Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Skákir frá Stigamóti Hellis

Betra er seint en aldrei segir máltćkiđ.  Hér eru komnar skákir frá Stigamóti Hellis sem fram haldiđ var síđasta vor.  Ţađ var Paul Frigge sem sló skákirnar inn.

Ólympíufarinn: Héđinn Steingrímsson

 

hedinn

Áfram er haldiđ međ kynningar á Ólympíuförunum. Nú er kynntur til sögunnar Héđinn Steingrímsson, sem teflir á fyrsta borđi í opnum opnum flokki.

 

Áđur var búiđ til kynna til sögunnar; Henrik Danielsen, Ţröst Ţórhallsson, Tinnu Kristínu Finnbogadóttur; Hallgerđi Helgu Ţorsteinsdóttur og Davíđ Ólafsson liđsstjóra kvennaliđsins. Kynningarnar halda áfram á morgun

Minnt er á sér fćrsluflokk ţar sem öllum ólympíufréttum, og ţar međ taliđ kynningu á Ólympíuförunum verđur safnađ saman.

Einnig er minnt á upphitunarmót fyrir Ólympíufaranna sem fram fer í Kringlu á laugardag.  Enn er hćgt fyrir skákáhugamenn ađ skrá til leiks en hver fer ađ vera síđastur ţar sem ţátttaka takmarkast viđ 50.

Nafn: 

Héđinn Steingrímsson.

Stađa í liđinu:

Fyrsta borđi í opnum flokki.

Aldur:

37 ára.

Hvenćr teflt fyrst á Ólympíuskákmót og hversu oft hefur ţú tekiđ ţátt í Ólympíuskákmóti:

Áriđ 1990 í Novi Sad, sem Íslandsmeistari. Ég hef síđan teflt frá árinu 2008, ţ.e. ţađ ár í Dresden, áriđ 2010 í Khanty Mansiysk og svo núna. Ţetta er mitt fjórđa mót.

Besta skákin á ferlinum?

Vil ekki gera upp á milli ţeirra og á vonandi eftir ađ tefla hana.

Minnisstćđasta atvik á Ól?

Jóhann ađ herma eftir liđsfélaga sínum hjá Bayern München Robert Hübner. Hübner, sem var á ţessum tíma yfirburđamađur í Ţýskalandi, fannst ákaflega lítiđ til eigin taflmennsku koma.

Spá ţín um lokasćti Íslands?

Erfitt ađ segja.

Spá um sigurvegara.

Rússarnir hafa alltaf veriđ sterkastir á pappírnum ţar međ taliđ undanfarin ár. Tölfrćđin er áhugaverđ: Sovétmenn unni í hvert sinn á árunum 1980-1990 og síđan tóku Rússar viđ af ţeim og unnu 1990-2002 en síđan ekki söguna meir. Garry tefldi áriđ 2002, en ekki árin á eftir. Ćtli Rússarnir ţurfi ađ fá hann til ađ taka fram tafliđ sbr. comeback og nćstum borđaverđlaun Grandmaster Olafssonar til ađ eiga séns?

Hver hefur veriđ undirbúningur ţinn fyrir ÓL?

Skáklegur og líkamsrćkt.

Persónuleg markmiđ?

Gera mitt besta.

Eitthvađ ađ lokum?

Áfram Ísland!

 


Sex skákmenn efstir á Meistaramóti Hellis

Jón ÁrniSex keppendur eru efstir og jafnir međ 2 vinninga ađ lokinni 2. umferđ Meistaramóts Hellis sem fram fór í kvöld.  Ţađ eru: Davíđ Kjartansson (2334), Jón Árni Halldórsson (2210), Ţorvarđur F. Ólafsson (2202), Sćvar Bjarnason (2090), Nökkvi Sverrisson (2012) og Sigurbjörn Björnsson (2391).  Dawid Kolka (1524), Gauti Páll Jónsson (1481) og Róbert Leó Jónsson (1203) gerđu allir jafntefli viđ töluvert stigahćrri andstćđinga.

Ţriđja umferđ fer fram á morgun, miđvikudag, og hefst kl. 19:30.

Úrslit 2. umferđar má nálgast hér

Pörun 3. umferđar, sem  fram fer í kvöld má nálgast hér.

Skákir 2. umferđar innslegnar af Paul Frigge fylgja međ.


Ólympíufarinn: Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir

Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir

Áfram er haldiđ međ kynningar á Ólympúförunum. Nú er kynnt til sögunnar Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir.

Áđur var búiđ til kynna til sögunnar; Henrik Danielsen, Ţröst Ţórhallsson, Tinnu Kristínu Finnbogadóttur og Davíđ Ólafsson liđsstjóra kvennaliđsins. Kynningarnar halda áfram á morgun. 

Minnt er á sér fćrsluflokk ţar sem öllum ólympíufréttum, og ţar međ taliđ kynningu á Ólympíuförunum verđur safnađ saman.

Einnig er minnt á upphitunarmót fyrir Ólympíufaranna sem fram fer í Kringlu á laugardag.  Enn er hćgt fyrir skákáhugamenn ađ skrá til leiks en hver fer ađ vera síđastur ţar sem ţátttaka takmarkast viđ 50.

Nafn: 

Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir

Stađa í liđinu:

Öđru borđi í kvennaliđinu

Aldur:

19 ára

Hvenćr teflt fyrst á Ólympíuskákmót og hversu oft hefur ţú tekiđ ţátt í Ólympíuskákmóti:

Ég tók fyrst ţátt 2008 í Dresden, og ţetta verđur ţví ţriđja ólympíumótiđ mitt


Besta skákin á ferlinum?

Ţćr eru margar góđar en ein sú skemmtilegasta er af síđasta ólympíumóti ţegar ég tefldi viđ konu frá Albaníu, A. Shabanaj

Minnisstćđasta atvik á Ól?

Óvissan í kringum ferđina til Síberíu er mjög minnisstćđ. Áđur en viđ lögđum af stađ út voru ýmsar efasemdir uppi varđandi ađbúnađ á stađnum. Hvergi var hćgt ađ finna á netinu hóteliđ sem viđ áttum ađ gista á og alls óvíst hvort búiđ vćri ađ byggja ţađ eđa ekki. Einnig var ómögulegt ađ finna upplýsingar um flugvöllinn sem viđ áttum ađ lenda á og var hann ekki til í neinum skrám. Viđ héldum ţó af stađ og gekk allt ađ óskum fyrir utan ađ flugbrautin var ískyggilega stutt sem olli nokkrum taugatitringi hjá vissum Íslendingum um borđ í vélinni og flugvöllurinn var augljóslega ekki gerđur fyrir millilandaflug miđađ viđ stćrđ flugstöđvarinnar. Rússarnir voru mjög skipulagđir og beiđ okkar rússnesk stúlka á flugvellinum sem átti ađ passa uppá okkur allan tímann (og ekki hleypa okkur úr augsýn...) međan viđ vorum ţarna. Viđ keyrđum svo í rútu sem flutti okkur í lögreglufylgd fram hjá fjöldanum öllum af vel vopnuđum hermönnum ađ glćsilegu hóteli sem var nýbúiđ ađ byggja eftir allt saman. 


Spá ţín um lokasćti Íslands?

Erfitt ađ segja, ađeins fyrir ofan miđju

Spá um sigurvegara.

Ţćr kínversku eru sigurstranglegar

Hver hefur veriđ undirbúningur ţinn fyrir ÓL?

Hef ađallega lesiđ byrjanabćkur og skođađ hróksendatöfl en einnig hvílt mig vel í sumar

Persónuleg markmiđ?

Gera mitt besta og ađeins meira :)

Eitthvađ ađ lokum?

Áfram Ísland!

 


EM ungmenna: Oliver Aron, Jón Kristinn og Dagur unnu

Oliver Aron og Jón KristinnOliver Aron Jóhannesson, Jón Kristinn Ţorgeirsson og Dagur Ragnarsson unnu allir í fimmtu umferđ EM ungmenna sem fram fór í dag.  Vignir Vatnar Stefánsson og Hilmir Freyr Heimisson töpuđu.  Vignir, Oliver og Dagur hafa 2 vinninga, Hilmir hefur 1˝ vinning og Jón Kristinn hefur 1 vinning.

Nánar um fulltrúa Íslands:
  • Dagur Ragnarsson (1913) - sem teflir í u16-flokki - er nr. 86 á stigum af 111 keppendum
  • Oliver Aron Jóhannesson (2047) - sem teflir í u14-flokki - er nr. 42 á stigum af 141 keppenda
  • Jón Kristinn Ţorgeirsson (1747) - sem teflir einnig í u14-flokki - er nr. 118 á stigum
  • Hilmir Freyr Heimisson (1720) - sem teflir í u12-flokki - er nr. 88 á stigum af 151 keppenda
  • Vignir Vatnar Stefánsson (1590) - sem teflir í u10-flokki - er nr. 51 á stigum af 134 keppendum

Fararstjóri strákanna er Stefán Bergsson, sem skrifar reglulega pistla hér á Skák.is frá skákstađ.  Myndirnar eru fengnar af Facebook-síđu Áróru Hrannar Skúladóttur, móđur Hilmis Freys.


Pistill frá Vigni Vatnari

Vignir međ bikarVignir Vatnar tefldi fyrr í sumar á alţjóđlegu skákmóti á Ítalíu, ţar sem hann lenti í 1.-3. sćti í flokki 2000 stig og undir. Glćsilegur árangur ţađ. Vignir fékk styrk frá Skáksambandinu til fararinnar og samkvćmt reglugerđ segir hann nú frá ferđinni – í viđtalsformi. Stefán Bergsson tók viđtaliđ.  Björn Ţorfinnsson skýrir svo fyrir hann eina skák frá mótinu.

Hvernig var á Ítalíu? Allt fínt og rosa gaman.

Međ hverjum varstu? Hilmi og Bjössa og pabba og Áróru og konu hans Bjössa og litlu stelpunni hans Bjössa man ekki hvađ hún heitir. Bryn...eitthvađ.

Hvernig gekk? Alveg mjög vel, rosa vel. Vann helling af skákum og gerđi bara 2 jafntefli og tapađi einni.

Hvađa byrjanir tefldirđu? d4 og sikileyjarvörn, á móti d4 tefldi ég Rf6 og e6.

Hvađ gerđiru meir en ađ tefla? Fór á ströndina, fór í sundlaugina, fór og keypti mér ís.

Fékkstu verđlaun? Risastóran bikar og 150 evrur. Eyddi ţeim öllum í legó.

Í hvađa sćti varstu? 1.-3. Í flokknum 2000 stig og minna. Skrýtiđ samt ađ ég grćddi bara 79 stig.

Hvađ eru kominn upp í? 1600 stig sirka.

Hvađ er nćsta mótiđ? Í Tékklandi, Evrópumeistaramótiđ í flokki 9-10 ára.

Hlakkar ţú til? Já, kannski fer ég svo aftur á NM.

Hverjir fara líka á EM? Dagur, Hilmir, Jokkó og Oliver.

Ćtlarđu ađ tefla Rh3 í fyrsta leik? Nei hahaha, d4 eins og alltaf sem ég hef gert síđan ég var sex ára. Gerđi ţađ á fyrstu ćfingunni minni. Ţá lék ég alltaf Bf4 og Rc3 og svo Rb5 og hótađi ađ drepa á c7 hahaha.

Virkađi ţađ vel? Já ţegar ég var lítill.

Er ţađ góđ byrjun? Já, smá.

Er ekki auđvelt ađ stoppa ţađ? Jú, bara ekki litlir krakkar.

Hvađ ćtlarđu ađ fara ađ gera i dag? Kannski í bíó. Kannski kaupa legó.




EM í Prag: Skákin er harđur skóli - pistill frá Stefáni Bergssyni

Stefán stúderar međ Vigni og Hilmi(rétt fyrir upphaf 5. umferđar)

Sit hér í mollunni á hótelkaffinu, hitinn er gríđarlegur og ganga menn sveittir um, mađur er í 2-3 sturtum á dag. Í gćr fór hittinn vel yfir 30 gráđur og eitthvađ annađ eins í dag. Rík áhersla er á vatnsdrykkju međal hópsins. Einkatímum morgunsins var ađ ljúka og eldri drengirnir koma eftir hádegismat. Hópurinn er ágćtlega stemmdur, brutum rútínuna upp í gćr og fórum í molliđ um kvöldiđ. Ágćtt fyrir strákana ađ fá eitthvađ gott ađ borđa en mötuneytiđ er misjafnt, er ţó allt ađ koma til.

Síđustu tvćr umferđir hafa veriđ erfiđar. Sérstaklega var ţriđja umferđin erfiđ, taflmennskan slćm sem og tímanotkun. Ţađ var afar ţungt ađ tapa öllum skákunum. Ţetta var skárra í gćr og menn börđust, ţó ekki hafi nógu margir vinningar komiđ í hús. Hilmir Freyr átti flotta sóknarskák í Grand-Prix og er kominn á gott ról. Jón Kristinn hefur alls ekki veriđ ađ tefla illa í öllum sínum skákum ţrátt fyrir engan vinning, ţarf smá meiri ákveđni í miđtaflinu. Vignir átti góđa skák í gćr framan af, tefldi byrjun og miđtafl vel en skipti upp á drottningum ţegar hann átti ađ fará í sókn og endatafliđ var verra á hann. Oliver er stađráđinn í góđum úrslitum í dag en ţetta hefur ekki falliđ međ honum og ţarf hann ađ rífa sig úr ţessum gír og fara ađ tefla upp fyrir sig sem fyrst. Dagur teflir í fyrsta sinn gegn stigalćgri í dag og nćr vonandi ađ leggja ţungann á í enska leiknum.

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

En hvađ um ţetta, hér heldur hópurinn rútínunni og stemmningin góđ í hópnum. Ég hitti Hellismanninn og góđvin margra íslenska skákmann Simon Williams í pottinum í gćr. Simon sá međal annars um skýringar á síđasta Reykjavik Open. Hann var hress ađ vanda, er hér sem ţjálfari enska hópsins, biđur ađ heilsa vinum sínum á Íslandi.

Einkatímum dagsins er nú lokiđ og baráttan hefst senn.

Stefán Bergsson.


Meistaramót Hellis hófst í gćr

Sigurbjörn BjörnssonŢrjátíu keppendur taka ţátt í 21. Meistaramóti Hellis sem hófst í gćrkvöldi. Í sögulegu samhengi telst ţađ góđ ţátttaka og ţegar horft er til ţess ađ mótiđ skarast viđ EM ungmenna og Olympíuskákmótiđ verđur ađ telja ţátttökuna mjög góđa.  Engin óvćnt úrslit urđu í fyrstu umferđ.  Stigahćstir keppenda eru Sigurbjörn Björnsson (2391) og Davíđ Kjartansson (2334) sem fyrirfram verđa ađ teljast líklegir til ađ berjast um sigurinn.  Önnur umferđ fer fram á morgun, ţriđjudag, og hefst kl. 19:30.

Úrslit 1. umferđar má nálgast hér.

Pörun 2. umferđar, sem  fram fer í kvöld má nálgast hér.

Skákir 1. umferđar innslegnar af Paul Frigge fylgja međ.


Ólympíuskákmótiđ hefst eftir viku í Istanbul - upphitunarmót í Kringlu á laugardag

Istanbul

Skáksamband Íslands sendir tvö liđ á Ólympíuskákmótiđ sem fram fer í Istanbul í Tyrklandi dagana 27. ágúst - 10. september. Bćđi er um ađ rćđa liđ í opnum flokki og svo í kvennaflokki.

Fjórir stórmeistarar eru í sveit Íslands í opnum flokki. Héđinn Steingrímsson leiđir sveitina en auk hann skipa sveitina Hannes Hlífar Stefánsson, Henrik Danielsen, Hjörvar Steinn Grétarsson, sem er ađeins 19 ára, og Ţröstur Ţórhallsson, Íslandsmeistari í skák. Liđsstjóri liđsins er Helgi Ólafsson, stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands.

Kvennaliđiđ er einnig ţrautreynt ţrátt fyrir ungan aldur en fyrir ţví fer Lenka Ptácníková, stórmeistari kvenna en liđiđ skipa auk hennar; Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Tinna Kristín Finnbogadóttir og Elsa María Kristínardóttir, Íslandsmeistari kvenna. Liđsstjóri kvennaliđsins er Davíđ Ólafsson.

Fararstjóri hópsins er Gunnar Björnsson, forseti SÍ.

Ólympíuliđin ćtla ađ hita upp í á Blómatorginu í Kringlu á laugardag á milli 13 og 15:30 ţar sem skákáhugamönnum gefst tćkifćri á ađ fylgjast međ einu sterkasta hrađskákmóti ársins en međal keppenda verđa landsliđmenn og kvennalandsliđiđ og fjöldi sterkra skákmanna á öllum aldri. Skákáhugamenn eru hvattir til ađ fjölmenna á skemmtilegan viđburđ og sýna Ólympíuförunum samstöđu.

Opnađ verđur fyrir skráningu í mótiđ síđar í kvöld eđa í fyrramáliđ hér á Skák.is en er ţátttaka takmörkuđ viđ 50 manns.  Mikilvćgt er ţví fyrir áhugasama ađ skrá sig sem fyrst til leiks.  


EM ungmenna: Hilmir Freyr vann í fimmtu umferđ

Hilmir Freyr HeimissonHilmir Freyr Heimsson vann í 4. umferđ EM ungmenna sem fram fór í dag, Oliver Aron Jóhannesson gerđi jafntefli en ađrir töpuđu.   Vignir Vatnar hefur 2 vinninga, Hilmir hefur 1,5 vinning, Oliver Aron og Dagur hefur 1 vinninga en Jón Kristinn er ekki kominn á blađ.

Nánar um fulltrúa Íslands:
  • Dagur Ragnarsson (1913) - sem teflir í u16-flokki - er nr. 86 á stigum af 111 keppendum
  • Oliver Aron Jóhannesson (2047) - sem teflir í u14-flokki - er nr. 42 á stigum af 141 keppenda
  • Jón Kristinn Ţorgeirsson (1747) - sem teflir einnig í u14-flokki - er nr. 118 á stigum
  • Hilmir Freyr Heimisson (1720) - sem teflir í u12-flokki - er nr. 88 á stigum af 151 keppenda
  • Vignir Vatnar Stefánsson (1590) - sem teflir í u10-flokki - er nr. 51 á stigum af 134 keppendum

Fararstjóri strákanna er Stefán Bergsson, sem skrifar eglulega pistla hér á Skák.is frá skákstađ.  Myndirnar eru fengnar af Facebook-síđu Áróru Hrannar Skúladóttur, móđur Hilmis Freys.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.7.): 13
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 120
  • Frá upphafi: 8778906

Annađ

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 90
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband