Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Spil og leikir

NM stúlkur – Pistill 3. umferðar

A-flokkur:
Erle A. M. Hansen, Noregi – Jóhanna 1-0
Elise Forså, Noregi – Hallgerður 0-1 

Þær stöllur Jóhanna og Hallgerður tefldu við sömu andstæðinga í dag.  Jóhanna tefldi með svörtu á móti Erle sem Hallgerður tefldi við um morguninn.  Jóhanna missti aðeins þráðinn eftir byrjunina og fékk verri stöðu sem endaði með því að hún tapaði manni og skákinni stuttu síðar.  Hallgerður tefldi með svörtu á móti Elise sem Jóhanna tefldi við í morgun. Andstæðingurinn notaði greinilega hádegið í að læra utan að langa teoríu í Caro-Kann en eftir um tuttugu leikja teoríu fór minnið að bresta og hún fór að leika ónákvæmt. Hallgerður hefur hins vegar teflt þessar stöður alloft áður og var ekki í vandræðum með að snúa andstæðinginn niður um leið og hún fór að leika ónákvæmt. Báðar íslensku stelpurnar eiga ágætis möguleika í þessum flokki.  Það setur að vísu smá strik í reikninginn að þær þurfa að tefla saman í fyrramálið. 

B-flokkur:
Hrund – Kristine Larsen, Danmörku ½-½
Elín – Thea Nicolajsen, Danmörku 1-0 Hrund Hauksdóttir

Þetta var í meira lagi skrautlegur dagur hjá Hrund. Í morgun lenti hún í því að tefla byrjun sem hún hefur aldrei séð en í dag tefldi hún hins vegar byrjun sem hún hefur oft teflt en skákin var með þeim skrautlegri sem sést hafa á mótinu. Hrund tefldi byrjunina vel og fékk unna stöðu en missti takið á stöðunni og allt í einu var andstæðingurinn orðinn skiptamun og peði yfir og Hrund með litlar bætur fyrir. Hrund til mikillar undrunar tók þá andstæðingur hennar upp á því að bjóða jafntefli sem hún þáði umsvifalaust og er því enn í góðum sénsum í þessum flokki. Magnaður endir á furðulegum degi hjá henni. Elín tefldi við hina dönsku Theu sem Hrund tefldi við í morgun.  Það er skemmst frá því að segja að Elín tefldi eins og hún gerir best og vann mjög sannfærandi sigur (sjá skákina hér að neðan) með því að blokka drottningarvæng andstæðingsins og sækja kóngsmegin – virkilega vel gert hjá henni.
 

C-flokkur:
Freja Vangsgaard, Danmörk – Veronika 1-0
Ásta Sóley – Skotta 1-0 

Veronika tefldi langa og stranga skák gegn Freju frá Danmörku. Skákin stefndi lengi vel í jafntefli en allt í einu tapaði Veronika peði og staðan því orðin heldur verri.  Hún tefldi þó vörnina mjög vel og hafði á tímabili ágætis færi á að ná a.m.k. jafntefli en missti af mjög vænlegri leið og súrt tap var því miður staðreynd. Veronika er enn í mjög góðum sénsum í þessum flokki. Ásta Sóley fékk sjálfkrafa vinning þar sem önnur sænska stelpan mætti ekki í mótið vegna veikinda. Ástu er nú farið að klæja í puttana að setjast að borðinu í fyrramálið því henni finnst mun leiðinlegra að fylgjast með skákum annarra en að tefla sjálf. Í þessari umferð fengum við því enn og aftur þrjá og hálfan vinning eins og í hinum umferðunum.  Nú er bara að taka á því og klára mótið með stæl í síðustu tveimur umferðunum á morgun. 

(13) Nhung,Elin - NicolajElinsen,Thea [B50]

1.e4 c5 2.¤f3 d6 3.¥c4 ¤f6 4.d3 g6 5.0–0 ¥g7 6.¥g5 0–0 7.¤c3 ¤c6 8.¦b1 a6 9.a4 ¥d7 10.¦e1 £c7 11.£d2 ¥g4 12.£e3 ¥xf3 13.£xf3 ¤e5 14.£e3 ¤xc4 15.dxc4 ¦fe8 16.£f3 £c6 17.b3 ¦ad8 18.¦bd1 h5 19.¤d5 ¤xd5 20.exd5 £d7 21.¦e4 f6 22.¥e3 ¢f7 Diagram  23.¦e6! ¦h8 24.¦e1 ¥f8 25.¥g5 f5 26.h3 ¦e8 27.g4 hxg4 28.hxg4 ¦c8 29.gxf5 ¦c7 30.fxg6+ ¢e8 31.£f7+ ¢d8 32.g7 ¥xg7 33.£xg7 £e8 34.¦xe7 ¦h1+ 35.¢xh1 £h5+ 36.¢g1 £g4+ 37.¢h2 £h5+ 38.¢g3 1–0  

Davíð Ólafsson 

Davíð, Áskell, Sævar og Tómas efstir á Skákþingi Norðlendinga

Davíð Kjartansson (2289), Áskell Örn Kárason (2250), Sævar Bjarnason (2141) og Tómas Veigar Sigurðarson (1959) eru efstir og jafnir með 4 vinninga að lokinni fimmtu umferð Skákþings Norðlendinga sem fram fór í dag.  Sjötta og næstsíðasta umferð er nú í gangi en sjöunda og síðasta umferð fer fram í fyrramálið.  

Úrslit 5. umferðar:

Bo.NamePts.Result Pts.Name
1Karlsson Mikael Johann 30 - 1 3Kjartansson David 
2Karason Askell O 31 - 0 3Jonsson Sigurdur H 
3Sigurdsson Birkir Karl 30 - 1 3Sigurdarson Tomas Veigar 
4Halldorsson Hjorleifur 0 - 1 3Bjarnason Saevar 
5Aegisson Sigurdur ½ - ½ Eiriksson Sigurdur 
6Bjorgvinsson Andri Freyr 20 - 1 2Jonsson Pall Agust 
7Sigurdsson Sveinbjorn 21 - 0 2Arnason Bjarni 
8Waage Geir 20 - 1 2Sigurdsson Jakob Saevar 
9Thorgeirsson Jon Kristinn 2½ - ½ Jonsson Thorgeir Smari 
10Palsdottir Soley Lind 10 - 1 1Jonsson Loftur H 
11Jonsson Hjortur Snaer 1½ - ½ 1Magnusson Jon 
12Baldvinsson Fridrik Johann 01 bye

Staðan:

Rk. NameRtgPts. TB1
1FMKjartansson David 2289417
2 Karason Askell O 2250416,5
3IMBjarnason Saevar 2141415,5
4 Sigurdarson Tomas Veigar 1959414,5
5 Sigurdsson Birkir Karl 1481314
6 Jonsson Sigurdur H 1860313,5
7 Karlsson Mikael Johann 1835313,5
8 Eiriksson Sigurdur 1944312,5
9 Aegisson Sigurdur 1720312,5
10 Jonsson Pall Agust 1895312,5
11 Sigurdsson Sveinbjorn 1866311
12 Sigurdsson Jakob Saevar 1801310,5
13 Halldorsson Hjorleifur 19742,512,5
14 Thorgeirsson Jon Kristinn 16432,510,5
15 Jonsson Thorgeir Smari 0214
16 Waage Geir 1470212
17 Bjorgvinsson Andri Freyr 1310211,5
18 Arnason Bjarni 1385211,5
19 Jonsson Loftur H 158028,5
20 Magnusson Jon 01,512
21 Jonsson Hjortur Snaer 13901,510,5
22 Palsdottir Soley Lind 1214112
23 Baldvinsson Fridrik Johann 019

 

 

 


Héðinn tekur sæti í landsliðsflokki

Héðinn SteingrímssonStórmeistarinn Héðinn Steingrímsson tekur þátt í landsliðsflokki sem fram fer 15.-23. apríl.  Björn Þorfinnsson hefur hins vegar dregið sig út úr mótinu.  Mótið verður 10 manna og fer fram á Eiðum sem er í næsta nágrenni við Egilsstaði.  Til að ná stórmeistaraáfanga þarf 7 vinninga en til að ná áfanga að alþjóðlegum meistaratitli þarf 5½ vinning.  Umferðirnar hefjast kl. 14 á daginn.  Keppendalistinn er sem hér segir: 

 

NafnTit.Stig
HéðinnGM2554
HenrikGM2533
StefánIM2483
BragiIM2417
ÞrösturGM2387
IngvarFM2338
Guðmundur KIM2327
RóbertFM2320
Guðmundur G 2291
Jón Árni 2195
  2385

 

Sjá nánar á heimasíðu mótsins


NM stúlkur – Pisitill 2. umferðar

A-flokkur:
Hallgerður – Erle A. M. Hansen, Noregi ½-½
Jóhanna – Elise Forså, Noregi 1-0

Hallgerður var með hvítt á móti Erle frá Noregi. Sú norska tefldi mjög stíft upp á
jafntefli og eftir langa baráttu varð Hallgerður að sætta sig við það að hún næði ekki að
vinna skákina og jafntefli var samið. Það er greinilegt að stúlkurnar í A-flokki bera mikla
virðingu fyrir Hallgerði og gera allt til að drepa allt líf í skákunum á móti henni. Jóhanna
var með hvítt á móti Elise frá Noregi. Jóhanna vann örugglega í vel tefldri skák. Vel gert
hjá henni og tveir góðir sigrar komnir í hús.

B-flokkur:
Thea Nicolajsen, Danmörku – Hrund 0-1
Siff Talvad Linde, Danmörku – Elín 0-1

Hrund tefldi með svörtu á móti hinni dönsku Theu og ekki byrjaði það vel! Hrund var
aðeins annars hugar þegar skákin hófst og þegar andstæðingurinn lék d4 í fyrsta leik tók
hún óvart um riddarann á b8 og þá var ekkert annað að gera en að leika Rc6 í fyrsta leik.
Þetta er frekar sjaldséð byrjun sem Hrund hafði aldrei séð áður! Hún sýndi samt mikla
seiglu og eftir að hafa komist í heldur betra endatafl, vann hún örugglega. Elín tefldi með
svörtu á móti Siff frá Danmörku. Elín tefldi mjög vel og fékk fínustu stöðu. Sú danska
var orðin mjög hrædd og bauð jafntefli sem Elín hafnaði réttilega. Elín missti svo í
framhaldinu af mannsfórn sem hefði gert út um skákina en tapaði í staðinn peði og
skákinni í framhaldinu. Eins og Elín er að tefla, þá er alveg klárt að hún á eftir að vinna
sig upp í þessum flokki.
DSCF8816

C-flokkur:
Veronika – Sara Hadi Mirza, Svíþjóð 1-0
Hanna Jacobsen, Færeyjum – Ásta Sóley 1-0

Veronika tefldi fína skák á móti Söru frá Svíþjóð
(sjá skák að neðan). Eitthvað var liðstjórinn að
stríða henni á því í gær að hafa ekki fundið nógu
fallegt mát þannig að hún vandaði sig því mjög
vel við það að máta andstæðinginn fallega í dag!
Ásta Sóley (mynd) tefldi við Hönnu frá Færeyjum og fékk
fína stöðu í dag en lék slysalega af sér drottningu
og tapaði því. Hún á klárlega mikið inni og er
engu lakari en hinar stelpurnar í þessu flokki.
Hún mun sitja yfir í þriðju umferð því önnur
sænska stelpan í flokknum veiktist rétt fyrir mót
og því stendur á stöku. Ásta verður því komin
með einn vinning þegar hún teflir aftur í
fyrramálið.

Magnusdottir,Veronika Steinunn - Mirza,Sara Hadi [C50]1.e4 e5 2.¤f3 ¤c6 3.d4 exd4 4.¥c4 h6 5.¤xd4 ¥c5 6.¥e3 £f6 7.c3 ¤ge7 8.0–0 0–0 9.¦e1 ¥b6 10.£f3 £g6 11.¤b5 ¤e5 12.£e2 £xe4 13.¤d2 £g6 14.¥xb6 axb6 15.£xe5 ¤f5 16.¤xc7 ¦a5 17.¤d5 ¦c5 18.¥d3 d6 19.£e4 ¥e6 20.¤f4 £f6 21.¤xe6 fxe6 22.£xe6+ £xe6 23.¦xe6 ¦d5 24.¥c4 ¦c5 25.¦e8+ ¦xc4 26.¦xf8+ ¢xf8 27.¤xc4 b5 28.¤e3 ¤e7 29.¦d1 ¤c8 30.¢f1 g6 31.¢e2 ¢e7 32.f4 ¢e6 33.g4 ¢f6 34.h4 b6 35.¦d5 b4 36.cxb4 ¢e6 37.¦b5 ¢f6 38.¢f3 ¢e6 39.f5+ gxf5 40.¤xf5 ¢f6 41.¤xh6 ¢e6 42.g5 d5 43.g6 ¢f6 44.h5 d4 45.¦d5 ¤e7 46.¦xd4 ¢g7 47.¦d7 ¢xh6 48.¦xe7 b5 49.a4! Diagram  Veronika
49...bxa4 50.¢g4! a3 51.¦h7# 1–0  

Í þriðju umferð sem nú er nýhafin eru eftirfarandi skákir: 

Erle A. M. Hansen, Noregi – Jóhanna Björg

Elise Forså, Noregi – Hallgerður

Hrund – Sara Traber Olsen, Færeyjum

Elín – Thea Nicolajsen, Danmörku

Freja Vansgaard, Danmörku – Veronika

Ásta Sóley situr yfir. 

Davíð Ólafsson

 


Aðalfundur Norræna skáksambandsins fer fram í dag

Gunnar Björnsson með forsetabikarinnAðalfundur Norræna Skáksambandins fer fram í dag í höfuðstövðum SÍ.  Þetta er sennilega í um 15-20 sem fundurinn er haldinn hérlendis.   Hingað er til mættir til leiks fulltrúar allra sambandanna.   Í gær var óformlegur fundinn og slegið upp hraðskákmóti í húsnæði Skákakdemíu Reyjavíkur, President Cup.   Gunnar Björnsson sigraði þar mðe 5½ vinning í 6 skákum eftir að hafa unnið norska kollegan Jöran Aulin-Jansson (2232) í hreinni úrslitaskák í lokaumferðinn.  Gunnar fékk að launum bikarinn "President Cup".

 


Skákþing Norðlendinga: Sjö skákmenn efstir eftir atskákirnar

Skákþing Norðlendinga hófst í gær í Siglurfirði.  23 skákmenn taka þátt sem verður að teljast góð þátttöka.  Í fyrstu umferðunum, sem tefldar voru í gærkvöldi, voru tefldar atsákir.   Sjö skákmenn eru jafnir og efstir með 3 vinninga og ljóst að það má búast við harðri baráttu í dag en fimmta umferð hefst kl. 10:30.  Tvær skákir eru tefldar í dag en mótinu lýkur á morgun.

Mótstaflan:

Rk.NameRtg1.Rd2.Rd3.Rd4.Rd5.RdPts. 
1Kjartansson David 2289 10s1 12w1  2s½  3w½  7s 3
2Bjarnason Saevar 2141 22s1  7w1  1w½  5s½  9s 3
3Karason Askell O 2250 13w1 11s1  5w½  1s½  6w 3
4Sigurdsson Birkir Karl 1481  9s½ 19w1  6w1  8s½  5w 3
5Sigurdarson Tomas Veigar 1959 15s1 18w1  3s½  2w½  4s 3
6Jonsson Sigurdur H 1860 20s1  8w1  4s0 12w1  3s 3
7Karlsson Mikael Johann 1835 23w1  2s0 16w1 11s1  1w 3
8Eiriksson Sigurdur 1944 21w1  6s0 13w1  4w½ 10s 2,5
9Halldorsson Hjorleifur 1974  4w½ 14s0 21w1 18s1  2w 2,5
10Aegisson Sigurdur 1720  1w0 21s1 19w1 14s½  8w 2,5
11Jonsson Pall Agust 1895 17s1  3w0 15s1  7w0 16s 2
12Sigurdsson Sveinbjorn 1866 16w1  1s0 20w1  6s0 17w 2
13Thorgeirsson Jon Kristinn 1643  3s0 17w1  8s0 20w1 18w 2
14Sigurdsson Jakob Saevar 1801 19s0  9w1 18s½ 10w½ 15s 2
15Waage Geir 1470  5w0 23s1 11w0 19s1 14w 2
16Bjorgvinsson Andri Freyr 1310 12s0 22w1  7s0 23w1 11w 2
17Arnason Bjarni 1385 11w0 13s0-1 22w1 12s 2
18Jonsson Thorgeir Smari 0-1  5s0 14w½  9w0 13s 1,5
19Magnusson Jon 0 14w1  4s0 10s0 15w0 21s 1
20Palsdottir Soley Lind 1214  6w0-1 12s0 13s0 22w 1
21Jonsson Hjortur Snaer 1390  8s0 10w0  9s0-1 19w 1
22Jonsson Loftur H 1580  2w0 16s0 23w1 17s0 20s 1
23Baldvinsson Fridrik Johann 0  7s0 15w0 22s0 16s0  0w 0

 

 

 


NM stúlkur – Pistill 1. umferðar

 Í heildina gekk fyrsta umferðin ágætlega hjá okkar stúlkum.  Liðstjórinn hefði þó þDSCF8803egið fleiri vinninga í hús en þrír og hálfur af sex með svart í fimm skákum er þó ekkert til að kvarta yfir. Í A-flokki tefldi Hallgerður (mynd) með svörtu við Helene B Søndegaard frá Danmörku.  Sú danska fékk reyndar heldur betra úr byrjuninni en reyndi lítið til að vinna og hélt sér mjög fast.  Hallgerður gekk á lagið og bætti stöðu sína smátt og smátt og innbyrti að lokum fínan vinning.  Jóhanna tefldi við Amalie Lindestrøm frá Danmörku. (sjá skákina hér að neðan). Jóhanna hafði tögl og haldir allan tíman og kláraði loks skákina á fallegan hátt: 1.e4 c5 2.d4 cxd4 3.c3 dxc3 4.¤xc3 ¤c6 5.¤f3 e6 6.¥c4 a6 7.0–0 ¤ge7 8.£e2 ¤g6 9.¦d1 ¥e7 10.¥e3 0–0 11.¦ac1 b5 12.¥b3 ¥b7 13.£d2 d6 14.¥f4 ¤xf4 15.£xf4 ¦c8 16.¦d2 ¤a5 17.¥c2 ¤c4 18.¦e2 ¤xb2 19.¥b1 ¤c4 20.¥d3

Johanna

20...¤e5! 21.¤xe5 dxe5 22.£e3 ¥g5 0–1   

Í B-flokki tefldi Elín með svörtu við Maud Rødsmoen frá Noregi.  Elín fékk ágæta stöðu úr byrjuninni en skorti sjálfstraust í framhaldinu og tapaði í framhaldinu.  Elín er nú með það á hreinu að hún þarf ekkert að óttast þessar stelpur í sínum flokki og mun tefla af meiri ákveðni í komandi skákum.  Hrund var sú eina af íslensku stelpunum sem hafði hvítt.  Hún tefldi við Louise Segerfelt frá Svíþjóð.  Hrund tefldi skákina vel að mestu leyti en lék reyndar einu sinni af sér en sú sænska missti sem betur fer af því!  Hrund pressaði allan tíman og var sú sænska mjög fegin að sleppa með jafntefli.  Vel tefld skák hjá báðum fyrir utan þennan eina afleik sem þær misstu báðar af. Í C-flokki tefldi Ásta Sóley með svörtu við Hanne B. Kyrkjebø frá Noregi.  Það var talsvert stress hjá Ástu sem er að tefla á sínu fyrsta móti erlendis og fékk hún erfiða stöðu fljótlega og sá aldrei til sólar í skákinni og tapaði að lokum.  Ásta er staðráðin í að gera betur í dag nú þegar hún hefur jafnað sig á mesta stressinu. Veronika er líka að tefla á sínu fyrsta móti erlendis og var einnig nokkuð stressuð sem kom fram í því að hún tefldi mun hraðar en venjulega.  Hún tefldi með svörtu við Andreu Keitum frá Danmörku fína skák þar sem sú danska pressaði nokkuð í byrjun en Veronika vann peð og stóð nokkuð betur þegar sú danska lék skyndilega af sér hrók og úrslitin voru ráðin. Í heildina má þó segja að dagurinn hafi gengið nokkuð vel þrátt fyrir nokkuð stress hjá yngstu keppendunum.  Markmið númer eitt næstu daga er að laga skorið hjá okkur á móti Noregi (töpuðum 0-2) en reyna að halda sama skori á móti dönum (unnum 3-0)! Af svefnmálum er það að frétta að íslensku tröllin fengu að halda stærstu rúmunum í Lille Norge og sváfu eins og englar í nótt! Kveðja frá Danmörku, Davíð Ólafsson

 

 


NM stúlkna - Úrslit fyrstu umferðar

Fyrsta umferð NM-stúlkna er rétt nýhafin.  Pörun íslensku keppendanna er eftirfarandi:

A-flokkur:
Helene B. Söndegaard, Danmörk - Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir 0-1
Amalie Lindeström, Danmörk - Jóhanna Björg Jóhannsdóttir 0-1

B-flokkur:
Maud Rödsmoen, Noregur - Elín Nhung 1-0
Hrund Hauksdóttir - Louise Segerfeld, Svíþjóð 0.5-0.5

C-flokkur:
Hanna B. Kyrkjebö, Noregi - Ásta Sóley Júlíusdóttir 1-0
Andrea Keitum, Danmörk - Veronika Steinunn Magnúsdóttir 0-1

 Pistill á morgun.

Davíð Ólafsson


NM stúlkna - Pörun fyrstu umferðar

Fyrsta umferð NM-stúlkna er rétt nýhafin.  Pörun íslensku keppendanna er eftirfarandi:

A-flokkur:
Helene B. Söndegaard, Danmörk - Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir
Amalie Lindeström, Danmörk - Jóhanna Björg Jóhannsdóttir

B-flokkur:
Maud Rödsmoen, Noregur - Elín Nhung
Hrund Hauksdóttir - Louise Segerfeld, Svíþjóð

C-flokkur:
Hanna B. Kyrkjebö, Noregi - Ásta Sóley Júlíusdóttir
Andrea Keitum, Danmörk - Veronika Steinunn Magnúsdóttir

Annars er allt fínt að frétta af íslenska hópnum.  Við komum hingað um kvöldmat í gær og dveljum í góðu yfirlæti í litlum sumarbúðum sem nefnast Lille Norge.  Við og færeyingarnir vorum einu þjóðirnar sem gistu á staðnum í nótt. Við karlarnir tveir (undirritaður og Magnús faðir Veroniku) gerðum okkur því lítið fyrir og stálum einsmannsherbergjum svíanna sem tryggði góðan nætursvefn í nótt. Það verður svo látið reyna á það í kvöld hvort við höldum herbergjunum því hinn kosturinn eru þessar frábæru kojur í barnastærð sem eiga frekar illa við okkur þar sem við erum nú ekki minnstu mennirnir á svæðinu.DSCF8770

Fyrripart dags nýttum við í að fara í sund og göngutúr í bænum í rokinu í dag.  Stelpurnar nýttu að sjálfsögðu tækifærið og lituðust um í fáeinum tískubúðum.  Úrslit umferðarinnar ættu að vera klár á milli 8 og 9 í kvöld að íslenskum tíma.


NM stúlkna hefst í dag

Norðurlandamót stúlkna hefst í dag í Jetsmark í Danörku.  Ísland á þar 6 fulltrúa í 3 flokkum.  Í a-flokki (1991-94) tefla Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir (2010) og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1868), Í b-flokki (1995-97) tefla Hrund Hauksdóttir (1497) og Elín Nhung (1310) og c-flokki (1998-) tefla Veronika Steinunn Magnúsdóttir (1389) og Ásta Sóley Júlíusdóttir (1400).

Fararstjóri stelpnanna er Davíð Ólafsson, landsliðsþjálfari kvenna.

Heimasíða mótsins


« Fyrri síða | Næsta síða »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.7.): 13
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 133
  • Frá upphafi: 8778951

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 108
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband