Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2014

Síđari hluti Íslandsmóts skákfélaga hefst á fimmtudagskvöld

Seinni hluti Íslandsmóts skákfélaga 2013-2014 fer fram dagana 27. febrúar-1 mars nk.  Mótiđ fer fram í Menntaskólanum viđ Hamrahlíđ. Keppnin hefst (eingöngu í 1.deild) kl. 19.30 fimmtudaginn 27.febrúar. 

Ađrar deildir munu hefja taflmennsku föstudaginn 28.febrúar  kl. 20.00 og síđan tefla laugardaginn 1. mars. kl. 11.00 og kl. 17.00 sama dag.  

Taflfélag Vestmannaeyja leiđir í efstu deild, Skákfélagiđ GM Hellir er í öđru sćti og Íslandsmeistarar Víkingaklúbbsins eru í ţriđja sćti. Búast má viđ ţessi félög berjist um Íslandsmeistaratitilinn.

Mótstöflu má finna á Chess-Results. 

Taflfélag Garđabćjar leiđir í annarri deild, Skákfélag Reykjanesbćjar er í öđru sćti og b-sveit Víkingaklúbbsins er í ţriđja sćti.

Mótstöflu má finna á Chess-Results

Skákdeild KR leiđir í ţriđju deild, b-sveit Skákfélags Akureyrar er í öđru sćti og Skákfélag Selfoss og nágrennis er í ţriđja sćti.

Mótstöflu má finna á Chess-Results.  

B-sveit Skákfélag Reykjanesbćjar leiđir í fjórđu deild, d-sveit Skákfélags Akureyar er í öđru sćti og c-sveit sama félags í ţví ţriđja.

Mótstöflu má finna á Chess-Results. 


Stelpućfingar hjá GM Helli

Stúlknaćfingar GM HellisSíđast liđnar fimm vikur hefur Skákfélagiđ GM Hellir haldiđ stúlknaćfingar undir stjórn landsliđs kvennanna Jóhönnu Bjargar Jóhannsdóttur og Elsu Maríu Kristínardóttur. Mćtingin hefur veriđ mjög góđ og bćtist í hópinn međ hverri ćfingu. Síđasta miđvikudag mćttu 10 vaskar stelpur á aldrinum 6 - 16 ára. Teflt var stutt mót međ 7 mínútna umhugsunar tíma. Ţar sem ţetta er eingöngu ćfing, međal annars í ţví ađ venjast ađ tefla međ klukkum, höfum viđ hjálpađ ţeim yngstu ađ muna ađ ýta á klukkuna. Ţćr sem voru ekki međ mannganginn á hreinu fengu ađstođ međ hann.

Ţegar ćfingin var hálfnuđ var bođiđ upp á kex og djús og fariđ í smá Stúlknaćfingar GM Helliskennslu um hvernig er best ađ koma mönnunum út og hvernig viđ hrókerum. Í lok ćfingarinnar var svo lítil verđlaunaafhending fyrir ţćr sem voru efstar á ćfingunni en svo verđa líka verđlaun fyrir bestu mćtingu og bestu framfarir í vor. Nćsta ćfing verđur svo kl. 17:15 - 19:00 miđvikudaginn 26. febrúar í Álfabakka 14a, Mjódd á 3. Hćđ. Nćsta miđvikudag mun svo Lenka Ptachnikova koma og tefla fjöltefli viđ stelpurnar. Lenka er núverandi íslandsmeistari kvenna auk ţess ađ vera eini íslenski kvennastórmeistarinn ţá er hún einnig á fyrsta borđi í landsliđi kvenna sem fer á Ólympíumót í Tromsö í haust.

  • 1. Aníta Sigurđardóttir 4/5v
  • 2. Guđný Helga 3,5/5v
  • 3. Elín Edda Jóhannsdóttir 3v og 12 stig
  • 4-5. Karítas Jónsdóttir 3v og 10 stig
  • 4-5. Ţórdís Agla Jóhannsdóttir 3v og 10 stig
  • 6. Guđbjörg Lilja Svavarsdóttir 2,5
  • 7-9. Esja Hodgson 2v
  • 7-9. Erna Júlía 2v
  • 7-9 Anika Járnbrá 2v

Atkvöld hjá GM Helli í kvöld í Mjóddinni

Skákfélagiđ GM Hellir heldur atkvöld mánudaginn  24. febrúar 2014. og hefst mótiđ kl. 20:00. Fyrst eru tefldar 3 hrađskákir ţar sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til ađ ljúka skákinni og síđan ţrjár atskákir, međ fimmtán mínútna umhugsun. Teflt er í félagsheimili GM Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni. 

Sigurvegarinn á atkvöldinu fćr í verđlaun máltíđ fyrir einn á Saffran. Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi sem einnig fćr máltíđ fyrir einn á Saffran. Ţar eiga allir jafna
möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.

Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).



Hannes sigrađi á Stórmeistaramóti Vildarbarna

 

 SCZ4689

Hannes Hlífar Stefánsson sigrađi á ćsispennandi Stórmeistaramóti Vildarbarna sem fram fór í Hótel Hilton í dag. Hannes var taplaus á mótinu og hlaut 8 vinninga af 9 mögulegum. Helgi Ólafsson varđ í öđru sćti međ 7,5 vinning. Margeir Pétursson, sem tefldi á sínu fyrsta móti innanlands í mörg herrans ár, varđ ţriđji međ 6 vinninga.

 

 SCZ4597

 

Tíu stórmeistarar tóku ţátt í mótinu og ţar á međal öll "fjórmenningarklíkan" sem tefldi saman í fyrsta skipti í lokuđu móti í um áratug. Mótiđ hófst međ afhöfn ţar sem Hjörvar Steinn Grétarsson bauđ gesti og gangandi velkomna og útskýrđi hugmyndina um mótshaldiđ fyrir gestum sem voru fjölmargir. Hann hafđi fyrir löngu ákveđiđ ađ ţakka fyrir sig međ slíku mótshaldi. Í hléi fćrđi hann svo Helga Má Björgvinssyni, stjórnarmanni í Vildarbörnum, gjöf upp á á 500.000 kr.

 

 SCZ4594

 

En ađ mótinu sjálfu. Helgi Ólafsson hóf mótiđ međ miklum látum og vann hverja skákina á fćtur annarri. Eftir sjö umferđir hafđi hann fullt hús. Hannes Hlífar Stefánsson fylgdi honum hins vegar eins og skugginn og hafđi 6 vinninga af loknum sjö umferđum. Ţeir mćtust ţá í áttundu og nćstsíđustu umferđ og ţar međ hafđi Hannes náđ honum ađ vinningum. 

 

 SCZ4590

 

Í lokaumferđinni tefldi Helgi viđ Margeir og Hannes viđ Ţröst. Margeir náđi ađ ţráskák Helga í spennandi skák. Hannes vann svo Ţröst eftir mikla baráttu og ţar međ ljóst ađ sigurinn vćri hans.

 

 SCZ4603

 

Ađ fá átta vinninga í svo sterku móti er frábćr frammistađa. Vinningshlutfall Helga ćtti undir venjulegum kringumstćđum hefđi dugađ til sigurs. Margeir kom sterkur inn á sína fyrsta innlandi hrađskákmóti í mörg herrans ár. Jóhann Hjartarson varđ fjórđi međ 5 vinninga, Helgi Áss Grétarsson varđ fimmti međ 4,5 vinning. Lokatöđu mótsins má nálgast á Chess-Results.

 

 SCZ4601

 

Ađstćđur á skákstađ voru góđar. Í hliđarsal voru Björn Ţorfinnsson og Ingvar Ţór Jóhannesson međ skákskýringar en mikill fjöldi áhorfenda sótti mótiđ. 

Myndaalbúm (Ómar Óskarsson)


Rúnar hrađskákmeistari Akureyrar

Meistarinn RúnarŢeir sem veđjuđu á ađ Rúnar Sigurpálsson myndi vinna hrađskákmót Akureyrar fengu hlutfalliđ 1,0003 og er taliđ ađ sumir hafi grćtt á ţriđja ţúsund króna í ţví samhengi. Rúnar brást ţeim sumsé ekki og halađi inn 15 vinninga í 16 skákum - gerđi í öryggiskyni jafntefli viđ tvo helstu keppinauta sína. Ţátttaka á var međ besta móti í ţetta sinn og mörg meistaraverkin sáu dagsins ljós. Heildarúrslit sem hér segir:

 

1Rúnar Sigurpálsson15
2Jón Kristinn Ţorgeirsson 13˝
 Áskell Örn Kárason13˝
4Haraldur Haraldsson12
5Gauti Páll Jónsson10˝
6Ólafur Kristjánsson10
 Sigurđur Arnarson10
8Andri Freyr Björgvinsson
 Sigurđur Eiríksson
10Karl Egill Steingrímsson7
 Símon Ţórhallsson7
12Haki Jóhannesson6
13Krtistinn P Magnússon
 Logi Rúnar Jónsson
15Sveinbjörn Sigurđsson4
16Óliver Ísak  Ólason
17Gabríel Freyr Björnsson0

Vignir Vatnar og Guđmundur Agnar komnir áfram í úrslit Barna Blitz

Vignir Vatnar Stefánsson og Guđmundur Agnar Bragason urđu í fyrsta og öđru sćti á laugardagsćfingu hjá TR í gćr. Ćfingin í gćr var jafnframt fyrsta undanrásakeppnin um sćti í úrslitakeppni Barna Blitz sem am fer laugardaginn 8. mars í Hörpu.

Röđ efstu manna:

  • 1. Vignir Vatnar Stefánsson 9 v. af 9
  • 2. Guđmundur Agnar Bragason 8 v.
  • 3. Róbert Luu 7 v.
  • 4.-5. Aron Ţór Mai og Kristján Orri Hugason 6 v.
  • 6.-9. Ólafur Örn Ólafsson, Eldar Sigurđarson, Björn Magnússon og Ólíver Bent Hjaltason 5,5 v.

Alls tóku 36 ungmenni ţátt Önnur undankeppnin verđur á morgun í félagsheimili GM Hellis, Álfabakka 14a, á morgun og hefst kl. 17:15.

 


Skákţáttur Morgunblađsins: Veronika í verđlaunasćti á Gíbraltar

IM Jón Viktor GunnarssonJón Viktor Gunnarsson er Skákmeistari Reykjavíkur eftir spennandi keppni á Skákţinginu, sem hófst í byrjun janúar og lauk í síđustu viku. Jón varđ efstur ásamt Einari Hjalta Jenssyni. Ţeir hlutu átta vinninga af níu mögulegum en Jón Viktor var sćmdur titlinum eftir stigaútreikning. Einar Hjalti varđ einnig efstur á Haustmót TR og er á mikilli siglingu. Röđ efstu manna á mótinu var ađ öđru leyti ţessi:

3. Oliver Aron Jóhannesson 7 v. 4.-6. Mikhael Jóhann Karlsson, Loftur Baldvinsson og Haraldur Baldursson 6˝ v. 7.-13. Davíđ Kjartansson, Lenka Ptacnikova, Sigurbjörn Björnsson, Ţorvarđur Ólafsson, Jón Trausti Harđarson, Stefán Bergsson og Vignir Vatnar Stefánsson 6 v.

Ýmsar niđurstöđur má lesa úr ţessu móti en athygli vekur góđ frammistađa piltanna úr Rimaskóla, Olivers Arons og Jóns Trausta, og hins tíu ára gamla Vignis Vatnars Stefánssonar. Af efstu mönnum hćkkuđu Jón Trausti, Einar Hjalti, Loftur Baldvinsson og Vignir Vatnar myndarlega á stigum.

Af hálfu TR var vel stađiđ ađ mótinu í hvívetna, skákir voru ađgengilegar degi eftir ađ umferđ lauk, svo dćmi sé tekiđ.

Frábćr frammistađa Veroniku á GíbraltarVeronika Steinunn Magnúsdóttir

Undanfarin ár hefur opna mótiđ á „Klettinum", ţ.e. Gíbraltar, veriđ ţađ vinsćlasta međal skákmanna og í ár flykktust ţangađ nafntogađir kappar. Ivantsjúk, Cheparinov og Vitiugov deildu efsta sćtinu, hlutu allir átta vinninga af tíu mögulegum í hópi meira en 250 keppenda; eftir aukakeppni var Cheparinov úrskurđađur sigurvegari.

Magnús Kristinsson bauđ dóttur sinni, Veroniku Steinunni, í ţetta ferđalag á framandi slóđir ţar sem apar leika viđ hvern sinn fingur. Feđginin voru einu fulltrúar Íslands á Gíbraltar og Veronika náđi eftirminnilegum árangri og vann til góđra verđlauna í flokki keppenda undir 2.050 elo-stigum. Hún fékk fjóra vinninga af tíu mögulegum, tefldi upp fyrir sig allt mótiđ og náđi árangri sem reiknast upp á 2.010 elo-stig en hennar stig fyrir mótiđ voru 1.561 elo.

Veronika tók ţátt í Evrópumóti barna og unglinga í Svartfjallalandi fyrir áramótin og undirbúningur hennar fyrir ţađ mót er ađ skila sér núna. Eftirfarandi skák sem tefld var í 3. umferđ er til vitnis um ţađ:

Tim R. Spanton (England) - Veronika Magnúsdóttir

Reti byrjun.

1. c4 Rf6 2. g3 c6 3. Rf3 d5 4. b3 Bf5

Biskupinn er oft hafđur á g4 en ţetta er ágćtt líka.

5. Bb2 Rbd7 6. Bg2 h6 7. 0-0 e6 8. d3 Be7 9. Rbd2 0-0 10. He1 Hc8 11. e4 Bh7 12. e5 Re8 13. d4 Rc7

Ţótt svartur standi ţröngt á hann góđ fćri náist ađ opna tafliđ međ - c5. Hér hefđi veriđ best ađ loka taflinu međ 14. c5 en hvítur velur ómarkvissan leik.

14. Bh3? c5! 15. Hc1 cxd4 16. Rxd4 Rc5 17. Bf1 Rd3 18. Bxd3 Bxd3 19. He3 Bh7 20. c5 Ra6 21. c6 Db6 22. cxb7 Dxb7 23. a3 Hxc1 24. Dxc1 Rc5 25. Hc3 Db6 26. Df1

gubs0srr.jpg- Sjá stöđumynd -

26.... Ra4!

Skemmtileg vending, annar góđur leikur var 26.... a5.

27. Hc6 Db8 28. Bc1 Rc5!

„Músagildru-ţemađ" er hér komiđ fram, riddarinn hleypir hróknum inn til c6 en lokar svo á hann aftur međ ţví ađ stökkva til baka. Veikleikinn á d3 reynist erfiđur.

29. f4 Rd3 30. R2f3 Hc8 31. f5 Hxc6 32. Rxc6 Bc5 33. Kg2 Dxb3 34. fxe6 fxe6 35. Rd2 Dc2 36. Rd8 Be4+ 37. Kh3 Rf2+ 38. Kh4 Be7+

- og hvítur gafst upp, 39. Kh5 er svarađ međ 39.... Bg6 mát.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is


----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 16 febrúar 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


Stefán Kristjánsson hlutskarpastur á Nóa Siríus mótinu

 

P1010368
Stefán Kristjánsson, stórmeistari (2491), tryggđi sér efsta sćtiđ á Nóa Síríus mótinu - Gestamóti GM Hellis og Breiđabliks, međ jafntefli í lokaumferđinni viđ alţjóđlega meistarann Karl Ţorsteins (2452) og hlaut ţannig 6 vinninga í 7 skákum.  Stefán hafđi vinningsforskot á nćstu menn fyrir umferđina og bjuggust margir viđ ţví ađ sest yrđi á friđarstóla og fljótlega sćst á skiptan hlut. Raunin varđ ţó öll önnur áhorfendum til mikillar ánćgju. Báđir tefldu kapparnir hvasst og kröftuglega frá byrjun svo ađ úr varđ tvísýn og spennandi viđureign sem lauk ekki fyrr en eftir 40 leiki ţegar Stefán ţráskákađi.

 

P1010355Jafnir í öđru sćti á mótinu urđu FIDE-meistarinn Davíđ Kjartansson (2336) og alţjóđlegi meistarinn Björgvin Jónsson (2340) međ 5˝ vinning. Fjórir kappar deildu međ sér nćstu sćtum međ 5 vinninga: alţjóđlegu meistararnir Bragi Ţorfinnsson (2454), Jón Viktor Gunnarsson (2412) og Karl Ţorsteins (2452) ásamt FIDE-meistaranum Magnúsi Erni Úlfarssyni (2382). Margir öflugir skákmenn voru svo rétt á eftir međ 4˝ vinning.

Óhćtt er ađ fullyrđa ađ líflega hafi veriđ teflt á Nóa Síríus P1010348mótinu sem er eitt af öflugustu innlendu mótum sem haldin hafa veriđ hér á landi. Sérstaklega er ánćgjulegt hve margir skáksnillingar sem lítt hafa haft sig frammi í kappskák langa hríđ tóku ţátt  en annars var aldursdreifingin mjög góđ. Teflt var í Stúkunni á Kópavogsvelli. Ţar er bjart og notalegt, vel fer um keppendur og  áhorfendur og ekki er amalegt ađ njóta gómsćtra veitinga frá Nóa Síríusi til ađ skerpa athyglisgáfuna!

P1010334Breiđablik og GM Hellir stefna ađ áframhaldandi samstarfi um ţetta mót sem er skemmtileg viđbót viđ góđa skákflóru á Íslandi. Mikilvćg reynsla fékkst ađ ţessu sinni sem verđur nýtt til ađ gera nćsta mót enn betra. Keppendum er ţökkuđ drengileg framkoma og skemmtileg taflmennska og skákstjórum frábćrt utanumhald. Síđast en ekki síst vilja ađstandendur mótsins ţakka Nóa Síríusi drengilegan stuđning og samskipti sem hafa veriđ til fyrirmyndar í alla stađi.


Stórmeistaramót Vildarbarna kl. 14 í dag í Hótel Hilton

Hjörvar Steinn GrétarssonStórmeistaramót Vildarbarna fer fram sunnudaginn 23. febrúar á Hótel Hilton klukkan 14:00. Mótiđ er haldiđ til styrktar Vildarbörnum. Mótshaldari er Hjörvar Steinn Grétarsson og fjölskylda međ stuđningi styrktarađila Hjörvars Steins, Icelandair Cargo.

Hjörvar Steinn er nýjasti stórmeistari Íslendinga en útnefninguna hlaut hann í desember. Međ mótshaldinu vill hann koma fram ţökkum til allra ţeirra ađila sem hafa stutt hann á sínum skákferli um leiđ og góđu málefni er lagt liđ.

Tíu stórmeistarar munu tefla hrađskákir í lokuđum flokki ţar sem ţeir mćtast allir innbyrđis. Mótiđ er  sterkasta hrađskákmót sem haldiđ hefur veriđ á Íslandi í nokkur ár.

Fyrstu verđlaun nema 100.000 krónum.

Keppendur:

  • GM Friđrik Ólafsson
  • GM Hannes Hlífar Stefánsson
  • GM Helgi Áss Grétarsson
  • GM Helgi Ólafsson
  • GM Hjörvar Steinn Grétarsson
  • GM Jóhann Hjartarson
  • GM Jón L. Árnason
  • WGM Lenka Ptácníková
  • GM Margeir Pétursson
  • GM Stefán Kristjánsson
  • GM Ţröstur Ţórhallsson

Í viđtali viđ Hjörvar Stein kom fram ađ undirbúningur mótsins hafi gengiđ vel:

Ţađ hefur allt gengiđ vel. Fyrirtćki og einstaklingar hafa nú ţegar lagt til sitt af mörkum og ţađ verđur ánćgjulegt ađ afhenda Vildarbörnum styrkinn. Ég hlakka svo mikiđ til ađ tefla í móti međ öllum ţessum stórmeisturum. Ţetta er eins konar uppskeruhátíđ í kjölfar titilsins sem ég náđi í desember. Ţađ hafa ansi margir hjálpađ mér í gegnum tíđina á mínum ferli og nú vill ég gefa tilbaka í verki.

Stórmeistaramótiđ verđur sett klukkan 14:00 á sunnudaginn. Búast má viđ ađ mótiđ standi til um 17:00. Skákskýringar verđa í hverri umferđ í höndum Ingvars Ţórs Jóhannessonar, Björns Ţorfinnssonar og Stefáns Bergssonar.

Áhorfendur hjartanlega velkomnir.


Hrađskákmót Akureyrar fer fram í dag

Hiđ árlega Hrađskákmót Akureyrar verđur háđ á morgun, sunnudag og hefst kl. 13. Teflt verđur um hinn eftirsóknarverđa titil „Hrađskákmeistari Akureyrar".Í ţeim slag eru margir kallađir, en bara einn útvalinn. Spurningin er hvort núverandi meistara, Rúnari Sigurpálssyni, takist ađ verja titil sinn, hvort gamlir og gráir meistarar muni taka fram skóna og leggja hann ađ velli, eđa hvort nýstirnin taki mótiđ međ trompi og máti ţá sem rosknari eru. Allt af ţessu getur gerst og margt fleira.

Eitt er víst = ţađ verđur grimmilega gaman!

Allir eru velkomnir međan húsrúm leyfir og kaffiđ endist.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 35
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 304
  • Frá upphafi: 8764882

Annađ

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 172
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband