskóla Íslands (HJ) 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

3. Nóvember !

Geir (IP-tala skráđ) 30.11.2011 kl. 00:04

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 5
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 188
  • Frá upphafi: 8764059

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 155
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband