Leita í fréttum mbl.is

Gunnar endurkjörinn forseti SÍ - Gylfi kjörinn heiđursfélagi

Gunnar forzetiGunnar Björnsson var endurkjörinn forseti Skáksambands Íslands á ađalfundi Skáksambandins sem fram fór í dag á átakalitlum fundi.  Gylfi Ţórhallsson var kjörinn heiđursfélagi Skáksambands Íslands fyrir frábćrt starf í gegnum tíđina en Gylfi hefur veriđ 27 ár í stjórn Skákfélags Akureyrar, ţar af 15 sem formađur, hefur veriđ kjördćmisstjóri Norđurlands eystra, stýrt ýmsum mótum fyrir norđan og má ţar nefna m.a. alţjóđleg skákmót. Ađalfundarmenn stóđu upp fyrir Gylfa allir sem einn og gáfu honum verđskuldađ lófaklapp.  

Í upphafi mótsins fór Gunnar yfir helstu ţćtti starfsemi sambandsins á liđnu ári.  Nefndi hann m.a. mjög vel heppnađ Reykjavíkurskákmót, góđa frammistöđu íslensku landsliđina á Ólympíuskákmótinu, Íslandsmeistaratitil Héđins og fjóra Norđurlandameistaratitla sem komu í hús á liđnu starfsári.  

Gunnar fór einnig yfir ţađ sem er framundan á komandi starfsári.  Má ţar nefna Reykjavíkurskákmótiđ en vinna í kringum ţađ er ţegar hafin, EM landsliđa, EM ungmenna en stefnt er ađ senda fulltrúa á ţađ í ár ţótt ţađ verđi ekki í sama stíl og árin 2007-08.  

Fariđ var yfir reikninga félagsins en afkoman á liđnu ári var góđ en félagiđ skilađi tćpri milljón í hagnađ ţrátt fyrir Ólympíuskákmót og Reykjavíkurskákmót.  

Gunnar var endurkjörinn forseti međ lófaklappi.  Međ honum í stjórn voru sjálfkjörin í ađalstjórn eftirtalin: Eiríkur Björnsson, Halldór Grétar Einarsson, Helgi Árnason, Ingibjörg Edda Birgisdóttir Róbert Lagerman og Stefán Bergsson.

Eiríkur og Róbert voru í varastjórn en Ingibjörg Edda er ný.  Úr stjórn gengu Guđný Erla Guđnadóttir, Kristján Örn Elíasson og Magnús Pálmi Örnólfsson.

Í varstjörn voru kjörin Pálmi R. Pétursson, Andrea Margrét Gunnarsdóttir, Ţorsteinn Stefánsson og Haraldur Baldursson.  

Pálmi var fyrir í varastjórn en önnur koma ný inn.  Haraldur er gamall stjórnarjaxl og var um tíma varaforseti.  Andrea og Ţorsteinn eru skákforeldrar.  Edda Sveinsdóttir gengur úr stjórn.

Af lagabreytingatillögum hlutu tvćr tillögur frá Halldóri Grétar náđ fyrir augun stjórnarmanna en ađrar tillögur voru felldar eđa vísađ til stjórnar SÍ.

Tillaga Gunnars um ađ stefna ađ ţví ađ endurvekja Tímaritiđ Skák var samţykkt og vísađ til stjórnar til frekari vinnu. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 174
  • Frá upphafi: 8764617

Annađ

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 138
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband