Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Krakkarnir skelltu skáksveit Morgunblađsins: Skemmtileg heimsókn í Hádegismóa

Skák í HádegismóumVel var tekiđ á móti Úrvalsliđi Skákakademíunnar á Morgunblađinu í hádeginu á fimmtudag, enda mikil skákhefđ ţar á bć. 

Helgi Áss Grétarsson sér um daglegar skákţrautir og Helgi Ólafsson skrifar vikulega pistla í Moggann, sem ţar ađ auki fylgist mjög vel međ skáklífinu, jafnt innan lands sem utan.

Morgunblađiđ tefldi fram 10 manna sveit, og voru margir kunnir kappar í ţeim hópi. Úrvalsliđiđ sýndi hinsvegar mátt sinn, og sigrađi međ nokkrum yfirburđum.

Tefldar voru tvćr umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma. Í fyrri umferđinni fór Akademían međ sigur af hólmi, hlaut 8 vinninga gegn 2. Sú seinni endađi líka međ sigri krakkanna, sem fengu 7,5 vinning gegn 2,5.

Felix SteinţórssonStefán Bergsson, sem velur Úrvalsliđiđ hverju sinni, kallađi til marga efnilegustu krakka landsins í einvígiđ viđ Morgunblađiđ. Í liđinu voru Dagur Ragnarsson, Oliver Aron Jóhannesson, Dagur Kjartansson, Nansý Davíđsdóttir, Felix Steinţórsson, Hilmir Freyr Heimisson, Vignir Vatnar Stefánsson og Donika Kolica. Vegna mikils áhuga Morgunblađsmanna tefldu Stefán Bergsson og Hrafn Jökulsson einnig fyrir hönd Skákakademíunnar.

Fyrir Morgunblađiđ tefldu Jón Árni Jónsson, Pétur Atli Lárusson, Jon Olav Fivelstad, Viđar Guđjónsson, Elín Esther Magnúsdóttir, Ómar Óskarsson, Baldur A. Kristinsson, Kjartan G. Kjartansson og Pétur Blöndal.

Morgunblađsmenn tóku ósigrinum međ brosi á vör, og skoruđu jafnframt á Úrvalsliđiđ í annađ einvígi á nćstunni. Og ţá er aldrei ađ vita nema stórveldiđ í Hádegismóum kalli til stórmeistarana tvo, sem skrifa ađ stađaldri í blađiđ!

Myndaalbúm (HJ)


Krakkarnir skora á fyrirtćki og stofnanir: Teflt á Alţingi í dag

ASÍ og AkademíanÚrvalssveit Skákakademíu Reykjavíkur mun á nćstu dögum og vikum heimsćkja fyrirtćki, stofnanir og félagasamtök, tefla einvígi viđ starfsfólk, jafnframt ţví sem starf SR er kynnt. Sunnudaginn 10. júní verđur Uppskeruhátíđ Skákakademíunnar 2012 haldin í Ráđhúsinu, og ţar munu krakkarnir skora almenning á hólm.

Í dag, fimmtudag dag, munu krakkarnir tefla viđ Morgunblađsmenn í Hádegismóum, en rík skákhefđ er á blađinu. Strax í kjölfariđ verđur fariđ í höfuđstöđvar Sölufélags garđyrkjumanna, og teflt viđ fulltrúa frá Íslensku grćnmeti, Banönum og Bónus.

Klukkan 15 á fimmtudag liggur leiđ skákkrakkanna á Alţingi, ţar sem ţau munu tefla viđ skáksveit ţingmanna, sem skipuđ er Guđfríđi Lilju Grétarsdóttur, Guđlaugi Ţór Ţórđarsyni, Helga Hjörvar og Vigdísi Hauksdóttur.

Friđrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslendinga og fv. skrifstofustjóri Alţingis, og Halldór Blöndal fv. forseti Alţingis verđa heiđursgestir á einvígi krakkanna og ţingmannanna.

FALL ER FARARHEILL

Fyrsta viđureign krakkanna var gegn harđsnúinni sveit Alţýđusambands Íslands. Ađildarfélög ASÍ eru á sjötta tuginn og félagar alls um 100 ţúsund, svo ekki vantar mannskap ađ velja úr! Sveit ASÍ skipuđu Eggert Ísólfsson, Georg Páll Skúlason, Tryggvi Marteinsson og Jón Úlfljótsson, sem allir eru ţrautreyndir skákmenn.

Hilmir Freyr Heimisson í ASÍAkademían tefldi ađ ţessu sinni fram Hilmi Frey Heimissyni, Nansý Davíđsdóttur, Felix Steinţórssyni og Heimi Páli Ragnarssyni. ASÍ hafđi betur og sigrađi međ 10 vinningum gegn 6. Hilmir Freyr fór á kostum í liđi SR og fékk 3,5 vinning af 4 mögulegum.

Vel var tekiđ á móti krökkunum í höfuđstöđvum ASÍ viđ Sćtún, enda löngum sterk skákmenning innan verkalýđshreyfingarinnar. Krakkarnir hafa ţegar skorađ á skáksveit ASÍ í ađra viđureign, til ađ freista ţess ađ jafna metin!

Fyrirtćki, stofnanir eđa félög sem vilja fá skákkrakkana í heimsókn eru hvött til ađ hafa samband viđ Stefán Bergsson, framkvćmdastjóra Skákakademíunnar í stefan@skakademia.is.

Myndir frá viđureign ASÍ og úrvalsliđsins (HJ og Snorri Már Skúlason)


Ţröstur Íslandsmeistari eftir sigur í mjög ćsilegu einvígi - endađi međ Armageddon-skák

 

Ţröstur Ţórhallsson Íslandsmeistari í skák

 

Ţröstur Ţórhallsson vann Braga Ţorfinnsson í afar ćsilegu úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn sem lauk í kvöld.    Afar hressilega var teflt og hver skák teflt í botn.  

Ţröstur og Bragi komu jafnir í mark á Íslandsmótinu sjálfu sem fram fór í apríl, sem var ţađ sterkasta á ţessari öld.  Ţeir ţurftu ţví ađ há fjögurra skáka einvígi um titilinn međ hefđbundnum umhugsunartíma.  Ţví lauk međ jafntefli 2-2 á mánudag.  Teflt var til ţrautar í kvöld og ţar tefldu ţeir eins margar skákir og mögulegt var samkvćmt reglum ţar um.

DSC 1468Fyrst tefldu ţeir 2 atskákir (25 mínútur + 10 sekúndur á leik) og lauk ţeim báđum međ jafntefli.  Ađ ţví loknu var tíminn styttur (10+10).  Ţröstur vann fyrri skákina en Bragi jafnađi metin í ţeirri síđari.  Ţá voru tefldar 2 hrađskákir (5+3).  Bragi vann ţá fyrri og en Ţröstur jafnađi metin í síđari skákinni. 

Ţá var komiđ ađ bráđabanaskák (Armageddon).   Ţar hefur hvítur 5 mínútur og svartur 4 mínútur.  Svörtum dugar hins vegar jafntefli til sigurs.  Ţröstur dró svart og hafđi sigur í skákinni og ţar međ sigur í einvíginu sem endađi samtals 6-5 fyrir Ţresti.

Dyggilega var klappađ fyrir skákmönnunum fyrir bráđabanaskákina enda var ţađ skođun fjölmargraDSC 1458 áhorfenda ađ einvígiđ vćri í senn mjög skemmtilegt og einkar vel teflt í ljósi lítins tíma í hverri skák. Einhverjum varđ ţađ ađ orđi ađ hér vćri á ferđinni einvígi aldarinnar, ţ.e. ţeirrar sem nú er!

Ţetta er í fyrsta skipti sem Ţröstur verđur Íslandsmeistari í skák en hann tók fyrst ţátt áriđ 1985.   Titillinn tryggir Ţrestir keppnisrétt í landsliđi Íslands í Ólympíuskákmótinu sem fram fer í Istanbul í haust og jafnframt keppnisrétt fyrir Íslands hönd á EM einstaklinga sem fram fer í Póllandi í apríl 2013.

Myndaalbúm (HJ og IŢJ)


Anand áfram heimsmeistari í skák - Bragi og Ţröstur mćtast kl. 16

 

anand02

Anand hélt heimsmeistaratitlinum í skák.  Ţađ er ljóst eftir atskákeinvígi hans viđ Gelfand sem haldiđ var í dag framhaldi af ţví ađ jafnt varđ í ađaleinvíginu 6-6.   Anand vann atskákeinvígiđ 2˝-1˝ og heldur ţví heimsmeistaratitlinum.  Einvígiđ ţótt fremur litlaust.  Sjá nánar á heimasíđu mótsins.

Úrslitaeinvígiđ um Íslandsmeistaratitilinn var miklu mun fjörlegra heldur en heimsmeistaraeinvígiđ.  Ţar urđu úrslitin 2-2.  Ţar verđur einnig teflt til ţrautar á dag međ styttum umhugsunartíma.   Fyrst eru tefldar 2 atskákir (25 mínútur + 10 sekúndur á hvern leik).  Verđi jafnt ţá verđa tvćr skákir tefldar međ styttri umhugsunaríma (10+10).  Verđi enn jafnt verđa tefldar 2 hrađskákir međ enn styttri umhugsunartíma (5+3).   Verđi enn jafnt verđur tefld bráđabanaskák (armageddon).  Ţar hefur hvítur 5 mínutur en svartur 4 mínútur.  Eftir 60 leiki bćtast viđ 3 sekúndur á hvern leik.   Hvítur ţarf ađ sigra en svörtum dugar jafntefli til ađ tryggja sér sigur.

Lokahluti úrslitaeinvígisins um Íslandsmeistaratitilinn hefst kl. 16 í Stúkunni viđ Kópavogsvelli.  Tjald verđur sett upp á skákstađ til ađ áhorfendur geti fylgst međ skákmönnunum og skákinni á sama tíma.  Ţeir sem ekki eiga heimangengt á skákstađ verđa ađ láta sér duga ađ fylgjast međ lokahlutanum á heimasíđu Íslandsmótsins.

Sigurbjörn Björnsson verđur međ bóksölu á stađnum ţar sem međal annars verđur hćgt ađ kaupa Bobby Fischer Comes eftir Helga Ólafsson og nýjasta tölublađ New in Chess ţar sem fjallađ er um N1 Reykjavíkurskákmótiđ á 20 blađsíđu.  


Ţrír stórmeistarar skráđir til leiks á Skákhátíđ á Ströndum 2012

Stefán KristjánssonAđ minnsta kosti ţrír stórmeistarar munu leika listir sínar á Skákhátíđ á Ströndum 2012. Helgi Ólafsson, Djúpavíkurmeistari 2008 og 2009, Jóhann Hjartarson Djúpavíkurmeistari 2010 og Stefán Kristjánsson, yngsti stórmeistari okkar, sem nú kemur á Strandir í fyrsta sinn.

Helgi ÓlafssonAf öđrum kunnum köppum má nefna Róbert Lagerman, Sćvar Bjarnason, Davíđ KjartanssonStefán Bergsson, Hrannar Jónsson, Magnús Matthíasson, Heimi Páll Ragnarsson, Hilmi Frey, Heimisson, Snorra Bergsson, Ingibjörgu Eddu Birgisdóttur og Gunnar Björnsson.

Ţá er von á góđum hópi úr Skákfélagi Vinjar, auk ţess sem vonast er til ađ hinir öflugu skákmenn Akureyrar og nćrsveita fjölmenni. Ţá tefla Strandamenn ađ vanda fram öflugum fulltrúum.

Fjölbreytt dagskrá

Róbert og Hrafn í KolgrafarvíkHátíđin hefst á Hólmavík föstudaginn 22. júní, ţegar Róbert Lagerman skákmeistari teflir fjöltefli viđ heimamenn. Um kvöldiđ er svo hiđ vinsćla tvískákarmót á Hótel Djúpavík.

Laugardaginn 23. júní er komiđ ađ stórmóti í samkomuhúsi Trékyllisvíkur: Afmćlismóti Róberts Lagerman, en hann verđur fimmtugur síđar í sumar. Ljóst er ađ ţar verđur hörđ barátta um titilinn, og skemmtilegt mót í uppsiglingu.

Sunnudaginn 24. júní verđur svo ađ vanda keppt um titil Norđurfjarđarmeistara í Kaffi Norđurfirđi, sem tvímćlalaust er međ notalegustu kaffihúsum landsins.

Auk taflmennskunnar verđur efnt til fótboltaleiks gesta og heimamanna úr UMF Leifi heppna, efnt til brennu í fjörunni, svo nokkuđ sé nefnt. Síđast en ekki síst gefst gestum hátíđarinnar kostur á ađ skođa landsins fegurstu og afskekktustu sveit.

Víđa hćgt ađ gista

DrangaskörđMargir gistimöguleikar eru í Árnheshreppi og skal sérstaklega vekja athygli á góđu tilbođi sem Hótel Djúpavík gerir gestum skákhátíđarinnar.

Hótel Djúpavík gerir gestum Skákhátíđar á Ströndum gott bođ: Gisting í 2 nćtur í tveggja manna herbergi, tveir kvöldverđir og tveir morgunverđir fyrir 16.000 krónur. Netfang: djupavik@snerpa.is Sími: 451 4037.

Gistiheimiliđ í Norđurfirđi býđur uppá svefnpokapláss eđa uppábúin rúm í vistlegum húsakynnum. Netfang: gulledda@simnet.is Sími: 554 4089.

Gistiheimiliđ Bergistanga býđur upp á svefnpokapláss fyrir einstaklinga og hópa, međ eldunarađstöđu. Einnig notaleg herbergi međ uppábúnum rúmum. Sími: 451 4003

Finnbogastađaskóli. Svefnpokapláss fyrir einstaklinga og fjölskyldufólk. Mjög góđ hreinlćtis- og eldunarađstađa. Fín ađstađa á tjaldstćđum viđ skólann.
Skákhátíđ á Ströndum hefur stofnađ Facebook-síđu, en einnig er hćgt ađ skrá sig hjá Hrafni hrafnjokuls@hotmail.com , Róbert í chesslion@chesslion.com Andreu andreamg@ruv.is, sem einnig veita frekari upplýsingar um ćvintýraferđ á Strandir.

Teflt til ţrautar um Íslandsmeistara- og heimsmeistaratitil á morgun.

 

IMG 8522

 

Ţađ er óvenju mikilvćgur dagur á morgun í skákheiminum.  Ţá ráđast bćđi úrslitin hvor ţeirra Anand eđa Gelfand verđur heimsmeistari í skák sem og hvort Bragi Ţorfinnsson eđa Ţröstur Ţórhallsson verđur Íslandsmeistari í skák.  Jafnt var í báđum einvíginum og verđur teflt til ţrautar međ styttum umhugsunartíma á morgun bćđi í Moskvu og Kópavogi.  

Byrjum á heimsmeistaraeinvíginu í Moskvu.  Ţar varđ jafnt 6-6 í afar andlausu og litlausu einvígi ţar sem međal leikjafjöldi var ađeins 29 leikir.  Fyrst tefla ţeir 4 atskákir á morgun.  Verđi jafnt ađ ţeim loknum tefla ţeir 2ja skáka hrađskákeinvígi ţar til úrslitin ráđast.  Sé enn jafnt eftir 5 hrađskákeinvígi (10 hrađskákir) verđur tefld bráđabanaskák (armageddon).  Taflmennskan í heimsmeistaraeinvíginu byrjar kl. 8 í fyrramáliđ.  Best er ađ fylgjast međ ţví á heimasíđu mótsins og Chessbomb.

Úrslitaeinvígiđ um Íslandsmeistaratitilinn var miklu mun fjörlegra heldur en heimsmeistaraeinvígiđ.  Ţar urđu úrslitin 2-2.  Ţar verđur einnig teflt til ţrautar á morgun međ styttum umhugsunartíma.   Fyrst eru tefldar 2 atskákir (25 mínútur + 10 sekúndur á hvern leik).  Verđi jafnt ţá verđa tvćr skákir tefldar međ styttri umhugsunaríma (10+10).  Verđi enn jafnt verđa tefldar 2 hrađskákir međ enn styttri umhugsunartíma (5+3).   Verđi enn jafnt verđur tefld bráđabanaskák (armageddon).  Ţar hefur hvítur 5 mínutur en svartur 4 mínútur.  Eftir 60 leiki bćtast viđ 3 sekúndur á hvern leik.   Hvítur ţarf ađ sigra en svörtum dugar jafntefli til ađ tryggja sér sigur.

Lokahluti úrslitaeinvígisins um Íslandsmeistaratitilinn hefst kl. 16 í Stúkunni viđ Kópavogsvelli.  Tjald verđur sett upp á skákstađ til ađ áhorfendur geti fylgst međ skákmönnunum og skákinni á sama tíma.  Ţeir sem ekki eiga heimangengt á skákstađ verđa ađ láta sér duga ađ fylgjast međ lokahlutanum á heimasíđu Íslandsmótsins.


Seinasti skákdagur hjá Ásum í dag

p5290258.jpgĆsir héldu sitt Vorhrađskákmót í dag og ţetta var jafnframt seinasti skákdagurinn á ţessari vetrarvertíđ. Sćbjörn Larsen varđ efstur í dag međ 8 vinninga af 9 mögulegum. Í öđru sćti varđ Jóhann Örn međ 7˝ vinning og Össur Kristinsson í ţví ţriđja međ 6˝.

Átján skákmenn tóku ţátt í hrađskákinni í dag.

Eftir mótiđ settust menn niđur í rólegheitum og fengu  sér kaffi og tertu hjá Jóhönnu ráđskonu og  p5290259.jpgađ ţví loknu fór fram verđlaunaafhending. Ţrír efstu í hrađskákinni fengu verđlaunapeninga.

Ţá voru veitt verđlaun fyrir samanlagđan árangur á skákdögum vetrarins.

Haraldur Axel Sveinbjörnsson varđ vetrarhrókur nr. 1 og fékk afhentan bikar til eignar, hefur unniđ hann ţrjú ár í röđ. Vetrarhrókur nr 2. varđ Valdimar Ásmundsson og vetrarhrókur nr. 3 varđ Ţorsteinn Guđlaugsson.

p5290265.jpgŢađ er vert ađ geta ţess ađ Haraldur Axel mćtti á alla skákdaga vetrarins sá eini sem náđi ţví en hann er nú ekki nema 82 ára gamall strákurinn.

Nćsta haust vertíđ byrjar svo aftur fyrsta ţriđjudag í september eđa ţann 4. september.  

Nánari úrslit dagsins:

  • 1        Sćbjörn Larsen                       8 v
  • 2        Jóhann Örn                             7.5
  • 3        Össur Kristinsson                             6.5
  • 4        Ţorsteinn Guđlaugsson           6
  • 5        Egill Sigurđsson                      5.5
  • 6-9    Jón Steinţórsson                     5
  •           Haraldur Axel                         5
  •           Baldur Garđarsson                           5
  •           Kristján Guđmundsson           5
  • 10      Jón Víglundsson                      4.5
  • 11-12 Valdimar Ásmundsson            4
  •           Eiđur Á Gunnarsson               4
  • 13-14 Magnús V Pétursson               3.5
  •           Jónas Ástráđsson                    3.5
  • 15      Óli Árni Vilhjálmsson             3
  • 16-17 Friđrik Sófusson                     2
  •           Grímur Jónsson                       2
  • 18      Ingi E Árnason                        1

Skákstjórn annađist Finnur Kr

Myndaalbúm (FKF)


Albena: Dagur tapađi í 4. umferđ

Dagur ArngrímssonAlţjóđlegi meistarinn Dagur Arngrímsson (2381) tapađi fyrir svissnesku skákkonunni Camille De Seroux (2128), sem er FIDE-meistari kvenna, í 4. umferđ Albena Open sem fram fór í dag í Búlgaríu.  Dagur hefur 1,5 vinning.

Í 5. umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Dagur viđ Tékkann Michael Tscharotschkin (2192).

Stórmeistararnir Hrant Melkumyan (2642), Armeníu, og Ivan Cheparinov (2673), Búlgaríu, eru efstir međ fullt hús.

Alls taka 123 skákmenn frá 23 löndum ţátt í mótinu.  Ţar af eru 20 stórmeistarar og 20 alţjóđlegir meistarar.  Dagur er nr. 37 í stigaröđ keppenda.

Meistaramót Skákskóla Íslands hefst á föstudaginn

Skákskóli ÍslandsMeistaramót Skákskóla Íslands fyrir starfsáriđ 2011/2012 hefst föstudaginn 1. júní. Tefldar verđa sjö umferđir eftir svissneska kerfinu. Ţátttökurétt hafa nemendur skólans og allir ţeir sem tekiđ hafa ţátt í námskeiđum á vegum  skólans eđa hlotiđ ţjálfun á vegum skólans.  

Núverandi meistari Skákskóla íslands er Hjörvar Steinn Grétarsson.   

Ţátttökuréttur:

Allir nemendur skólans og ţeir sem tekiđ hafa ţátt í námskeiđum á vegum skólans.

Ađ öđru leyti áskilur skólastjóri/mótsnefnd sér rétt til ađ bjóđa völdum einstaklingum til ţátttöku.

Dagskrá mótsins verđur međ eftirfarandi hćtti:

Umferđafjöldi: Sjö umferđir. Í ţrem fyrstu umferđunum verđa tefldar atskákir en fjórar lokaumferđirnar eru kappskákir.

Tímamörk: Atskákir 25 10  ţ.e 25 mínútur ađ viđbćttum sekúndum fyrir hvern leik. 

Kappskákir:  90 30 ţ.e. 90 mínútur á alla skákina og 30 sekúndur bćtast viđ eftir hvern leik.

Fyrirkomulag: Svissneska kerfiđ - Swiss Perfect

Skákstig: Mótiđ verđur reiknađ til skákstiga, en ţrjár fyrstu umferđirnar til at-skákstiga.

Verđlaun:

A:

1. verđlaun:

Meistaratitill Skákskóla Íslands 2011/2012 og farandbikar. Einnig  flugfar m/Flugleiđum á Evrópuleiđ* og uppihalds kostnađi kr. 30 ţús.

2. verđlaun: Flugfarmiđi á leiđum Flugfélags Íslands innanlands.  

3. - 5. verđlaun: Vandađar skákbćkur.

Sérstök stúlknaverđlaun:

Farmiđi á leiđum Flugfélags Íslands innanlands.

Aldursflokkaverđlaun. 

1. Tvenn verđlaun fyrir ţá keppendur sem ná bestum árangri í hópi 14 ára og yngri

2. Tvenn verđlaun fyrir ţćr stúlkur sem bestum árangri ná í mótinu.

Verđlaun fyrir keppendur 12 ára og yngri.

1. - 3. verđlaun: Vandađar skákbćkur.

* Mótshaldarinn áskilur sér rétt til ađ finna hagstćđasta fargjald sem hćgt er ađ fá enda verđi tilkynnt um ferđir međ góđum fyrirvara. 

Verđlaunahafi verđur ađ nýta sér farmiđa innan 12 mánuđa frá lokum mótsins.

B:

Dagskrá:

  • 1. umferđ: Föstudagurinn 1. júní kl. 18  
  • 2. umferđ: Föstudagurinn 1. júní kl. 19
  • 3. umferđ. Föstudagurinn 1. júní kl. 20.
  • 4. umferđ: Laugardagurinn 2. júní kl. 10-14  
  • 5. umferđ: Laugardagurinn 2. júní 15 - 19
  • 6. umferđ: Sunnudagurinn 3. júní kl. 10.-14.
  • 7. umferđ: Sunnudagurinn 3. júní kl. 15-19.

 * Hljóti einhver stúlka 1. eđa 2. verđlaun mun 2. sćti međal stúlkna gilda til sérstakra stúlknaverđlauna.

 Verđlaunaafhending fer fram strax ađ móti loknu.

Ţátttöku skal tilkynna í síma SÍ 5689141 á netfangiđ skaksamband@skaksamband.is eđa helol@simnet.is .

Mótsnefnd áskilur rétt til ađ gera breytingar á fyrirfram bođađri dagskrá.


Rúnar hrađskákmeistari Norđurlands

Ađ síđustu umferđ lokinni á Skákţingi Norđlendinga fór svo fram Norđurlandsmót í hrađskák. Ţar voru keppendur alls 16 og tefldu allir viđ alla. Rúnar Sigurpálsson bar eins og venjulega sigur úr býtum, Hann fékk 13,5 vinning, heilum vinningi á undan Áskeli Erni Kárasyni í öđru sćti. Ţriđji var svo Gylfi Ţórhallsson. Ađrir fengu skiljanlega eitthvađ minna.

Ţessari skákhátiđ lauk svo sem mögnuđu tertubođi ţar sem menn fögnuđu góđum sigrum og komandi sumri hver á sinn hátt. Veitt voru verđlaun fyrir helstu mót vormisseris og voru allir vel ađ ţeim komnir.

Verđlaunahafar á sjálfu ađalmótinu voru sem hér segir:

1. Davíđ Kjartansson     6

2. Jón Viktor Gunnarsson 5,5

3. Ţór Valtýsson        5

4-6. Stefán Bergsson, Rúnar Sigurpálsson og Tómas Veigar Sigurđarson 4,5

Norđurlandsmeistari Stefán Bergsson sem áđur segir. Meistari í unglingaflokki Jón Kristinn Ţorgeirsson.

Stigaverđlaun 1801-2000 stig: Ţór Valtýsson

Stigaverđlaun 1800 stig og minna: Jón Kristinn Ţorgeirsson, Gauti Páll Jónsson, Sindri Guđjónsson og Ingibjörg Edda Birgisdóttir.

Ítarlega frásögn frá mótinu má finna á heimasíđu SA.

 

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.8.): 15
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 132
  • Frá upphafi: 8779309

Annađ

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 93
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband