Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Íţróttir

Afmćlismót hjá Vin á morgun

Vin varđ 15 ára fyrr í mánuđinum og nú á mánudaginn, ţann 18. febrúar halda Skákfélag Vinjar og Hrókurinn veglegt afmćlismót. Ţađ hefst klukkan 13:00.  Penninn gefur glćsilega bókavinninga. 

Tefldar verđa hrađskákir eftir monradkerfi ţar sem umhugsunartíminn er 7 mínútur.

Skákstjóri er Róbert Harđarson en hann er einn ţeirra Hróksmanna - og kvenna - sem komiđ hafa í Vin á mánudögum undanfarin fjögur ár og haldiđ uppi skákstarfi ţar. 

Vin er ađ Hverfisgötu 47 í Reykjavík, síminn er 561-2612 og eftir mót er kaffiveisla ađ venju.

Allir hjartanlega velkomnir.


Hjörvar gerđi jafntefli í fimmtu umferđ

Atli Freyr Kristjánsson og Hjörvar Steinn GrétarssonHjörvar Steinn Grétarsson (2247) gerđi jafntefli viđ  Armenann Vardan Grigorian (2285) í fimmtu umferđ B-flokks Aeroflots Open sem fram fór í morgun/nótt í Mosku.   Hjörvar hefur 2 vinninga en hefur allt mótiđ teflt upp fyrir sig.  Helgi Ólafsson mćtir rússneska stórmeistaranum og fyrrverandi FIDE-heimsmeistara Alexander Khalifman (2638) í fjórđu umferđ sem fram fer á dag og verđur sýnd beint á vef mótsins.  

Aeroflot Open er almennt taliđ sterkasta opna mót hvers árs.  Međal keppenda er mikill fjöldi stórmeistara en teflt er í fjórum flokkum.  Stórmeistarinn Helgi Ólafsson (2531) teflir í A1-flokki en Hjörvar Steinn Grétarsson (2247) í b-flokki.   Hjörvar teflir eldsnemma á morgnana en Helgi síđar á daginn og ţví munu úrslit í viđureignum ţeirra berast á mismunandi tíma.   Auk ţess er B-flokkur einni umferđ á undan A1-flokki.  

Ivanchuk og Topalov efstir í Moreliu

Aronian-AnandÚkraninn Ivanchuk og Búlgarinn Topalov eru efstir međ 1,5 vinning ađ lokinni 2. umferđ mótsins sem fór í gćrkveldi/nótt.   Ivancuk sigrađi Leko í umferđinni í gćr.  Mesta athygli vakti ţó sigur Aronians á Anand. Ţriđja umferđ fer fram í kvöld og hefst umferđin kl. 21:30.

Úrslit 2. umferđar:

Vishy Anand 
0-1
 Levon Aronian
Teimour Radjabov 
˝-˝
 Veselin Topalov
Vassily Ivanchuk 
1-0
 Peter Leko
Alexei Shirov 
˝-˝
 Magnus Carlsen


Stađan:



 12345678 
1.Ivanchuk, VassilygUKR2751**....˝.1.......2936
2.Topalov, VeselingBUL2780..**1.......˝...2930
3.Aronian, LevongARM2739..0.**....1.....12789
4.Carlsen, MagnusgNOR2733˝.....**......˝.12753
5.Lékó, PetergHUN27530.......**..1...12743
6.Anand, ViswanathangIND2799....0.....**..1.12747
7.Radjabov, TeimourgAZE2735..˝.....0...**..˝2573
8.Shirov, AlexeigESP2755......˝...0...**˝2573

 


Helgi međ jafntefli í ţriđju umferđ

Helgi ólafssonStórmeistarinn Helgi Ólafsson (2531) gerđi jafntefli viđ armenska stórmeistaranum Artashes Minisian (2578) í ţriđju umferđ A1-flokks Aeroflots Open sem fram fór í Moskvu í dag.   Helgi hefur 1,5 vinning og mćtir rússneska stórmeistaranum og fyrrverandi FIDE-heimsmeistara Alexander Khalifman (2638) í fjórđu umferđ sem fram fer á morgun.

Hjörvar Steinn Grétarsson (2247), sem teflir í B-flokki, mćtir Armenanum Vardan Grigorian (2285) í fimmtu umferđ sem fram fer á morgun. 

Aeroflot Open er almennt taliđ sterkasta opna mót hvers árs.  Međal keppenda er mikill fjöldi stórmeistara en teflt er í fjórum flokkum.  Stórmeistarinn Helgi Ólafsson (2531) teflir í A1-flokki en Hjörvar Steinn Grétarsson (2247) í b-flokki.   Hjörvar teflir eldsnemma á morgnana en Helgi síđar á daginn og ţví munu úrslit í viđureignum ţeirra berast á mismunandi tíma.   Auk ţess er B-flokkur einni umferđ á undan A1-flokki.  

Heimasíđa mótsins   


Guđmundur norđurlandameistari!

Guđmundur KjartanssonGuđmundur Kjartansson varđ rétt í ţessu norđurlandameistari í skólaskák.  Hann varđ í 1.-2. sćti í a-flokki en vann Fćreyinginn Helga Dam Ziska á hálfu stigi eftir stigaútreikning.   Sverrir Ţorgeirsson og Dagur Andri Friđgeirsson enduđu í 2. sćti og Dađi Ómarsson í ţriđja sćti.  Patrekur Maron Magnússon, sem vann fjórar skákir í röđ, og Friđrik Ţjálfi Stefánsson urđu í skiptu ţriđja sćti en enduđu í fjórđa sćti eftir stigaútreikning.

Páll Sigurđsson og Davíđ Ólafsson voru liđsstjórar íslenska liđsins.   

Pistill Davíđs:

Úrslit hjá íslensku keppendunum urđu eftirfarandi:


Guđmundur Kjartansson (2307) - Anders G. Hagen, Noregur (2049)         1-0
Atli Freyr Kristjánsson (2019) - Rasmus Lund Petersen, Danmörk (1800) 1-0
Dađi Ómarsson (1999) - Sverrir Ţorgeirsson (2120)                               0,5-0,5
Erik Vaarala, Svíţjóđ (1720) - Patrekur Maron Magnússon (1785)             0-1
Svanberg Már Pálsson (1820) - Jonathan Westerberg, Svíţjóđ (1791)        0-1
Dagur Andri Friđgeirsson (1799) - Friđrik Ţjálfi Stefánsson (1455)           0,5-0,5
Kristófer Gautason (1245) - Johan Salomon, Noregur (735)                       1-0
Valdemar Stenhammar, Svíţjóđ (1021) - Dagur Ragnarsson (0)                 0-1
 
Í A-flokki sigrađi Guđmundur eftir mikla baráttu.  Hann var síđastur ađ klára og voru spenntir Íslendingar og Fćreyingar í kringum borđiđ.  Hann vann ađ lokum og hafđi betur í stigaútreikningi um 1. sćtiđ gegn alţjóđlega meistaranum Helga Dam Ziska frá Fćreyjum.  Guđmundur Kjartansson er ţví Norđurlandameistari í A-flokki 2008!  Atli Freyr vann öruggan sigur á andstćđingi sínum og endađi í 6.-9. sćti.  Í B-flokki gerđur Dađi og Sverrir jafntefli eftir nokkra baráttu.  Góđur árangur hjá ţeim félögum sem enduđu í 2. og 3. sćti í flokknum.  Í C-flokki sigrađi Patrekur andstćđing sinn í góđri skák en Svanberg tapađi fyrir ţeim sem lenti í öđru sćti í flokknum.  Patrekur mjög nálćgt ţví ađ ná verđlaunum en endađi í 4. sćti eftir stigaútreikning.  Svanberg endađi í 10. sćti.  Í D-flokki gerđu Dagur Andri og Friđrik Ţjálfi innbyrđis jafntefli eftir litla baráttu.  Ţeir hefđu gjarnan mátt tefla ađeins lengur ţví allar skákir í svona mótum eru góđ ćfing.  Dagur Andri endađi í 2. sćti í ţessum flokki en Friđrik Ţjálfi var óheppinn ađ ná ekki verđlaunum og endađi í 4. sćti.  Í E-flokki tapađi Kristófer eftir ađ hafa leikiđ illa af sér manni á međan Dagur sigrađi örugglega andstćđing sinn.  Dagur endađi í 4. sćti og Kristófer endađi í 5.-7. sćti.
 
Í heildina má segja ađ árangurinn á mótinu hafi veriđ mjög góđur.  Flest allir íslensku keppendanna eru ađ ná 50% eđa hćrra vinningshlutfalli.  Ísland endađi í 2. sćti á eftir Noregi í keppni ţjóđanna, en Norđmenn virtust vera međ gríđarlega sterkt liđ hér.
 
Lokastađan í Landskeppninni:
Noregur    38 
Ísland       35,5
Svíţjóđ      32
Finland      31,5
Danmörk   22,5
Fćreyjar   21,5
 
Kveđja,
Davíđ

 

Tenglar:

Spassky kemur!

Boris SpasskySamkvćmt frétt mbl.is er Spassky vćntanlegur hingađ í kringum Reykjavíkurskákmótiđ.   Einnig munu Pal Benko, Vlastimil Hort og Lajos Portisch vera vćntanlegir samkvćmt sömu frétt en 65 ára afmćlisdagur Fischers verđur á međan Reykjavíkurskákmótiđ er í gangi.

Sjá nánar frétt mbl.is

 


Meistaramót Hellis: Pörun fjórđu umferđar

Bjarni Jens og Helgi BrynjarssonÍ dag voru tefldar ţrjár frestađar skákir úr ţriđju umferđ Meistaramóts Hellis.  Bjarni Jens Kristinsson vann Helga Brynjarsson og er efstur međ fullt hús ásamt Henrik Danielsen, Jón Árni Halldórsson sigrađi Geir Guđbrandsson og Vigfús Ó. Vigfússon lagđi Pál Andrason.   Nú liggur fyrir pörun í fjórđu umferđ sem fram fer á mánudagskvöld.    

Úrslit frestađra skáka:

 

NamePtsRes.Pts Name
Bjarni Jens Kristinsson21  -  02 Helgi Brynjarsson
Jon Arni Halldorsson11  -  01 Geir Gudbrandsson
Vigfus Vigfusson11  -  01 Pall Andrason

 

Stađan:

 

Rk.NameRtgClub/CityPts. Rprtg+/-
1Danielsen Henrik 2506Haukar3,0 24252,2
 Kristinsson Bjarni Jens 1822Hellir3,0 246635,5
3Halldorsson Jon Arni 2174Fjölnir2,0 1661-12,3
 Johannesson Gisli Holmar 2054Hellir2,0 20000,0
 Vigfusson Vigfus 2052Hellir2,0 00,0
 Brynjarsson Helgi 1914Hellir2,0 18894,8
 Leifsson Thorsteinn 1825TR2,0 1869-2,8
 Traustason Ingi Tandri 1788Haukar2,0 1718-4,5
9Lee Gudmundur Kristinn 1365Hellir1,0 1619 
 Andrason Pall 1365Hellir1,0 1715 
 Gudbrandsson Geir 1330Haukar1,0 1751 
 Kjartansson Dagur 1325Hellir1,0 1534 
 Sigurdsson Birkir Karl 1295Hellir1,0 0 
 Oskarsson Arnar Freyr 0 1,0 0 
15Steingrimsson Brynjar 0Hellir0,0 817 


Röđun 4. umferđar:

 

NamePtsRes.PtsName
Henrik Danielsen3-3Bjarni Jens Kristinsson
Thorsteinn Leifsson2-2Jon Arni Halldorsson
Helgi Brynjarsson2-2Gisli Holmar Johannesson
Vigfus Vigfusson2-2Ingi Tandri Traustason
Birkir Karl Sigurdsson1-1Gudmundur Kristinn Lee
Pall Andrason1-1Dagur Kjartansson
Geir Gudbrandsson1-1Arnar Freyr Oskarsson
Brynjar Steingrimsson01  -  - Bye

 

 


NM: Pistill fimmtu umferđar

Hinn geđţekki liđsstjóri strákanna, Davíđ ÓlafssonHinn geđţekki liđsstjóri á NM í skólaskák, Davíđ Ólafsson, hefur sett saman pistil fyrir fimmtu umferđ.  

Pistillinn:

Frábćrt gengi í 5. umferđinni 8,5 vinningar af 10 mögulegum í hús!  Ţađ hlaut ađ koma ađ ţví ađ viđ nćđum einni umferđ međ frábćru skori, enda eru drengirnir ađ leggja allt sitt í hverja umferđ.
 
Úrslitin í morgun voru eftirfarandi:

Guđmundur Kjartansson (2307) - Michael Nguyen, Danmörk (2148)       1-0
Atli Freyr Kristjánsson (2019) - Johannas L. Kvisla, Noregur (2130)     0,5-0,5
Sverrir Ţorgeirsson (2120) - Jon Kristian Harr, Noregur (1922)                1-0
Dađi Ómarsson (1999) - Rogvi Egilstoft Nielsen, Fćreyjar (1839)           1-0
Pćtur Poulsen, Fćreyjar (1140) - Patrekur Maron Magnússon (1785)     0-1
Runi Egholm Vörmadal, Fćreyjar (1355) - Svanberg Már Pálsson (1820) 0-1
Erik Rönkä, Finland (1702) - Dagur Andri Friđgeirsson (1798)                  0-1
Peter Flermoen, Noregur (1996) - Friđrik Ţjálfi Stefánsson (1455)             0-1
Kristófer Gautason (1245) - Farzam Firooznia, Danmörk (1000)               1-0
Dagur Ragnarsson (0) - Sjúrđur Olsen, Fćreyjar (1000)                          1-0
 
Í A-flokki vann Guđmundur góđan og fremur öruggan sigur ţar sem hann hafđi frumkvćđiđ allan tíman.  Atli Freyr gerđi jafntefli ţar sem andstćđingurinn tefldi grjótgarđinn og hélt sér fast.  Í B-flokki vann Sverrir góđan sigur eftir ađ hafa fengiđ örlítiđ verra út úr byrjuninni en snéri fljótlega á andstćđinginn og vann tvö peđ sem gerđi eftirleikinn auđveldan.  Dađi sigrađi andstćđing sinn í góđri skák.  Drengurinn sá telur ekki peđin ţegar hann er í sókn!  Ţegar ég sá stöđuna hjá honum hugsađi ég bara - "ţađ er eins gott ađ sóknin gangi upp ţví annars er andstćđingurinn međ fjögur samstćđ frípeđ!  Ekki ţurfti ég ađ hafa frekari áhyggjur ţar sem andstćđingur hans gafst upp skömmu síđar saddur lífdaga.  Í C-flokki sigrađi Patrekur andstćđing sinn í góđri skák ţar sem hann klárađi ađra umferđina í röđ međ snyrtilegri mannsfórn.  Svanberg sigrađi sinn andstćđing áreynslulítiđ.  Í D-flokki vann Dagur Andri góđan sigur ţar sem hann međ mikilli ţolinmćđi braut niđur vörn andstćđingsins sem reyndi ađ halda sér fast međ Hrók og Biskup gegn Drottningu.  Friđrik Ţjálfi tapađi frekar slysalega fyrir andstćđingi sínum.  Hann bar heldur mikla virđingu fyrir andstćđingnum sem teflir í ţessum flokki eins og sá sem valdiđ hefur.  Friđrik ţarf bara ađ átta sig á ţví ađ hann er engu verri skákmađur en ţessir strákar sem hafa miklu fleiri skákstig en hann.  Ég spái ţví ađ Friđrik eigi eftir ađ hćkka hratt á stigum í nćstu mótum.  E-flokkurinn var líflegur ađ vanda.  Kristófer sigrađi andstćđing sinn örugglega og var hálf fúll yfir ţví ađ hann gafst strax upp hróki undir.  Hann vildi fá ađ máta drenginn eftir kúnstarinnar reglum!  Ţađ er ljóst ađ Ísland vinnur í keppninni um líflegasta skákmanninn.  Dagur Ragnarsson ber ţann titil međ sóma.  Hann er einstaklega opinn og líflegur drengur sem lifir sig vel inn í ţađ sem hann er ađ gera.  Í skákinni í dag lenti hann skiptamun undir en var engu ađ síđur međ góđa stöđu.  Ađ lokum kom ađ ţví ađ hann gat gaflađ Biskup og Kóng andstćđings síns međ Riddara.  Af mikilli innlifun skákađi hann Biskupinn af og um leiđ heyrđist hátt í skáksalnum "yeeesss".
 
Stemningin í hópnum hér í Danmörku er mjög góđ og tóku yngstu drengirnir sig til í hádeginu og burstuđu Svía 4-0 í óopinberum landsleik í fótbolta.
 
Síđasta umferđin verđur tefld klukkan 16 ađ dönskum tíma.  Viđ vorum ađ vísu svo óheppnir ađ Sverri og Dađi tefla saman, sem og Dagur Andri og Friđrik Ţjálfi.
 
Kveđja,
Davíđ 

Tenglar:


NM: 8,5 vinningur af 10 mögulegum í fimmtu umferđ!

Dagur AndriŢađ gekk glimrandi vel hjá íslensku krökkunum í fimmtu og nćstsíđustu umferđ Norđurlandamótsins í skák sem fram fór í morgun.   Alls komu 8,5 vinningur í hús af 10 mögulegum!  Íslensku skákmennirnir hafa ţví hlotiđ 29,5 vinning af 50 mögulegum.  

Dagur Andri Friđgeirsson hefur flesta vinninga íslensku skákmannanna eđa 4 vinninga, Guđmundur Kjartansson og Sverrir Ţorgeirsson hafa 3,5 vinning og Dađi Ómarsson, Patrekur Maron Magnússon, eftir 3 vinningsskákir í röđ, Friđrik Ţjálfi Stefánsson og Kristófer Gautason hafa 3 vinninga, Dagur Ragnarsson 2,5 vinning, og Atli Freyr Kristjánsson og Svanberg Már Pálsson 2 vinninga.  

Fljótlega er svo pistill Davíđs Ólafssonar liđsstjóra vćntanlegur en á međan beđiđ er eftir honum hvet ég skákáhugamenn til ađ lesa bloggsíđu Karls Gauta, skođa myndir frá mótinu eđa lesa úttekt Björns Ţorfinnssonar um mótiđ á Skákhorninu.

Tenglar:

Hjörvar tapađi í fjórđu umferđ

Hjörvar SteinnHjörvar Steinn Grétarsson (2247) tapađi fyrir rússneska alţjóđlega meistaranum Sergey Domogaev (2367) í fjórđu umferđ b-flokks Aeroflot Open sem fram fór fram í dag í Moskvu.   Hjörvar hefur 1,5 vinning.  Helgi Ólafsson (2531) mćtir armenska stórmeistaranum Artashes Minisian (2578) í ţriđju  umferđ A1-flokks sem fram fer á dag.

Aeroflot er almennt taliđ sterkasta opna mót hvers árs.  Međal keppenda er mikill fjöldi stórmeistara en teflt er í fjórum flokkum.  Stórmeistarinn Helgi Ólafsson (2531) teflir í A1-flokki en Hjörvar Steinn Grétarsson (2247) í b-flokki.   Hjörvar teflir eldsnemma á morgnana en Helgi síđar á daginn og ţví munu úrslit í viđureignum ţeirra berast á mismunandi tíma.  

 

Heimasíđa mótsins   


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.8.): 15
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 132
  • Frá upphafi: 8779309

Annađ

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 93
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband