Leita í fréttum mbl.is

Jónsmessumót Riddarans: Sigurđur Herlufsen vann

RIDDARINN JÓNSMESSA 1Ađ venju var vel mćtt í Vonarhöfn sl. miđvikudag ţar sem "Riddarar reitađa borđsins" mćtast til tafls vikulega allan ársins hring í von um vinning. Sumir telja sig líka eiga harms ađ hefna frá fyrri viđureignum viđ vopnabrćđur sína,  nú stađráđnir í ţví ađ berjast til síđasta blóđdropa en ţó allt í góđu og međ kristilegu hugarfari eins og sćmir húsakynnum Hafnarfjarđarkirkju.

Hvorki fćrri né fleiri en 23 skákmenn voru mćttir til leiks RIDDARINN JÓNSMESSA 26ţrátt fyrir sól og sumaryl, fegnir ađ komast í forsćluna til leika andstćđinga sína grátt, ungir í anda ţrátt fyrir aldur og fyrri störf, í ţessu vikulega "Unglingamóti öldunga", sem ađ ţessu sinni var helgađ Jónsmessunni. Í leikhléi var tekin hópmynd af keppendaskaranum úti í góđa veđrinu "í víngarđi drottins" fyrir sagnfrćđinga framtíđarinnar.

Tekist var hart á eins og vćnta mátti í móti ţar sem allir geta unniđ alla á góđum degi, enda varđ raunin sú ađ allir urđu ađ lúta í gras fyrir einhverjum annađ hvort međ máti, gjörtapađa stöđu eđa einfaldlega fallnir á tíma. 

RIDDARINN JÓNSMESSA 23Ţađ kom ţó engum á óvart ađ Sigurđur A. Herlufsen, hinn margumtalađi,  var hlutskarpastur ţegar upp var stađiđ eftir 11 umferđir međ ţó einungis ađeins 8.5 vinninga, sem dugđu ađ ţessu sinni til "sigurđs".  SigHer hefur veriđ á sigurbraut undanfariđ, unniđ ţar međ  3 af síđustu sex mótum og alls 7 mót ţađ sem af er ári.  Í öđru sćti varđ Ingimar Halldórsson međ 8 og jafnir í 3.-4. sćti Egill Ţórđarson og  Dr. Ingimar Jónsson, 5.-6. "atvinnumennirnir" Páll G. Jónsson og Kristján Stefánsson, hrl., međ 7.5 vinning og ađrir, margir harđskeyttir gamalreyndir kappar, međ  ögn minna,  sem segir sína sögu um harđa keppni, sbr. međf. mótstöflu, sjá einnig: www.riddarinn.net

 

RIDDARINN JÓNSMESSA

 

Myndaalbúm (ESE)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 20
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 166
  • Frá upphafi: 8764516

Annađ

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 127
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband