Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júní 2017

Norđurlandamótiđ: Jóhann og Guđmundur sýndu enga miskunn - mćtast á morgun

Jóhann Hjartarson (2541) og Guđmundur Kjartansson (2464) sýndu andstćđingum sínum í dag litla miskunn og unnu sínar skákir - en tefldar voru tvćr umferđir í dag. Ţeir félagarnir eru efstir ásamt ţremur öđrum međ fullt hús vinninga.

Jóhann vann sćnska FIDE-meistarann Theodor Kenneskog (2318) og Guđmundur lagđi ađ velli heimamanninn Christopher Krantz (2200).

Ásamt ţeim eru efstir stórmeistararnir Allan Stig Rasmussen (2540), hin danski, og Nils Grandelius (2655), hinn sćnski, og svo hinn titillausi Svíi Stefan Schneider (2360).

Jóhann og Guđmundur mćtast í fjórđu umferđ sem fram fer á morgun og hefst kl. 13.

Áskell Örn Kárason (2271) fékk 1,5 vinninga í dag í flokki 50 ára og eldri og er efstur ásamt ţremur öđrum.

Á morgun hefst taflmennska á Norđurlandamóti kvenna. ţar er Lenka Ptácníková (2207) međal keppenda.

G. Sverrir Ţór skrifar pistil um gang mál á heimasíđu sćnska skáksambandsins

 


Sumarsyrpa Breiđabliks 2017 (fyrri) fer fram nćstu helgi

IMG_1229

Sumarsyrpa Breiđabliks er međ samskonar fyrirkomulagi og hin vinsćla Bikarsyrpa TR.

Mótiđ er ćtlađ börnum á grunnskólaaldri (fćddum 2001 og síđar) sem ekki hafa náđ 1600 skákstigum. Mótiđ er reiknađ til íslenskra og alţjóđlegra skákstiga.

Tefldar eru 5 umferđir eftir svissneska kerfinu. Tímamörk eru 30 mínútur + 30 sekúndur á hvern leik og geta skákirnar ţví varađ í allt ađ tvćr klukkustundir. Ţađ margborgar sig ađ vanda sig og nota tímann, en samt má búast viđ ţví ađ margar skákir klárist á styttri tíma.

Veitt verđa verđlaun í tveimur flokkum. Fyrir 12-16 ára og svo fyrir 12 ára og yngri. 

Dagskrá:

  • Föstudagurinn 30.júní : 1 umferđ klukkan 17:30
  • Laugardagurinn 1.júlí : 2 umferđ klukkan 10:30
  • Laugardagurinn 1.júlí : 3 umferđ klukkan 14
  • Sunnudagurinn 2.júlí: 4 umferđ klukkan 10:30
  • Sunnudagurinn 2.júlí: 5 umferđ klukkan 13:30

Teflt er í Glersalnum í Stúkunni viđ Kópavogsvöll.

Seinni sumarsyrpan fer fram helgina eftir Verslunarmannahelgina (11.-13.ágúst).

Skráning fer fram hér á Skák.is (guli kassinn efst).

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.


Allir íslensku skákmennirnir međ fullt hús

Ţađ gekk vel hjá íslensku keppendum í annarri umferđ Norđurlandamótsins í skák sem er rétt nýlokiđ.  Jóhann Hjartarson (2541) vann laglegan sigur á sćnska FIDE-meistaranum Tom Rydström (2313) og Guđmundur Kjartansson (2464) lagđi Danann Rasmus Thogersen (2222) örugglega ađ velli. Áskell Örn Kárason (2271) lét ekki sitt eftir liggja í flokki skákmanna 50 ára og eldri og vann Svíann Lennert B. Johannsson (1974). Ţremenningarnir hafa hafa allir fullt hús.

Ţađ er engin miskun á mótinu ţví tvćr umferđir eru tefldar í dag. Seinni umferđin hefst kl. 15. Jóhann teflir viđ sćnska FIDE-meistarann Theodor Kenneskog (2318), Guđmundur viđ heimamanninn Christopher Krantz (2200) og Áskell viđ Norđmanninn Kai Ortoft (1984).

 

 


Norđurlandamót grunn- og barnaskólasveita haldiđ ađ Laugum í Sćlingsdal í september

Laugar-sćlingsdal-2014-Custom

Norđurlandamót grunn- og barnaskólasveita fer fram ađ Laugum í Sćlingsdal dagana 22.-24. september nk. 

Fulltrúar Íslands verđa:

NM grunnskólasveita

  • Hörđuvallaskóli (Kópavogi)
  • Laugalćkjarskóli (Reykjavík)

NM barnaskólasveita

  • Álfhólsskóli (Kópavogi)
  • Ölduselsskóli (Reykjavík)


Dagskrá mótanna er sem hér segir:

  1. umferđ, föstudaginn, 22. september, kl. 20
  2. umferđ, laugardaginn, 23. september, kl. 10
  3. umferđ, laguardaginn, 23. september, kl. 16
  4. umferđ, sunnudaginn, 24. september, kl. 10
  5. umferđ, sunnudaginn, 24. september, kl. 16

Ţegar nćr dregur verđur sett upp sér heimasíđa fyrir mótiđ.

 


Kínverjar og Rússar heimsmeistarar landsliđa

ART_7108

Heimsmeistaramóti landsliđa lauk í gćr í Khanty-Mansiysk í Síberíu í Rússlandi. Mótiđ nú fékk afar litla athygli enda féll ţađ í skuggann á Parísarmótinu. Kínverjar unnu sigur í opnum flokki eftir spennandi baráttu viđ Rússa sem urđu ađrir. Pólverjar urđu ţriđju. 

ART_6865

Í kvennaflokki snerist dćmiđ viđ. Ţar hrepptu Rússarnir gulliđ og Kínverjar silfriđ. Georgíukonur urđu ţriđju.

Nánar má lesa um mótiđ á Chessdom

 


Skákhátíđ á Ströndum fer fram 7.-9. júlí

download

Skákhátíđ í Árneshreppi verđur haldin dagana 7. til 9. júlí ţar sem áhugamönnum gefst kostur á ađ spreyta sig gegn sumum bestu skákmönnum Íslands. Međal ţeirra sem ţegar eru skráđ til leiks eru Guđmundur Kjartansson, nýbakađur Íslandsmeistari, stórmeistararnir Jóhann Hjartarson, Jón L. Árnason og Lenka Ptacnikova og landsliđskonan Guđlaug Unnur Ţorsteinsdóttir. 

Hátíđin hefst međ tvískákarmóti og brennu í Trékyllisvík föstudagskvöldiđ 7. júlí kl. 20. Í tvískák eru tveir saman í liđi, og iđulega afar heitt í kolunum. 

963821

Hápunktur hátíđarinnar verđur laugardaginn 8. júlí í félagsheimilinu, minninningarmót Jóhönnu Kristjónsdóttur 2017. Jóhanna, sem lést 11. maí síđastliđinn, var međal ötulustu liđsmanna Hróksins og hafđi jafnframt sterk tengsl viđ Árneshrepp. Yfirskrift hátíđarinnar er sótt í kjörorđ Jóhönnu: Til lífs og til gleđi. 

d2009v_1152705

Minningarmótiđ hefst klukkan 14 og verđa tefldar 8 umferđir, međ 10 mínútna umhugsunartíma. Verđlaun á mótinu eru í senn vegleg og óvenjuleg, m.a. listaverk sem Guđjón Kristinsson frá Dröngum og Valgeir Benediktsson í Árnesi vinna sérstaklega af ţessu tilefni. Ţá verđa ýmsir munir úr fjarlćgum löndum, vegleg gjafabréf og fleiri vinningar. 

ImageHandler (1)

Á laugardagskvöldiđ verđur hátíđarkvöldverđur í félagsheimilinu, ţar sem ýmislegt verđur til skemmtunar, og verđlaun á minningarmóti Jóhönnu afhent. 

Hátíđinni lýkur međ hrađskákmóti í Kaffi Norđurfirđi sunnudaginn 9. júlí kl. 12. Ţar verđa tefldar 5 mínútna skákir, 7 umferđir, og sigurvegarinn hlýtur nafnbótina Norđurfjarđarmeistarinn 2017. 

Hrókurinn hefur um árabil efnt til skákviđburđa í Árneshreppi og ţangađ hafa flestir bestu skákmenn landsins og fjölmargir áhugamenn lagt leiđ sína á skákmót og hátíđir. 

ImageHandler

Árneshreppur er afskekktasta og fámennasta sveitarfélag á Íslandi, en jafnframt eitt hiđ fegursta og stórbrotnasta. Ţađ er Hróknum mikiđ gleđiefni ađ geta nú bođađ til hátíđar undir kjörorđunum: Til lífs og til gleđi. 

  • Áhugasamir ćttu ađ skrá sig sem fyrst hjá hrafnjokuls@hotmail.com eđa chesslion@hotmail.com
  • Mjög góđ tjaldstćđi eru í Trékyllisvík og Norđurfirđi.  
  • Gistirými er takmarkađ en viđ reynum ađ hjálpast ađ viđ ađ koma öllum góđum gestum í hús!

Norđurlandamótiđ í skák: Góđ byrjun Íslendinganna

431_Alf_Isaxson_gör_första_draget_ĺt_Nils_Grandelius

Íslensku skákmennirnir byrjuđu mjög vel á Norđurlandamótinu í skák sem hófst í Växjö í Svíţjóđ í dag. Allir unnu ţeir sínar skákir. Guđmundur Kjartansson (2464) ţurfti ţó ađ hafa mjög mikiđ fyrir sínum sigri gegn hinum hálfíslenska Baldri Teódóri Petersson (2086) sem var afar nćrri ţví ađ halda jafntefli. Íslandsmeistarinn ţurfti 88 leiki til leggja Baldur ađ velli. Jóhann Hjartarson (2541) vann Svíann Josef Ask (2120). Áskell Örn (2271) sem teflir flokki 50+ lagđi Ronny Kirpo ađ velli. 

NM1

Tvöfaldur dagur er á morgun. Fyrri umferđin hefst kl. 8 og sú síđari kl. 15. 

Í fyrri umferđ dagsins teflir Jóhann viđ sćnska FIDE-meistarann Tom Rydström (2313), Guđmundur viđ Danann Rasmus Thogersen (2222) og Áskell viđ Lennart B. Johansson (1974).

G. Sverrir Ţór skrifađi pistil um umferđ dagsins á heimasíđu sćnska skáksambandsins

 


Heimsmeistarinn marđi sigur í París - ţurfti bráđabana til

Clipboard02

Magnus Carlsen (2858) van sigur á París Grand Chess Tour mótinu sem lauk í gćr í París. Hann ţurfti mikiđ ađ hafa fyrir sigrinum enda gekk honum ekki vel í hrađskákinni. Ţar hlaut hann ađeins 11 vinninga í 18 skákum og endađi í 4.-5. sćti. Maxime Vachier-Lagrave fór ţar mestan og hlaut 13 vinninga. 

Clipboard03

Međ ţessari frábćru frammistöđu sinni náđi Frakkinn heimsmeistaranum ađ vinningum. ţeir tefldu bráđabanaeinvígi og ţar reyndist heimsmeistarinn vandanum vaxinn og hafđi sigur. 

Annađ mót sem sama fyrirkomulagi hefst í Leuven í Belgíu 28. júní nk. Međal keppenda ţar eru Carlsen, MVL, Wesley So, Baadur Jobava og Vladimir Kramnik. 

 

Clipboard01

Ítarlega frásögn um gang gćrdagsins má finna á Chess.com

Myndir: Maria Emelianova (af Chess.com). 

Heimasíđa mótsins


Mjóddarmót Hugins fer fram á laugardaginn

IMG_2836 (1)

Mjóddarmótiđ fer fram laugardaginn 1. júlí í göngugötunni í Mjódd.  Mótiđ hefst kl. 14 og er mótiđ öllum opiđ. Góđ verđlaun í bođi.  Á síđasta ári sigrađi Subway í Mjódd en fyrir ţá tefldi Dagur Ragnarsson.  Tefldar verđa sjö umferđir međ umhugsunartímanum 5 mínútur + 2 sekúndur á hvern leik.  Skráning fer fram í síma 866-0116 og hér á Skák.is (guli kassinn efst). Ţátttaka er ókeypis!

Mjóddarmótiđ var fyrst haldiđ 1999 og hét ţá Kosningamót Hellis og fór fram á kjördegi. Á fyrsta mótinu sigrađi Hannes Hlífar Stefánsson sem tefldi fyrir Símvirkjann. Mótiđ fékk fljótlega nafniđ Mjóddarmótiđ enda ekki hćgt ađ halda kosningamót á hverju ári og ekki var mögulegt ađ halda mótiđ á kjördegi eftir ađ félagiđ flutti í núverandi húsnćđi.

Verđlaun eru sem hér segir:

  • 1. 20.000
  • 2. 15.000
  • 3. 10.000

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.


Heimsmeistarinn efstur fyrir lokaátökin í París

naka-carlsen-draw

Heimsmeistarinn Magnus Carlsen (2851) er efstur fyrir lokaátökin í París sem fram fara í dag. Hikaru Nakamura (2792) var nú samt sá sem stóđ sig best í gćr en hann hlaut 7 vinninga í 9 skákum.  Carlsen hefur 20 stig en Nakamura hefur 19. Alexander Grischuk er ţriđji međ 17,5 vinninga.

players-jackets

Á ýmsu gekk í gćr. Keppendurnir fóru og teflda viđ krakka í gćr. Vakti ţar athygli ađ hann einn ţeirra vantađi, sjálfan heimsmeistarann. 

Sergey Karjakin tísti

 

Í ljós kom ađ heimsmeistarinn hafđi fengiđ frí en hann mun hafa kvartađ yfir bakmeiđslum. Fjarvera hans sló ekki gegn međal keppninautanna og lćkađi Nakamura viđ fćrslu Karjakin.

Taflmennskan í dag er hafin og byrjađi Carlsen best allra.

Nánar má lesa um gang gćrdagsins á Chess24

Myndir: Lennart Ootes (af Chess24). 

Heimasíđa mótsins


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 85
  • Sl. viku: 238
  • Frá upphafi: 8764695

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 142
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband