Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Landsliđsflokkur: Fjórđa umferđin hafin - mannsfórn í fjórđa leik

4. Rxf7Fjórđa umferđ landsliđsflokks hófst nú kl. 14 á Eiđum.  Allar skákir dagsins eru sýndar beint nú sem endranćr.  Í dag mćtast međal annars: Róbert - Henrik, Jón Árni - Héđinn og Stefán - Bragi.   Taflmennska í áskorendaflokki hefst ekki fyrr en kl. 18 í dag.  Myndir frá upphafi umferđarinnar eru komnar í myndaalbúmiđ.   Óhćtt er ađ segja um umferđin hafi hafist međ látum ţví Stefán fórnađi manni í fjórđa leik gegn Braga.

Í gćr fóru flestir skákmannanna niđur á Kaffi Egilsstađi eftirRóbert og Henrik umferđ og horfđu á körfuboltaleik Stjörnunnar og KR.  Ekki var verra ađ hafa međ í för ţrautreyndan körfuboltadómara, Ingvar Ţór Jóhannesson, sem kom á framfćri ýmsum fróđleik.  Mikiđ var svo rćtt um leik Arsenal og Liverpool í gćr ţar sem Liverpool jafnađi metin međ lokaskoti leiksins á 102. mínútu úr víti.   Í kvöld verđur ţađ svo vćntanlega handboltinn. 

Í morgun fór svo hluti skákmannanna í sund og hittu ţar fyrir, fyrrverandi heilbrigđismálaráđherra og heiđursfélaga í Skákfélagi Vinjar, Jón Kristjánsson.

Austlendingar fá mikiđ hól fyrir frábćran viđurgjörning en ţeir hugsa ákaflega vel um sína gesti.  Til fyrirmyndar.

 

Stađan fyrir umferđina:

 

Rk. NameRtgPts. TB1Rprtg+/-
1GMDanielsen Henrik 25333231036,6
2GMSteingrimsson Hedinn 255431,531196,1
3IMThorfinnsson Bragi 24172,52,525745,5
4IMKristjansson Stefan 248321,52473-0,4
5GMThorhallsson Throstur 238712,252353-1,3
6FMLagerman Robert 232011,252288-1,8
7 Halldorsson Jon Arni 21951122894,3
8 Gislason Gudmundur 2291102234-3,9
9FMJohannesson Ingvar Thor 23380,50,52179-8,4
10IMKjartansson Gudmundur 2327001659-10

 

 


Hannes međ góđan endasprett í tékknesku deildkeppninni

Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson tefldi tvćr skákir í tékknesku deildakeppninni um helgina.  Honum gekk vel um helgina og náđi 1,5 vinning í 2 skákum gegn stórmeisturum.  Honum gekk hins vegar ekki vel í heildina séđ, fékk 3 vinninga í 6 skákum og tapar 4 stigum fyrir frammistöđu sína.

Chess-Results


Sigurđur sigrađi á 15 mínútna móti

Ígćr  tefldu skákfélagsmenn (SA) 15 mínútna mót međ 15 mínútna umhugsunartíma.  Átta skákmenn mćttu til leiks og tefldu einfalda umferđ, allir viđ alla.

Leikar fóru ţannig ađ Sigurđur Arnarson sigrađi örugglega međ 6,5 vinninga af 7 mögulegum, leyfđi ađeins jafntefli gegn Sveinbirni Sigurđssyni. Tómas Veigar Sigurđarson var í öđru sćti međ 5,5 vinninga og Hjörleifur Halldórsson ţriđji međ 4,5.

Nćst á dagskrá hjá félaginu er Bikarmótiđ n.k. fimmtudag kl. 13.

Lokastađa efstu manna:

SigurđurArnarson                             6,5
Tómas Veigar Sigurđarson                 5,5
Hjörleifur Halldórsson                       4,5
Haki Jóhannesson                              4

Sjá nánar á vefsíđu SA (myndir og tafla)


Öđlingamót: Pörun fimmtu umferđar

Í dag voru tefldar tvćr frestar skákir úr 4. umferđ skákmóts öđlinga.  Pörun 5. umferđar, sem fram fer miđvikudaginn 27. apríl liggur ţví fyrir.  Nógur tími til ađ stúdera andstćđinginn!

Skákir 1.-3. umferđar fylgja međ, innslegnar af Ólafi Ásgrímssyni.


Röđun 5. umferđar:

Bo.NamePts.Result Pts.Name
1Gunnarsson Gunnar K       Thorsteinsson Thorsteinn 
2Gudmundsson Kristjan       3Thorhallsson Gylfi 
3Ragnarsson Johann 3      3Jonsson Pall Agust 
4Thorvaldsson Jon 3      3Hjartarson Bjarni 
5Valtysson Thor 3      Thorsteinsson Bjorn 
6Loftsson Hrafn       Gardarsson Halldor 
7Gudmundsson Sveinbjorn G       Halldorsson Bragi 
8Bjornsson Eirikur K       Sigurdsson Pall 
9Ragnarsson Hermann       2Palsson Halldor 
10Kristinsdottir Aslaug 2      2Isolfsson Eggert 
11Eliasson Kristjan Orn 2      2Fridthjofsdottir Sigurl  Regin 
12Jonsson Olafur Gisli 2      2Olsen Agnar 
13Gunnarsson Sigurdur Jon 2      Jonsson Sigurdur H 
14Solmundarson Kari       Ingvarsson Kjartan 
15Jonsson Loftur H       Bjornsson Yngvi 
16Schmidhauser Ulrich       1Hreinsson Kristjan 
17Baldursson Haraldur 1      1Thrainsson Birgir Rafn 
18Jonsson Pall G 1      1Eliasson Jon Steinn 
19Hermannsson Ragnar ˝      ˝Adalsteinsson Birgir 
20Kristbergsson Bjorgvin 0      ˝Johannesson Petur 


Skákţáttur Morgunblađsins: Endurkoma skákdrottningarinnar

Judith PolgarÍslensku skákmennirnir sem tefldu á Evrópumeistaramóti einstaklinga í Aix Le Bains í Suđaustur-Frakklandi sem lauk um síđustu helgi, Hannes Hlífar Stefánsson, Bragi Ţorfinnsson og Lenka Ptacnikova, náđu sér aldrei almennilega á strik í stóru og öflugu móti ţar sem tefldu tćplega 400 skákmenn, ţar af 163 stórmeistarar. Hannes var međ á ţessu móti í fyrra og er á svipuđum slóđum og ţá, hlaut 6˝ v. af 11 mögulegum og varđ í 119. sćti. Bragi hlaut 5 v. og varđ í 260. sćti og Lenka fékk sama vinningafjölda en rađast í 265. sćti.

Á Evrópumótinu var keppt um 23 sćti á heimsbikarmóti FIDE. Fjórir skákmenn tylltu sér í efsta sćtiđ en stigaútreikningur úrskurđađi ađ Evrópumeistari 2011 sé rússneski stórmeistarinn Vladimir Potkin:

1.-4. Potkin ( Rússlandi), Wojtaszek (Póllandi ), Judit Polgar ( Ungverjalandi ) og Moissenko ( Rússlandi ) 8 ˝ v.

Í 5.-15. sćti međ 8 vinninga komu ýmsir ţekktir meistarar ţ.ám. Peter Svidler og sá sem mesta athygli vakti, franski stórmeistarinn Sebastian Feller sem varđ í 7. sćti. Dimmur skuggi hvíldi yfir ţátttöku hans eftir svindlmáliđ frá síđasta Ólympíumóti en keppnisbann franska skáksambandsins er ekki gengiđ í gildi. Mikil tortryggni ríkti á skákstađ í Frakklandi og búast má viđ ţví ađ gerđar verđi sérstakar ráđstafanir á mótum í framtíđinni til ađ girđa fyrir svindl af ţessu tagi.

Sól skákdrottningarinnar Juditar Polgar skein skćrt. Hún hefur fyrir nokkru stofnađ fjölskyldu, eignast tvö börn og ekki veriđ jafn mikiđ í sviđsljósinu og áđur. Hefur ţó engu gleymt og ýmislegt lćrt og tefldi af miklum krafti. Ţessi sigur hennar markar í raun endurkomu hennar á leiksviđ ţeirra allra bestu. Í hverju liggur svo styrkur hennar? Margir ţćttir leika ţar saman en alltaf skín í gegnum taflmennsku hennar hversu mikils hún metur frumkvćđiđ og er ćvinlega tilbúin ađ láta liđsafla af hendi til ţess ađ geta ráđiđ ferđinni. Ađ ţessu leyti á hún samleiđ međ sínum gamla erkifjanda, Garrí Kasparov. Eftirfarandi skák sem tefld var í 10. umferđ er gott dćmi um ţetta. Strax í 16. leik setur Judit af stađ atburđarás ţar sem hún er viđ stjórnvölinn frá byrjun til enda:

Judit Polgar - Viorel Jordaseschu

Caro-Kann vörn

1. e4 c6 2. d4 d5 3. e5 Bf5 4. Rd2 e6 5. Rb3 Rd7 6. Rf3 Bg6 7. Be2 Rh6 8. O-O Rf5 9. c3 Hc8 10. Bf4 c5 11. dxc5 Bxc5 12. Rxc5 Rxc5 13. Bb5+ Rd7 14. Bg5 Dc7. 15. c4 a6.

ga6naftl.jpg16. cxd5!? axb5 17. Hc1 Db8 18. dxe6 fxe6 19. Db3 Rf8?!

Hér var 19. ... Kf7 eđa 19. ... Hc4 betra.

20. Dxb5+ Kf7 21. Hxc8 Dxc8 22. Hc1 Db8 23. g4 Rh6 24. Db4!

Ţađ er aldrei friđur!

24. ... Kg8 25. Bxh6 gxh6 26. De7 De8 27. Dxb7 Da4 28. b4

Ekki 28. Hc7 vegna 28. ...Dxg4+ og svartur vinnur!

28. ... Be8 29. De7 Dd7 30. Hc7!

Manni undir getur hvítur leyft sér drottningakaup.

30. ... Dxe7 31. Hxe7 Bc6 32. Rd4 Bd5 33. b5 Rg6 34. Hc7 Rxe5 35. f4 Rf7 36. f5 exf5 37. Rxf5 Be6 38. b6 Bxf5 39. gxf5 Kg7 40. b7 Hb8 41. a4!

Eftir óađfinnanlega taflmennsku rennur a-peđiđ af stađ. Svartur er varnarlaus. 41. ... Kf6 42. a5 Rd6 43. a6 Kxf5 44. a7 Hg8 45. Kf2 Rxb7 46. Hxb7 Ha8 47. Ke3Ke5 48. Hxh7 Hc8 49. Kd3 Kd5 50. Hxh6 Kc5 51. Ha6 Ha8 52. h4 Kb5 53. Ha1 Kb6 54. Ke4

- og svartur gafst upp.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 10. apríl 2011.

Skákţćttir Morgunblađsins


Héđinn og Henrik leiđa enn á Íslandsmótinu í skák - engin jafntefli

HenrikStórmeistararnir Héđinn Steingrímsson og Henrik Danielsen héldu sínu striki í 3. umferđ á Íslandsmótinu í skák sem fram fer á Eiđum, rétt fyrir utan Egilsstađi.  Héđinn vann Guđmund Kjartansson en Henrik vann Ţröst Ţórhallsson.   Ţeir hafa báđir fullt hús vinninga.  

Bragi Ţorfinnsson kemur í humátt á eftir međ 2,5 vinning eftir sigur á Róberti Lagerman.   Stefán Kristjánsson er fjórđi međ 2 vinninga eftir sigur á Ingvari Ţór Jóhannessyni.    Nćstu menn hafa 1 vinning og eitthvađ gćti bent til tvískipts mót.  Jón Árni Halldórsson vann svo Guđmund Gíslason en hart er barist í hverri skák og engri lauk međ jafntefli. Henrik og Guđmundur K.   

Fjórđa umferđ fer fram á morgun og hefst kl. 14.  Ţá mćtast međal annars: Róbert-Henrik, Jón Árni-Héđinn og Stefán-Bragi.  


Stađan:

 

Rank NameRtgPtsSB
1GMHenrik Danielsen253332,00
2GMHedinn Steingrimsson255431,50
3IMBragi Thorfinnsson24172,50
4IMStefan Kristjansson248321,50
5GMThrostur Thorhallsson238712,25
6FMRobert Lagerman232011,25
7 Jon Arni Halldorsson219511,00
8 Gudmundur Gislason229110,00
9FMIngvar Thor Johannesson2338˝0,50
10IMGudmundur Kjartansson232700,00

 

Vel fer um keppendur á ţessu forna höfuđbóli en Íslandsmótiđ nú er ţađ fyrsta sem fram fer á Austurlandi í 21 ár ţegar mótiđ fór fram í Höfn í Hornafirđi.  Ţá sigrađi Héđinn Steingrímsson, yngstur allra í skáksögunni, 15 ára, og ţađ met stendur enn.   

 


Landsliđsflokkur: Ţriđja umferđ hafin - fyrsta stórmeistarauppgjöriđ

Henrik og ŢrösturŢriđja umferđ landsliđsflokks Íslandsmótsins í skák hófst kl. 14.  Allar skákir umferđarinnar sem eru sem fyrr sendar ţráđbeint á vefsíđu mótsins.   Í dag fer fram fyrsta stórmeistarauppgjöriđ en Henrik Danielsen og Ţröstur Ţórhallsson mćtast.  Héđinn Steingrímsson teflir hins vegar viđ Guđmund Kjartansson.  Ekki er teflt í áskorendaflokki í dag.

Lífiđ á Eiđum/Egilsstöđum er sífellt ađ komast í fastari skorđur.  Í gćr fóru flestir keppenda á Kaffi Egilsstađa eftir skák og horfđu á leik Real Madrid og Barcelona og í dag fóru allmargir ţeirra í sund áđur en haldiđ var í matinn á Kaffi Egilsstöđum.

Smá ólag var á beinu útsendingunni í nokkrar mínútur í gćr.  Ţar sem skákmenn eru ţekktir fyrir mikiđ jafnađargeđ hefur ţađ vćntanlega ekki valdiđ mönnum miklum pirringi, sennilega minni pirringi en viđ vond úrslit í fótboltaleikjum.   Útsendingarstjórinn stefnir ótrauđur ađ reyna ađ gera sitt besta til ađ koma í veg fyrir ađ slíkt endurtaki sig.

Stađan:

 

Rk. NameRtgPts. TB1rtg+/-
1GMSteingrimsson Hedinn 255421,54
2GMDanielsen Henrik 2533203,6
3IMThorfinnsson Bragi 24171,50,51,8
4GMThorhallsson Throstur 238711,251,7
5IMKristjansson Stefan 248311-3,5
6FMLagerman Robert 232010,753,8
7 Gislason Gudmundur 2291105,6
8FMJohannesson Ingvar Thor 23380,50,5-3,8
9IMKjartansson Gudmundur 232700-7,9
  Halldorsson Jon Arni 219500-5,1

 

 

 


Héđinn og Henrik efstir á Íslandsmótinu í skák

HéđinnStórmeistararnir Héđinn Steingrímsson og Henrik Danielsen eru efstir og jafnir međ 2 vinninga ađ lokinni 2. umferđ landsliđsflokks sem fram fór í dag á Eiđum.  Héđinn vann Ingvar Ţór Jóhannesson og Henrik vann Jón Árna Halldórsson.  Guđmundur Gíslason vann nafna sinn Kjartansson.  Mikiđ tímahrak og spennandi skákir einkenndu umferđina.  Mesta fjöriđ var hjá Róberti Lagerman og Stefáni Kristjánssyni ţar sem Róbert fórnađi manni og tveimur hrókum en um síđir endađi skákin međ ţráskák.  Skák Ţrastar Ţórhallssonar og Braga Ţorfinnssonar endađi svo einnig međ jafntefli.  Bragi er ţriđji međ 1,5 vinninga.   Jón Árni og Henrik

Ţriđja umferđ fer fram á morgun og hefst kl. 14.  Ţá mćtast m.a. Henrik-Ţröstur, Héđin-Guđmundur K. og Bragi-Róbert.

Vel fer um keppendur á ţessu forna höfuđbóli en Íslandsmótiđ nú er ţađ fyrsta sem fram fer á Austurlandi í 21 ár ţegar mótiđ fór fram í Höfn í Hornafirđi.  Ţá sigrađi Héđinn Steingrímsson, yngstur allra í skáksögunni, 15 ára, og ţađ met stendur enn.   

 


Ellefu skákmenn efstir í áskorendaflokki

Ellefu skákmenn eru efstir og jafnir međ 2 vinninga ađ lokinni 2. umferđ áskorendaflokks sem fram fór í dag.  Úrslit voru ađ mestu leyti eftir bókinni, ţ.e. hinir stigahćrri unnu almennt hina stigalćgri.  Frídagur verđur á morgun en ţriđja umferđ fer fram á mánudag og hefst kl. 18.

Úrslit og pörun má nálgast á Chess-Results.



Landsliđsflokkur: Önnur umferđ hafin

Ţröstur og BragiÖnnur umferđ landsliđsflokks Íslandsmótsins í skák er rétt nýhafin.  Allar skákir umferđarinnar eru sýndar beint á vefsíđu mótsins og ţar má einnig finna myndir frá umferđinni.   Önnur umferđ áskorendaflokks hófst einnig kl. 14 og eru ţar ţrjár skákir sýndar beint.

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 8
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 117
  • Frá upphafi: 8778888

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 87
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband