Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2013

Skákţáttur Morgunblađsins: Síđasta skák Friđriks viđ Bobby Fischer

103 9627Létt var yfir mönnum viđ opnun Fischer-seturs á Selfossi ţann 11. júlí sl. Sameinađ átak Gunnars Finnlaugssonar, Aldísar Sigfúsdóttur, Magnúsar Matthíassonar og Sigfúsar Kristinssonar gerđi ţessa framkvćmd mögulega. Fischer-setriđ er stađsett á annarri hćđ gamla Landsbankahússins. Safniđ á eftir ađ vaxa og dafna og ţarna verđur jafnframt ađstađa fyrir skákfélagiđ á Selfossi. Međal gesta viđ opnunina voru ráđherrarnir Illugi Gunnarsson og Sigurđur Ingi Jóhannsson. Sá síđarnefndi fann sterka samsvörun milli útlaganna Bobby Fischers og Grettis sterka Ásmundarsonar: „Báđir áttu sína Gláma ađ glíma viđ

- og báđir áttu trausta vini," sagđi hann međal annars.

Guđni Ágústsson, sem vart lýkur upp munni án ţess ađ nefnaŢar hafiđ ţiđ ţađ....... Gunnar á Hlíđarenda, talađi síđastur og tókst auđvitađ ađ spyrđa kappana saman. Guđni glettist góđlátlega viđ vini sína úr kjördćminu, taldi augljóst ađ draugur nokkur, sem lengi hefđi leikiđ lausum hala í Flóanum, myndi hafa ýtt á „send-takkann" ţegar tölvupósturinn frćgi fór af stađ úr tölvu Bjarna bóksala; Ólafur Helgi sýslumađur vćri landskunnur fyrir dálćti sitt á hljómsveit sem hann mundi ađ vísu ekki hver var en kom ekki ađ sök ţar sem öđrum var ljóst ađ hér var átt viđ The Rolling Stones. Friđrik Ólafsson talađi um kynni sín af Fischer og fćrđi setrinu ađ gjöf skorblöđ af nokkrum skákum ţeirra. Ţeir tefldu samtals 12 skákir, ţar af ellefu á tímabilinu 1958-'62. Friđrik vann ţá fyrstu međ glćsibrag en eftir ţađ hallađi undir fćti og heildarniđurstađan var 9:3, Fischer í vil. Fischer var afar beittur kóngspeđsmađur og Friđrik var međ svart í sjö síđustu skákum ţeirra. Hann rćddi síđustu viđureignina sem fram fór á Friđrik og FischerÓlympíumótinu í Havana áriđ 1966, viđ rannsóknir eftirá taldi Fischer peđsfórn Friđriks í byrjun tafls ekki mikils virđi, hann sá viđ brellum Friđriks undir lokin, vann sannfćrandi sigur og hlaut 15 vinninga af 17 mögulegum á 1. borđi fyrir Bandaríkin. En Friđrik átti sín tćkifćri í ţessari skák og kannski fyrr en keppendur hugđu:

Bobby Fischer - Friđrik Ólafsson

Spćnski leikurinn

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O Rxe4

Á Piatigorsky-mótinu fyrr um áriđ hafđi Fischer átt í basli gegn opna afbrigđi spćnska leiksins í skákum viđ Bent Larsen og Wolfgang Unzicker.

6. d4 b5 7. Bb3 d5 8. dxe5 Be6 9. c3 Be7 10. Bc2 Bg4

Upphafiđ ađ athyglisverđri peđsfórn. Seinni tíma ţróun byggđ á skákum Kortsnojs gerđi ráđ fyrir leikjum á borđ viđ 10. ... Dd7 og - Hd8.

11. h3 Bh5 12. g4 Bg6 13. Bb3 Ra5?!

Best var 13. ... Rc5! - „Houdini". Eftir 14. Bxd5 kemur 14. ... Dd7! međ góđum fćrum og 14. Dxd5 er svarađ međ 14. ...Ra5.

14. Bxd5 c6 15. Bxe4 Bxe4 16. Dxd8+ Hxd8 17. Rbd2 Bd5 18. He1 h5 19. Re4 hxg4 20. hxg4 Rc4?!

Betri reitur fyrir riddarann var á b7 og 20. ... b4 kom einnig til greina.

21. Kg2! Be6 22. b3 Rb6 23. Be3 Rd5 24. Kg3 f6

Friđrik hafđi litlar bćtur fyrir peđiđ og ţessi leikur bćtir ekki úr skák.

25. Bc5! f5 26. Rd6+ Bxd6

Skárra var 26. ... Kd7.

27. exd6 Kd7 28. Re5 Kc8 29. Rxc6 f4 30. Kg2 Re3+!

Byggir á hugmyndinni 31. fxe3 Bd5+ o.s. frv. En Fischer hafđi séđ ţetta fyrir.

gcjr1cd5.jpg31. Kg1! Bd5 32. Re7+ Kd7 33. fxe3 Hh1+ 34. Kf2 Hh2+ 35. Kf1 Bf3 36. Rg6 Be4 37. Re5+

- og svartur gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 21. júlí 2013

Skákţćttir Morgunblađsins


Margfalt afmćlismót í Vin á mánudaginn!

2 Teflt af kappi í Vin

Vinaskákfélagiđ viđ Hverfisgötu býđur til mikils verđlaunamóts, mánudaginn 29. júlí klukkan 13. Tefldar verđa 6 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma og eru allir hjartanlega velkomnir.

Mótiđ er haldiđ til ađ fagna sameiginlegu 145 ára afmćli ţriggja liđsmanna Vinaskákfélagsins. Róbert Lagerman, forseti félagsins, á afmćli nú á mánudaginn og nýveriđ fögnuđu afmćlum  tveir af hinum knáu fastamönnum Vinaskákfélagsins, Hjálmar Sigurvaldason og Hörđur Jónasson. 

Ţá er ţví líka fagnađ um ţessar mundir ađ 10 ár eru síđan skákstarf hófst í Vin. Í júní 2003 var Vinaskákfélagiđ stofnađ og efnt til fyrsta meistaramótsins. Ţar sigrađi kempan Jón Torfason, en hann afsalađi sér titlinum til Rafns Jónssonar sem varđ í 2. sćti.

Ćfingar og skákviđburđir í Vin skipta hundruđum á síđustu 10 árum, og Vinaskákfélagiđ tekur virkan ţátt í skáklífinu á Íslandi og sendi í vetur tvćr sveitir til keppni á Íslandsmóti skákfélaga.

Skákáhugamenn eru hvattir til ađ mćta í Vin á morgun, mánudag, og taka ţátt í skemmtilegu móti í góđum félagsskap. Í leikhléi verđur ađ vanda bođiđ upp á gómsćtar veitingar. 


Héđinn međ jafntefli viđ Tönju í lokaumferđinni

Héđinn Steingrímsson í AndorraStórmeistarinn Héđinn Steingrímsson (2557) gerđi jafntefli viđ indversku skákdrottninguna Tania Sadchev (2430) í níundu og síđustu umferđ Andorra Open sem fram fór í morgun. Guđmundur Kjartansson (2444) tapađi hins vegar fyrir alţjóđlega meistaranum Bryan Macias (2298) frá Ekvador.

Héđinn hlaut 6,5 vinning og endađi í 9.-17. sćti (12. á stigum) en Guđmundur hlaut 5,5 vinning og endađi í 32.-51. sćti (34. sćti á stigum.

Frammistađa Héđins samsvarađi 2457 skákstigum en frammistađa Guđmundar samsvarađi 2384 skákstigum. Báđir lćkka ţeir á stigum. Héđinn um 6 stig en Guđmundur um 4 stig.

Úkraínski stórmeistarinn Andrey Vovk (2567) sigrađi á mótinu en hann hlaut 7,5 vinning.

Alls taka 178 skákmenn frá 20 löndum ţátt í mótinu. Ţar af eru 16 stórmeistarar og 14 alţjóđlegir meistarar. Héđinn er nr. 9 í stigaröđ keppenda en Guđmundur er nr. 22.



Hannes vann í lokaumferđinni - góđur árangur íslenskra skákmanna

Hannes Hlífar Stórmeistarinn  Hannes Hlífar Stefánsson (2522) vann ţýska alţjóđlega meistarann Sebastian Plischiki (2413) í níundu og síđustu umferđ Czech Open sem fram fór í Pardubice í dag. Hjörvar Steinn Grétarsson (2511) og Dagur Arngrímsson (2384) gerđu báđir jafntefli. Hjörvar viđ tékkneska alţjóđlega meistarann Vojtech Rojicek (2413) og Dagur viđ Barbara Jaracz (2270) sem er tékkneskur stórmeistari kvenna. 

Íslenskum skákmönnum gekk heilt yfir afar vel og alls hćkkuđu 8 af ţeim 11 sem höfđu alţjóđleg stig á stigum.

A-flokkur:

  • Hannes hlaut 6 vinninga og endađi í 13.-37. sćti (22.)
  • Hjörvar hlaut 5,5 vinning og endađi í 38.-66. sćti (59.)
  • Dagur hlaut 4,5 vinning og endađi í 99.-137. sćti (102.)

Stórmeistarinn Liviu-Dieter Nisipeanu (2670), Rúmeníu, og Mikhailo Olekseinko (2568), úkraínskur TR-ingur, sigruđu á mótinu en ţeir hlutu 7,5 vinning.

Frammistađa Hannesar samsvarađi 2551 stigi, frammistađa Hjörvars samsvarađi 2407 stigum og frammistađa Dags samsvarađi 2393 skákstigum. 

Hannes og Dagur hćkka á stigum. Hannes hćkkar um 4 stig en Dagur um 1 stig. Hjörvar lćkkar um 11 stig. 

B-flokkur: 

Dagur Ragnarsson (2020), Oliver Aron Jóhannesson (2015) og Jón Trausti Harđarson unnu í lokaumferđinni, Nökkvi Sverrisson (2041) gerđi jafntefli en Mikael Jóhann Karlsson (2029) tapađi.

Mikael og Nökkvi hlutu 5,5 vinning, Dagur og Oliver hlutu 5 vinninga og Jón Trausti hlaut 4,5 vinning.

Mikael hćkkar um 39 stig, Jón Trausti um 31 stig, Nökkvi um 23 stig og Dagur um 20 stig. Oliver lćkkar lítisháttar eđa um 8 stig.


D-flokkur:

Heimir Páll Ragnarsson (1406) og Felix Steinţórsson (1488) unnu en Dawid Kolka (1669) gerđi jafntefli.

Dawid hlaut 5 vinninga en Felix og Heimir Páll hlutu 4,5 vinning.

Heimir hćkkar um 49 stig, Felix um 25 stig en Dawid lćkkar um 3 stig.


E-flokkur

Steinţór Baldursson vann og hlaut 5 vinninga.

238 skákmenn frá 35 löndum tefla í efsta flokki. Ţar af eru 46 stórmeistarar og 63 alţjóđlegir meistarar. Hannes er nr. 24 í stigaröđ keppenda, Hjörvar er nr. 29 og Dagur er nr. 89. Hámarksstig í b-flokki eru 2400 skákstig og ţar taka 235 skákmenn ţátt. Íslensku skákmennirnir eru nr. 96-192 í stigaröđ keppenda.

Henrik vann í fyrstu umferđ

Henrik Danielsen stórmeistari verđur međ á Afmćlismóti Jóhanns Hjartarsonar í Trékyllisvík.Politiken Cup hófst í Helsingör í Danmörku í dag. Tveir íslenskir skákmenn taka ţátt ađ ţessu sinni. Annars vegar stórmeistarinn Henrik Danielsen (2510) og hins vegar Hilmir Freyr Heimisson (1690). Henrik vann í dag stigalágan andstćđing (1935) en Hilmir tapađi í dag fyrir stigahćrri andstćđingi (2126).

Á morgun eru tefldar tvćr umferđir og enn verđur stigamunur mikill á milli keppenda. Umferđir morgundagsins hefjast kl. 7 og 14.

Alls taka 309 skákmenn frá 26 löndum ţátt í mótinu. Ţar af er 21 stórmeistari og 11 alţjóđlegir meistarar. Henrik er nr. 17 í stigaröđ keppenda og Hilmir er nr. 247.

 


Héđinn vann í nćstsíđustu umferđ - Guđmundur međ jafntefli viđ sterkan stórmeistara

Héđinn Steingrímsson í AndorraStórmeistarinn Héđinn Steingrímsson (2557) vann FIDE-meistarann Lenin Guerra Tulcan (2372) frá Ekvador í áttundu og nćstsíđustu umferđ Andorra Open sem fram fór í dag. Guđmundur Kjartansson (2444) gerđi jafntefli viđ argentínska stórmeistarann Fernando Peralta (2622).

Héđinn hefur 6 vinninga og er í 7.-13. sćti. Guđmundur hefur 5,5 vinning og er í 14.-31. sćti.

Stórmeistararnir Maxim Rodshtein (2641), Ísrael, Andrey Vovk (2567), Úkraínu, Renier Vazquez (2571) og Marc Narsico (2536), Spáni, og Eduardo Iturrizaga (2643), Venesúela ásamt hinum titillausa Frakka Eric Gaudineu (2358) eru efstir og jafnir međ 6,5 vinning.

Í lokaumferđinni, sem fram fer í fyrramáliđ, teflir Héđinn viđ indversku skákdrottninguna Tania Sadchev (2430) og Guđmundur viđ alţjóđlega meistarann Bryan Macias (2298) frá Ekvador.

Alls taka 178 skákmenn frá 20 löndum ţátt í mótinu. Ţar af eru 16 stórmeistarar og 14 alţjóđlegir meistarar. Héđinn er nr. 9 í stigaröđ keppenda en Guđmundur er nr. 22.

Caruana, Kramnik og Meier unnu í fyrstu umferđ

Fabiano CaruanaOfurmótiđ í Dortmund hófst í dag. Caruana (2796), Kramnik (2784) og Meier (2610) unnu allir í fyrstu umferđ  sem fram fór í dag.

Caruana vann Andrejkin (2727) og er nú kominn upp í  2800 skákstig á lifandi listanum. Kramnik, sem hefur unniđ Dortmund-mótiđ alls 10 sinnum (!!) vann Wang Hao (2752) eftir ađ sá síđarnefndi lék af sér heilum hrók í verri stöđu og Meier vann landa sinn Naiditsch (2710). Hinum tveimur skákunum lauk međ jafntefli.

Ţátt taka 10 skákmenn í mótinu og ţar af sex alţjóđlegar stjörnur. Hin fjögur sćtin fylla svo ţýskir landsliđsmenn.


Hjörvar og Dagur međ jafntefli

Dagur ArngrímssonAlţjóđlegu meistararnir Hjörvar Steinn Grétarsson (2511) og Dagur Arngrímsson (2384) gerđu báđir jafntefli í áttundu og nćstsíđustu umferđ Czech Open sem fram fór í dag. Hjörvar viđ tékkneska alţjóđlega meistarann Neklan Vyskocil (2374) og Dagur viđ Rússann Saveliy Golubov (2242). Hannes Hlífar Stefánsson (2522) tapađi fyrir rússneska alţjóđlega meistaranum Bogdan Belykov (2430).

A-flokkur:

Hannes og Hjörvar hafa 5 vinninga en Dagur hefur 4 vinninga.

Stórmeistarinn Liviu-Dieter Nisipeanu (2670) er efstur međ 7 vinninga.

Í níundu og síđustu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Hannes viđ ţýska alţjóđlega meistarann Sebastian Plischiki (2413), Hjörvar viđ tékkneska alţjóđlega meistarann Vojtech Rojicek (2413) og Dagur viđ Barbara Jaracz (2270) sem er tékkneskur stórmeistari kvenna.

B-flokkur: 

Mikael Jóhann Karlsson (2029), Nökkvi Sverrisson (2041) og Oliver Aron Jóhannesson (2015) gerđu jafntefli en Dagur Ragnarsson (2020) og Jón Trausti Harđarson (1899) töpuđu.

Mikael hefur 5,5 vinning, Nökkvi hefur 5 vinninga, Dagur og Oliver hafa 4 vinninga og Jón Trausti hefur 3,5 vinning.


D-flokkur:

Dawid Kolka (1669) vann en Heimir Páll Ragnarsson (1406) og Felix Steinţórsson (1488) gerđu jafntefli.

Dawid hefur 4,5 vinning en Heimir og Felix hafa 4 vinninga.


E-flokkur

Steinţór Baldursson tapađi og hefur 4 vinninga.

238 skákmenn frá 35 löndum tefla í efsta flokki. Ţar af eru 46 stórmeistarar og 63 alţjóđlegir meistarar. Hannes er nr. 24 í stigaröđ keppenda, Hjörvar er nr. 29 og Dagur er nr. 89. Hámarksstig í b-flokki eru 2400 skákstig og ţar taka 235 skákmenn ţátt. Íslensku skákmennirnir eru nr. 96-192 í stigaröđ keppenda.

Guđmundur vann í sjöundu umferđ

Guđmundur Kjartansson í Andorra

Alţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson (2444) vann Skotann Andrew Green (2160) í sjöundu umferđ Andorra Open sem fram fór í dag. Stórmeistarinn Héđinn Steingrímsson (2557) gerđi jafntefli viđ franska alţjóđlega meistarann Jean-Noel Riff (2427). Báđir hafa ţeir 5 vinninga og eru í 11.-30. sćti.

Stórmeistararnir Maxim Rodshtein (2641), Ísrael, Andrey Vovk (2567), Úkraínu, Renier Vazquez (2571), Spáni, og Eduardo Iturrizaga (2643), Venesúela eru efstir og jafnir međ 6 vinninga.

Áttunda og nćstsíđasta umferđ fer fram á morgun. Ţá teflir Guđmundur viđ argentíska stórmeistarann Fernando Peralta (2622) og Héđinn viđ FIDE-meistarann Lenin Guerra Tulcan (2372) frá Ekvador.

Alls taka 178 skákmenn frá 20 löndum ţátt í mótinu. Ţar af eru 16 stórmeistarar og 14 alţjóđlegir meistarar. Héđinn er nr. 9 í stigaröđ keppenda en Guđmundur er nr. 22.

Hrađskákkeppni taflfélaga - skráningarfrestur rennur út 31. júlí

Hrađskákkeppni taflfélaga, hefst venju samkvćmt eftir verslunarmannahelgi. Ţetta er í nítjánda sinn sem keppnin fer fram en Víkingaklúbburinn er núverandi meistari. Í fyrra og hitteđfyrra tóku 18 liđ í keppninni sem er met.

Íslensk skákfélög eru hvött til ađ taka ţátt.

Reglur keppninnar eru hér ađ neđan.

Teflt er eftir útsláttarfyrirkomulagi.    

Dagskrá mótsins er sem hér segir

  • Forkeppni (ef meira en 16 liđ taka ) - skuli vera lokiđ eig síđar en 10. ágúst
  • 1. umferđ (16 liđa úrslit): Skuli vera lokiđ eigi síđar en 20. ágúst
  • 2. umferđ (8 liđa úrslit): Skuli vera lokiđ eigi síđar en 31. ágúst
  • 3. umferđ (undanúrslit): Skulu fara fram fimmtudaginn 5. september kl. 20
  • 4. umferđ (úrslit): Skulu fara fram sunnudaginn 8. september kl. 14

Umsjónarađili getur heimilađ breytingar viđ sérstakar ađstćđur.    

Skráning til ţátttöku rennur út 31. júlí nk. Skráning fer fram á Skák.is.

Reglur keppninnar:

1.      Sex manns eru í hvoru liđi og tefld er tvöföld umferđ, ţ.e. allir í öđru liđinu tefla viđ alla í hinu liđinu. Samtals 12 umferđir, eđa 72 skákir.

2.      Heimaliđ sér um dómgćslu. Komi til deiluatriđa er Ólafur S. Ásgrímsson yfirdómari keppninnar.

3.      Varamenn mega koma alls stađar inn. Ţó skal gćta ţess ađ menn tefli ekki oftar en tvívegis gegn sama andstćđingi og hafi ekki sama lit í báđum skákunum.

4.      Ćtlast er til ţess ađ ţeir sem tefli séu fullgildir međlimir síns félags. Ađeins má tefla međ einu taflfélagi í keppninni.

5.      Liđsstjórar koma sér saman um hvenćr er teflt og innan tímaáćtlunar. Komi liđsstjórar sér ekki saman um dagsetningu innan tímaramma getur umsjónarađili ákvarđađ tímasetningu.

6.      Verđi jafnt verđur tefldur bráđabani. Ţađ er tefld er einföld umferđ ţar sem dregiđ er um liti á fyrsta borđi og svo hvítt og svart til skiptist. Verđi enn jafnt verđur áfram teflt áfram međ skiptum litum ţar til úrslit fást.

7.      Heimaliđ bjóđi upp á léttar veitingar, t.d. kaffi, gos, kökur eđa kex.

8.      Viđureignirnar skulu fara fram innan 100 km. radíus (max 1-1,5 klst. ferđalag) frá Reykjavík nema ađ félög komi sér saman um annađ.

9.      Úrslitum skal koma til umsjónarmann eins fljótt og auđiđ er í netfangiđ gunnar@skaksamband.is og eigi síđar en 12 klukkustundum eftir ađ keppni lýkur.

10.  Úrslit keppninnar verđa ávallt ađgengileg á heimasíđu Hellis, www.hellir.blog.is, sem er heimasíđa keppninnar, og á www.skak.is.

11.  Mótshaldiđ er í höndum Taflfélagsins Hellis sem sér um framkvćmd mótsins.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 31
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 310
  • Frá upphafi: 8764841

Annađ

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 176
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband