Færsluflokkur: Spil og leikir
23.5.2015 | 18:14
Héðinn með hálfan vinning í forskot - hrein úrslitaskák á morgun!
Stórmeistarinn Héðinn Steingrímsson hefur hálfan vinning í forskot á sinn helsta keppninaut, Stórmeistarann Hjörvar Stein Grétarsson fyrir síðustu umferð Íslandsmótsins í skák.
Héðinn vann í dag mjög góðan sigur á Lenka Ptacnikovu þar sem hann fórnaði peði fyrir mjög sterk færi og tefldi framhaldið af miklum krafti og vann sér inn vinning.
Á sama tíma lenti Hjörvar Steinn Grétarsson snemma í vandræðum og varð að lokum að gefa skiptamun gegn Jóni L. Árnasyni. Jón pressaði af krafti lengi vel en Hjörvar varðist af hörku. Varð úr að Jón náði ekki að gera sér liðsmuninn að góðu og jafntefli varð niðurstaðan eftir mikla baráttuvörn hjá Hjörvari.
Þessi niðurstaða þýðir einfaldlega að við fáum frábæra úrslitaskák á morgun þar sem Hjörvar stýrir hvítu mönnunum gegn Héðni og þarf að vinna til að tryggja sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. Augljóslega mun önnur úrslit þýða að Héðinn verður Íslandsmeistari í þriðja skipti!
Skákirnar verða í beinni útsendinu á heimasíðu mótsins en jafnframt verður hægt að nálgast útsendingu vefmyndavélar frá skák þeirra félaga á heimasíðu mótsins. Við hvetjum samt sem flesta að mæta í Hörpuna og upplifa þessa miklu baráttu um titilinn!
Af öðrum skákum var það að frétta að Björn Þorfinnsson náði fram grimmilegum hefndum fyrir bróður sinn Braga. Björn var með algjörlega og gjörsamlega gjörtapað tafl en á einhvern óskiljanlegan hátt lék Henrik grátlega af sér og tapaði drottningunni. Henrik sá engu að síður spaugilegu hliðina á afleik sínum og gat ekki annað en hlegið eins og sást í beinni netútsendingu!
Bragi Þorfinnsson varð að draga sig úr leik vegna fjölskylduaðstæðna þannig að Sigurður Daði fékk frían vinning í umferð dagsins.
Guðmundur Kjartansson stóð mjög lengi höllum fæti gegn Hannesi Hlífari en eygði von þegar hann krafðist jafnteflis þegar hann taldi að sama staðan hefði komið upp þrisvar. Sú krafa reyndist ekki réttmæt en sem betur fer fyrir Guðmund varð jafntefli engu að síður niðurstaðan nokkrum leikjum síðar.
Miklar sviptingar voru einnig í skák hins nýbakaða alþjóðlega meistara Einars Hjalta Jenssonar og Jóhanns Hjartarsonar. Staðan var lengi vel í jafnvægi en Jóhann seldi sig dýrt við að reyna að knýja fram vinning. Á einum tímapunkti gekk það svo langt að staða hans var töpuð en Einar missti af tækifærinu og fékk þess í stað tapað tafl. Mikilvægur sigur fyrir Jóhann sem hafði tapað ótrúlegum fjórum skákum í röð.
Lokaumferðin hefst eins og áður segir klukkan 13:00 á 8. hæð í Hörpunni. Við hvetjum sem flesta til að mæta og kíkja á úrslitaskákina á morgun. Heitt á könnunni sem fyrr.
- Heimasíða mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar (tölvuskýringar)
- ChessBomb
- Myndaalbúm (GB)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 18:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2015 | 21:33
Hjörvar og Héðinn enn jafnir eftir níu umferðir
Stórmeistararnir Hjörvar Steinn Grétarsson og Héðinn Steingrímsson slást enn um sigurinn á Íslandsmótinu í skák. Þeir eru í forystu á mótinu með 7,5 vinning af 9 mögulegum eftir umferð kvöldsins og næstu menn hafa 5 vinninga og geta ekki náð þeim að vinningum.
Hjörvar var fyrri til að leggja sinn andstæðing með snörpum sigri á Sigurði Daða Sigfússyni. Hjörvar fórnaði skiptamun fyrir góða sókn og Sigurður lék mjög illa af sér í kjölfarið og varð að leggja niður vopn.
Skák Héðins varð öllu meira spennandi. Héðinn stýrði svörtu gegn Jóhanni Hjartarsyni og úr varð snarpur slagur í Sikileyjarvörn. Jóhann virtist standa ögn betur á stórum köflum í skákinni og hafði peði yfir og betri tíma. Héðinn hafði hinsvegar sín færi og smátt og smátt saxaði á tíma Jóhanns. Jóhann opnaði kóngsstöðu sína þegar hann var kominn með verri tíma og lenti í erfiðleikum sem hann hafði ekki tíma til að glíma við.
Jón Loftur Árnason vann sína aðra skák í röð er hann þjarmaði jafnt og þétt að Lenku Ptacnikovu sem er annars búin að eiga gott mót. Jón náði með því Hannesi að vinningum og er í 3-4. sæti. Jón og Lenka verða bæði í eldlínunni á morgun þegar þau etja kappi við forystusauðina. Jón L. hefur hvítt á Hjörvar á meðan Héðinn stýrir hvítu gegn Lenku.
Af öðrum skákum má nefna að Björn Þorfinnsson og Hannes Hlífar gerðu tíðindalítið jafntefli en þeir Henrik Danielsen og Einar Hjalti Jensson unnu sigra og bættu stöðu sína í mótinu. Henrik hafði betur gegn Bragi Þorfinnssyni eftir að hafa haft gjörtapað tafl en Einar tefldi góða skák gegn Guðmundi Kjartanssyni.
Sigurinn tryggði jafnframt Einari Hjalta alþjóðlegan meistaratitil en hann náði með þessum úrslitum sínum síðasta áfanga að titlinum og hafði þegar náð tilsettu stigalágmarki. Skak.is óskar Einari innilega til hamingju með þennan árangur!
Fjörið og spennan heldur áfram um helgina. Mikil dramatík hefur verið í mörgum skákum og ljóst er að þeir Hjörvar og Héðinn mun þreyta úrslitaskák á sunnudeginum sama hvernig fer á laugardeginum. Við minnum að gefnu tilefni á að umferðir hefjast klukkan 13:00 um helgina. Heitt er á könnunni og útsýnið fallegt á 8. hæð í Hörpunni!
- Heimasíða mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar (tölvuskýringar)
- ChessBomb
- Myndaalbúm (GB)
Spil og leikir | Breytt 23.5.2015 kl. 10:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2015 | 14:22
Kapphlaupið um Íslandsmeistaratitilinn heldur áfram kl. 17 í Hörpu
Níunda umferð Íslandsmótsins í skák fer fram í kvöld og fara úrslitin senn að ráðast í kapphlaupi Héðins Steingrímssonar og Hjörvars Steins Grétarssonar um Íslandmeistaratitilinn.
Héðinn Steingrímsson (2532) teflir við Jóhann Hjartarson (2566) í kvöld en Hjörvar Steinn Grétarsson (2561) mætir Sigurði Daða Sigfússyni (2319).
Röðun níundu umferðar
Á morgun er tefld tíunda og næstsíðasta umferð og sú síðasta á sunnudag á sama tíma.
Staðan
Skákáhugamenn eru hvattir til að fjölmenna í Hörpu. Heitt á könnunni!
- Heimasíða mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar (tölvuskýringar)
- ChessBomb
- Myndaalbúm (GB)
Kapphlaup Hjörvars Steins Grétarssonar (2561) og Héðins Steingrímssonar (2532) um Íslandsmeistaratitilinn heldur áfram en þeir unnu báðir í dag. Hjörvar vann Henrik Danielsen (2520) en Héðinn lagði Einar Hjalta Jensson (2359) að velli. Þeir hafa tveggja vinninga forskot á Hannes Hlífar Stefánsson (2590) sem er þriðji eftir jafntefli við Braga Þorfinnsson (2416). Þess má geta að Hjörvar og Héðinn mætast í lokaumferðinni á sunnudag. Úrslit þeirrar skákar mun mjög líklega ráða úrslitum á mótinu.
Jón L. Árnason (2499) vann Jóhann Hjartarson (2566) í uppgjöri meðlima Gullaldarliðsins á EM landsliða í nóvember nk. Jón L. er í 4.-6. sæti ásamt Braga og Lenku Ptácníková (2284). Árangur Lenku, sem er stigalægst keppenda, hefur verið frábær á mótinu en í dag vann hún Sigurð Daða Sigfússon (2319).
Níunda umferð fer fram á morgun. Þá teflir Héðinn við Jóhann Hjartarson en Hjörvar við Sigurð Daða.
- Heimasíða mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar (tölvuskýringar)
- ChessBomb
- Myndaalbúm (GB)
21.5.2015 | 11:16
Júlíus hraðskákmeistari öðlinga
Júlíus Friðjónsson (2153) sigraði á hraðskákmóti öðlinga sem fram fór´i gær. Þorvarður F. Ólafsson (2222) varð annar eins og á aðalmótinu. Pálmi R. Pétursson (2226) varð þriðji með 5 vinninga. Jafnframt fór fram verðlaunaafhending fyrir aðalmótið. Þar hafði Einar Valdirmsson mikla yfirbyrði og vann með fullu húsi.
Lokastöðuna má finna á Chess-Results.
20.5.2015 | 20:57
Hjörvar og Héðinn að stinga af - Hjörvar vann Hannes - óvænt úrslit
Óvænt úrslit settu svip sinn á sjöundu umferð Íslandsmótsins í skák í kvöld. Sigurður Daði Sigfússon vann Jóhann Hjartarson og Lenka Ptácníková hafði betur gegn Henrik Danielsen. Árangur Lenku gegn stórmeisturunum hefur verið afar eftirtektarverður á mótinu en hún vann Hjörvar fyrr í mótinu og gerði jafntefli við Hannes í gær.
Hjörvar Steinn Grétarsson sigraði Hannes Hlífar Stefánsson og Héðinn Steingrímsson vann Guðmund Kjartansson. Hjörvar og Héðinn virðast hreinlega vera að stinga aðra keppendur af en þeir hafa 1,5 vinnings forskot á Hannes sem er þriðji. Þess má geta að Hjörvar og Héðinn mætast í lokaumferðinni á sunnudag.
Úrslit 7. umferðar
Staðan
Áttunda umferð fer fram á morgun og hefst kl. 17. Þá teflir Hjörvar við Henrik og Héðinn við Einar Hjalta. Jón L. Árnason og Jóhann Hjartarson tefla einnig saman á morgun.
Skákáhugamenn eru hvattir til að fjölmenna í Hörpu. Heitt á könnunni! Ekkert Eurovision!
- Heimasíða mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar (tölvuskýringar)
- ChessBomb
- Myndaalbúm (GB)
20.5.2015 | 19:00
Jóhann Arnar Finnsson skákmeistari Rimaskóla 2015
Skákmót Rimaskóla var haldið í 22. sinn og var mótið að þessu sinni boðsmót sem rúmlega 20 nemendum skólans var boðið að taka þátt í. Sextán nemendur þáðu boðið og tefldu sex umferða mót undir stjórn Björns Ívars Karlssonar skákkennara skólans. Stigahæstu skákmennirnir Nansý Davíðsdóttir (1590)
Norðrulandameistari stúlkna og Jóhann Arnar Finnsson (1410) komu jafnt í mark eftir sex umferðir með 5,5 vinninga. Þau gerðu innbyrðis jafntefli og unnu aðra andstæðinga sína. Þau Nansý og Jóhann urðu því að tefla tveggja skáka einvígi. Fyrri skákinni lauk með jafntefli en Jóhann Arnar vann síðari skákina. Jóhann Arnar sem er nemandi í 9. bekk Rimaskóla er því skákmeistari Rimaskóla 2015 og fær nafn sitt ritað á farandbikar og eignarbikar að launum. Hann hefur stundað skákíþróttina mjög vel í vetur og sýnt og sannað hversu efnilegur skákmaður hann er. Fimm efstu menn mótsins unnu sér inn gjafabréf fyrir pítsu.
Skákmót Rimaskóla hefur verið haldið frá stofnun skólans 1993 1994 og hefur Hjörvar Steinn Grétarsson stórmeistari og landsliðsmaður Íslands oftast unnið meistaratitilinn eða í 7 skipti. Meðal annarra meistara skólans í gegnum árin eru efnilegustu skákmenn Íslands 20 ára og yngri, þeir Oliver Aron Jóhannesson, Dagur Ragnarsson og Jón Trausti Harðarson.
Efstir | Rtg | Pts | BH. | |
1 | Nansý Davíðsdóttir | 1590 | 5½ | 22½ |
2 | Jóhann Arnar Finnsson | 1410 | 5½ | 20½ |
3 | Joshua Davíðsson | 1216 | 4 | 23 |
4 | Mikael Maron Torfason | 1000 | 4 | 17½ |
5 | Anton Breki Óskarsson | 0 | 4 | 17½ |
6 | Valgerður Jóhannsdóttir | 0 | 3 | 22½ |
7 | Kristófer Aron Helgason | 0 | 3 | 20½ |
8 | Ríkharð Skorri Ragnarsson | 0 | 3 | 18½ |
9 | Arnór Gunnlaugsson | 0 | 3 | 17½ |
10 | Kjartan Karl Gunnarsson | 0 | 3 | 16½ |
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 20:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2015 | 17:42
Björgvin efstur á síðasta skákdegi Ása.
Björgvin Víglundsson sigraði á síðasta hefðbundna skákdegi okkar á þessum skákvetri. Björgvin fékk 8 vinninga í gær. Björgvin hefur þá sigrað tuttugu og þrisvar sinnum af tuttugu og sjö skákdögum á þessari vertíð. Á síðustu helgi fóru tólf skáköðlingar af höfuðborgar svæðinu norður í Vatnsdal til móts við skákmenn 60+ frá SA.
Okkar menn sigruðu með eins vinnings mun, minna mátti það ekki vera. Þessi keppni hefur verið haldin síðan 2003. SA hefur unnið átta sinnum, okkar menn fjórum sinnum og einu sinni skildu liðin jöfn.
Næsta þriðjudag verður Vorhraðskákmótið haldið. Þá teflum við níu umferðir með 7 mín. umhugsunar tíma
Verðlaun fyrir samanlagðan árangur vetrarins verða afhent og gott kaffi drukkið hjá henni Hallfríði.
Tuttugu og átta skákmenn mættu til leiks í dag.
Guðfinnur R Kjartansson varð í öðru sæti með 7½ vinning. Bragi Halldórsson varð í þriðja sæti með 7 vinninga.
Sjá nánari úrslit í töflu og myndir frá ESE.
Sjöunda umferð Íslandsmótsins í skák hefst kl. 14 eða heldur fyrr en venjulega. Hjörvar Steinn Grétarsson og Héðinn Steingrímsson eru efstir á mótinu með 4½ vinning og Hannes Hlífar Stefánsson þriðji með 4 vinninga. Hjörvar og Hannes mætast í dag. Á síma tíma teflir Héðinn við Íslandsmeistarann í skák Guðmund Kjartansson.
Henrik Danielsen sem er fjórði með 3½ vinning teflir við Lenku Ptácníková í dag en Lenku hefur náð góðum úrslitum gegn efstu mönnum mótsins.
Röðun umferðarinnar:
Staðan
Skákáhugamenn eru hvattir til að fjölmenna í Hörpu. Heitt á könnunni!
- Heimasíða mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar (tölvuskýringar)
- ChessBomb
- Myndaalbúm (GB)
20.5.2015 | 08:09
Hraðskákmót öðlinga fer fram í kvöld
Núverandi Hraðskákmeistari öðlinga er Gunnar Björnsson.
Nýjustu færslur
- Ný vefsíða Skák.is!
- Loftur fær Héðin í fyrstu umferð
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bættust við á keppendalistann á l...
- Ný alþjóðleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - með vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Æsir - vertíðarlok
- Fundargerð aðalfundar SÍ
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferð Altibox Norway Chess
- Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimilið, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíða SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíða tileinkuð Friðriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíþróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallþráður skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef þú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alþjóðlega skáksambandið
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norræna skákfréttasíðan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.7.): 8
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 117
- Frá upphafi: 8778888
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 87
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar