Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2010

Russel og Lawrence kjördćmismeistarar Vestfjarđa

Skólaskákmeistarar Vestfjarđa: Russel og LawranceVestfjarđamótiđ í skólaskák fór fram í Grunnskólanum á Ísafirđi í gćr en ţar kepptu nemendur frá grunnskólum á svćđinu. Russel Sayon frá Flateyri sigrađi í flokki eldri nemenda en í öđru sćti var Jakub Kozlowski og John Wayne lenti í ţví ţriđja. Í yngri flokki sigrađi Lawrence SiF Malagar frá Flateyri en Marcin Lipiec frá Flateyri varđ í öđru sćti og Sturla Snorrason frá Suđureyri hafnađi í ţriđja sćti. Sigurvegar á mótinu keppa fyrir hönd Vestfjarđa á landsmóti í skólaskák sem fram fer í byrjum maí.

Sjá nánar á vef BB.

 

 


Örn Leó og Dagur Skólaskákmeistarar Reykjavíkur

Eldri flokkurÖrn Leó Jóhannsson, Laugarlćkjaskóla, og Dagur Ragnarsson, Rimaskóla eru Skólaskákmeistarar Reykjavíkur.     Ađrir fulltrúar Reykjavíkur á Landsmótinu í skólasveita verđa Dagur Kjartansson, Hólabrekkuskóla, og Emil Sigurđarson, Laugarlćkjaskóla, úr eldri flokki og Heimir Páll Ragnarsson, Hólabrekkuskóla, yngri flokki, sem er ađeins átta ára.  Björn Ţorfinnsson hefur skrifađ pistil um gang mála a mótinu.Yngri flokkur

Pistill Björns

Lokadagur Skólaskákmóts Reykjavíkur var ćsispennandi. Í eldri flokki voru Örn Leó Jóhannsson og Dagur Kjartansson efstir eftir fyrri daginn međ 4,5 vinninga af 5 og ţeir slógu hvergi af á seinni deginum og unnu allar sínar skákir. Ţví varđ ađ grípa til einvígis til ađ skera úr um titilinn og hafđi Örn Leó ţar sigur 1,5 - 0,5. Framfarirnar hjá Erni Leó hafa veriđ gríđarlegar á ţessu skólaári og í kjölfariđ hefur hann skotist upp íslenska skákstigalistann. Á Kornax-mótinu í janúar grćddi hann 145 íslensk skákstig, sem er náttúrulega međ ólíkindum. Hann fylgdi ţví eftir međ frábćrum árangri á Reykjavik Open sem og Skákţingi Íslands - áskorendaflokki og ćtti ţví ađ vera farinn ađ nálgast 2000 stiga múrinn. Frammistađa Dags var einnig međ miklum ágćtum og hann veitti Erni harđa keppni. Dagur hampađi titlinum í yngri flokki í fyrra og ţví hefđi ţađ sennilega veriđ einsdćmi hefđi hann svo sigrađ í eldri flokkinum áriđ eftir! Međ sama áframhaldi eru hinsvegar allar líkur á ţví ađ hann fái skráđ nafn sitt á bikarinn í nánustu framtíđ. Ţriđji varđ Emil Sigurđarson og vann hann sér ţví ţátttökurétt í Landsmótinu í skólaskák ásamt Erni Leó og Degi. Heilt yfir var taflmennskan í eldri flokki á háu plani og keppendum til sóma.

Lokastađan í eldri flokki:

1.       Örn Leó Jóhannsson (Laugalćkjarskóla) - 8,5 v.

2.       Dagur Kjartansson (Hólabrekkuskóla) - 8,5 v.

3.       Emil Sigurđarson (Laugalćkjarskóla) - 7 v.

4.       Brynjar Steingrímsson (Hólabrekkuskóla) - 5 v.

5.       Franco Soto (Laugalćkjarskóla) - 4 v.

6.       Jóhann Bernhard Jóhannsson (Hlíđaskóla) - 3,5 v.

7.       Alexander Már Brynjarsson (Laugalćkjarskóla) - 3,5 v.

8.       Jóhann Karl Hallsson (Laugalćkjarskóla) - 3 v.

9.       Elín N. Viggósdóttir (Engjaskóla) - 2 v.

YfirlitsmyndKeppnin í yngri flokki var ekki síđur spennandi. Fyrir síđustu umferđ var Gauti Páll Jónsson efstur međ 5,5 v. og hann mćtti Heimi Páli Ragnarssyni sem var í 2-4.sćti međ 5 vinninga ásamt Degi Ragnarssyni og Leifi Ţorsteinssyni. Svo fór ađ Heimir Páll hafđi sigur í hörku skák og Dagur knésetti Leif á öđru borđi. Niđurstađan varđ ţví sú ađ Heimir og Dagur urđu efstir og jafnir međ 6 vinninga og urđu ađ tefla einvígi um titilinn. Ţar hafđi Dagur sigur, 2-0, og er ţví Skólaskákmeistari Reykjavíkur í yngri flokki.  Dagur hefur veriđ afar sigursćll á ţessu ári, bćđi í einstaklings- og sveitakeppnum, og bćtir nú enn einni skrautfjöđurinni í sinn hatt. Hann hefur einnig veriđ afar duglegur viđ ađ mćta á kappskáksmót í vetur en sú reynsla er oft lykillinn ađ framförum ungra skákmanna. Í ţessu móti tapađi hann snemma fyrir Gauta Páli en sýndi gríđarlegt keppnisskap og sigurvilja međ ţví ađ vinna fjórar síđustu skákirnar og ţar á međal sterka andstćđinga eins og brćđurna Oliver Aron og Kristófer Jóel sem eru einmitt samherjar hans í Rimaskóla. Árangur hins 8 ára gamla Heimis Páls var einnig stórkostlegur og ljóst er ađ ţar er gríđarlegt efni á ferđinni. Helstu styrkleikar hans er mikil hugmyndaauđgi og afar hröđ hugsun en ţađ getur fljótt snúist upp í veikleika ef mađur leikur strax einhverjum spennandi leik sem manni dettur í hug. Látiđ greinarhöfund ţekkja ţađ! Í ţessu móti tefldi Heimir afar vandađ og vel, einbeitingin var til fyrirmyndar og hann notfćrđi sér styrkleika sína á réttum tímapunktum. Dagur og Heimir Páll verđa fulltrúar Reykjavíkur á Landsmótinu í skólaskák 6-8. maí og verđur spennandi ađ fylgjast međ ţeim í ţeirri baráttu. Ţriđja sćtiđ hlaut Gauti Páll međ 5,5 vinninga eins og Rafnar Friđriksson en Gauti hafđi betur á stigum. Hann átti svo sannarlega meira skiliđ ţví hann vann fyrstu fimm skákirnar međ mikilli hörku og leiddi mótiđ allan tímann. Sérstaklega tefldi Gauti endatöflin vel og vann til dćmis góđa skák af Degi í kóngsendatafli og ađra skák af Breka Jóelssyni í jafnteflislegu hróksendatafli. Gauti hefur veriđ manna virkastur viđ taflmennsku á unglingaćfingum taflfélaganna í höfuđborginni og ţađ er greinilega ađ skila sér. Eftir mótiđ sagđi hann viđ skákstjóranna: „Ég tefli bara og tefli en núna ţarf ég ađ fara ađ lćra eitthvađ!!". Mikiđ til í ţví og ţađ er ljóst ađ ţađ verđur gaman ađ kenna Gauta Páli - slíkur er Einvígin í gangiáhuginn.  

Keppendur frá Laugalćkjarskóla og Melaskóla settu mikinn svip sinn á mótiđ međ frábćrri frammistöđu.  Keppendur úr ţessum skólum eiga ţađ sameiginlegt ađ hafa byrjađ ađ tefla síđastliđiđ haust (!) og hafa framfarirnar veriđ međ hreinum ólíkindum. Svo miklar ađ nemendur skólanna eru farnir ađ velgja bestu skákmönnum landsins í ţessum aldursflokki undir uggum.

Ađ lokum er vert ađ benda á frammistöđu Nansýar Davíđsdóttur úr Rimaskóla en hún hlaut 4 vinninga. Ţađ verđur ađ teljast frábćrt hjá nemenda í 2.bekk! Skákáhugamenn eru hvattir til ađ leggja ţetta nafn á minniđ.

Lokastađan í yngri flokki:

1.       Dagur Ragnarsson (Rimaskóla) - 6 v.

2.       Heimir Páll Ragnarsson (Hólabrekkuskóla) - 6 v.

3.       Gauti Páll Jónsson (Grandaskóla) - 5,5 v.

4.       Rafnar Friđriksson (Laugalćkjarskóla) - 5,5 v.

5-7. Leifur Ţorsteinsson (Melaskóla) - 5 v.

Oliver Aron Jóhannesson (Rimaskóla) - 5 v.

Ingvar Ingvarsson (Laugalćkjarskóla) - 5 v.

8-10. Donika Kolica (Hólabrekkuskóla) Garđar Sigurđarson (Laugalćkjarskóla) Dagur Logi Jónsson (Melaskóla) - 4,5 v.

11-16. Kristófer Jóel Jóhannesson (Rimaskóla) Breki Jóelsson (Melaskóla) Jóhann Arnar Finnsson (Rimaskóla) Ţorsteinn Freygarđsson (Árbćjarskóla) Nansý Davíđsdóttir (Rimaskóla) Arnar Ingi Njarđarson (Laugalćkjarskóla) - 4 v.

17. Ţórđur Valtýr Björnsson (Fellaskóla) - 3,5, v.

18-26. Jóhannes Kári Sólmundarson (Laugalćkjarskóla) Axel Bergsson (Selásskóli) Friđrik Dađi Smárason (Hólabrekkuskóli) Fannar Skúli Birgisson (Melaskóla) Jón Karl Einarsson (Melaskóla) Honey Grace Bargamento (Engjaskóla) Rósa Linh Róbertsdóttir (Engjaskóla) Sigurđur Ingvarsson - 3 v.

27-30. Alexander Örn Sćvarsson (Engjaskóla ) Eysteinn Högnason (Fossvogsskóla) Kristín Lísa Friđriksdóttir (Rimaskóla) Aldís Birta Gautadóttir (Engjaskóla) - 2 v.

31-32. Baldvin Guđjónsson (Ísaksskóla) Oddur Stefánsson (Ísaksskóla) - 1,5 v.

33-34. Smári Steinn Arnarsson (Ísaksskóla) Hjalti Dagur Hjaltason (Ísaksskóla) - 1 v.


Henrik međ jafntefli í 2. umferđ í Kaupmannahöfn

Einbeittur HenrikStórmeistarinn Henrik Danielsen (2494) gerđi jafntefli viđ danska FIDE-meistararann Kĺre Kristensen (2258) í 2. umferđ Copenhagen Chess Challenge sem fram fór í morgun.  Henrik hefur 1˝ vinning.

Í ţriđju umferđ teflir Henrik viđ Peter Nicolai Skovgaard (2307), ţriđja danska FIDE-meistarann í jafn mörgum skákum. 

Umferđin hefst kl. 13 og verđur skák Henriks sýnd beint á vefsíđu mótsins.

Alls taka 58 skákmenn og ţar af 5 stórmeistarar.  Jonny Hector (2582) er stigahćstur keppenda en Henrik er sá ţriđji stigahćsti. Ţröstur Ţórhallsson og Björn Ţorfinnsson voru einnig skráđir til leiks en komust ekki til Kaupmannahafnar í tćka tíđ vegna erfiđleika í flugsamgöngum.


Fimmtudagsmót hjá TR í kvöld

Ađ venju fer fram fimmtudagsmót T.R. í kvöld kl. 19.30.  Tefldar verđa 7 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma.  Mótin fara fram í félagsheimili T.R., skákhöllinni ađ Faxafeni 12, og opnar húsiđ kl. 19.10.  Glćsilegur verđlaunapeningur er í bođi fyrir sigurvegarann.

Mótin eru öllum opin og er ađgangseyrir kr. 500 fyrir 16 ára og eldri en frítt er fyrir 15 ára og yngri.  Bođiđ er upp á kaffi ásamt léttum veitingum án endurgjalds.


Kristján efstur öđlinga

Kristján Guđmundsson

Kristján Guđmundsson (2259) er efstur međ 4˝ vinning ađ lokinni fimmtu umferđ skákmóts öđlinga sem fram fór í gćrkvöldi.  Kristján gerđi jafntefli viđ Braga Halldórsson (2230).  Bragi er í 2.-3. sćti ásamt Ţorsteini Ţorsteinssyni (2271) sem vann Birgi Rafn Ţráinsson (1636).  Tveimur skákum var frestađ svo pörun sjöttu og nćstsíđustu umferđar liggur ekki fyrir.


Úrslit 5. umferđar:


NamePts.Result Pts.Name
Halldorsson Bragi ˝ - ˝ 4Gudmundsson Kristjan 
Thorsteinsson Thorsteinn 31 - 0 3Thrainsson Birgir Rafn 
Bergmann Haukur 3˝ - ˝ 3Bjornsson Eirikur K 
Palsson Halldor 3˝ - ˝ 3Ragnarsson Johann 
Sigurmundsson Ingimundur 30 - 1 Thorsteinsson Bjorn 
Sigurmundsson Ulfhedinn 0 - 1 Hjartarson Bjarni 
Fridthjofsdottir Sigurl  Regin 0 - 1 Jonsson Loftur H 
Gunnarsson Magnus 20 - 1 Ulfljotsson Jon 
Gudmundsson Einar S 21 - 0 2Gardarsson Halldor 
Thorarensen Adalsteinn 20 - 1 2Sigurdsson Pall 
Kristinsson Magnus 21 - 0 2Jonsson Sigurdur H 
Eliasson Jon Steinn 2      2Isolfsson Eggert 
Jonsson Pall G 1 - 0 2Gudmundsson Sveinbjorn G 
Thoroddsen Arni 0 - 1 Matthiasson Magnus 
Hreinsson Kristjan 1 - 0 Adalsteinsson Birgir 
Vikingsson Halldor 10 - 1 Breidfjord Palmar 
Kristbergsson Bjorgvin 10 - 1 1Jensson Johannes 
Einarsson Thorleifur 1+ - - 1Bjornsson Gudmundur 
Schmidhauser Ulrich ˝      1Ingason Gudmundur 
Johannesson Petur 01 bye
Halldorsson Haukur 10 not paired

Stađan:


Rk. NameRtgClub/CityPts. Rprtg+/-
1 Gudmundsson Kristjan 2259TG4,523317,8
2 Halldorsson Bragi 2230Hellir422404,9
3FMThorsteinsson Thorsteinn 2271TV42105-5,4
4 Bjornsson Eirikur K 2013TR3,5213511,6
5 Palsson Halldor 1947TR3,520659,4
6 Bergmann Haukur 2142SR3,52130-0,8
7 Ragnarsson Johann 2124TG3,51991-5,4
8 Thorsteinsson Bjorn 2226TR3,51999-8,3
9 Ulfljotsson Jon 1695Víkingaklúbburinn3,51995 
10 Hjartarson Bjarni 2112 3,518610
11 Jonsson Loftur H 1510SR3,51844 
12 Thrainsson Birgir Rafn 1636Hellir3203619
13 Kristinsson Magnus 1415TR31891 
14 Sigurmundsson Ingimundur 1760SSON31769 
15 Sigurdsson Pall 1881TG319266,4
16 Gudmundsson Einar S 1705SR3176411,3
17 Fridthjofsdottir Sigurl  Regin 1810TR2,51648-1,2
18 Sigurmundsson Ulfhedinn 1775SSON2,51609 
19 Matthiasson Magnus 1838SSON2,51693-2
20 Jonsson Pall G 1710KR2,51711 
21 Hreinsson Kristjan 1610KR2,51634 
22 Breidfjord Palmar 1746SR2,51499-2,3
23 Isolfsson Eggert 1845TR21788 
24 Gardarsson Halldor 1978TR21675-21,8
25 Gunnarsson Magnus 2124SSON21646-9,9
26 Gudmundsson Sveinbjorn G 1665SR21552 
27 Thorarensen Adalsteinn 1741Haukar21482-12,8
28 Jensson Johannes 1535 21456 
29 Einarsson Thorleifur 1525SR21410 
30 Jonsson Sigurdur H 1862SR214390
31 Eliasson Jon Steinn 0KR21583 
32 Adalsteinsson Birgir 0TR1,51308 
33 Thoroddsen Arni 1555KR1,51741 
34 Halldorsson Haukur 1500Vinjar10 
35 Vikingsson Halldor 0 11300 
36 Ingason Gudmundur 0KR11490 
37 Kristbergsson Bjorgvin 1165TR1763 
38 Bjornsson Gudmundur 0 11373 
39 Johannesson Petur 1020TR1660 
40 Schmidhauser Ulrich 1375TR0,51431 

 


Henrik vann í fyrstu umferđ í Köben

Einbeittur HenrikStórmeistarinn Henrik Danielsen (2494) sigrađi danska FIDE-meistarann Eric Brřndum (2135) í fyrstu umferđ Copenhagen Chess Challenge sem fram fór í kvöld. 

Í 2. umferđ, sem fram fer í fyrramáliđ, teflir Henrik viđ danska FIDE-meistararann Kĺre Kristensen (2258).

Umferđin hefst kl. 8 í fyrramáliđ og verđur skák Henrik sýnd beint á vefsíđu mótsins.

Alls taka 58 skákmenn og ţar af 5 stórmeistarar.  Jonny Hector (2582) er stigahćstur keppenda en Henrik er sá ţriđji stigahćsti. Ţröstur Ţórhallsson og Björn Ţorfinnsson voru einnig skráđir til leiks en komust ekki til Kaupmannahafnar í tćka tíđ vegna erfiđleika í flugsamgöngum.


Anand sigrađi Topalov í glćsilegri skák

Anand og Topalov

Indverjinn Anand sigrađi Topalov á glćsilegan hátt í fjórđu skák heimsmeistaraeinvígis ţeirra sem fram fór í dag í Sofíu í Búlgaríu.   Anand leiđir nú í einvíginu 2,5-1,5 en alls tefla ţeir 12 skákir.  

Anand hafđi hvítt og tefld var Catalan-byrjun eins og í annarri skákinni.  Anand fékk fljótlega betra og međ glćsilegri mannsfórn í 23. leik, sem sterkar skáktölvur fundu ekki einu sinni, fékk hann fljótlega auđunniđ tafl og mátti Búlgarinn viđurkenna sig sigrađan níu leikjum síđar.  

Frídagur er á morgun en fimmta skákin fer fram á föstudag og hefst kl. 12.  Topalov hefur ţá hvítt.

Rétt er ađ benda skák- og skákáhugamönnum á fjörlegar umrćđur og skýringar um skákir heimsmeistaraeinvígisins á Skákhorninu ţar sem FIDE-meistarinn Ingvar Ţór Jóhannesson fer mikinn í skýringum sínum.   


Henrik í beinni frá Kaupmannahöfn

Einbeittur HenrikStórmeistarinn Henrik Danielsen (2494) situr nú ađ tafli gegn FIDE-meistaranum Eric Bröndum (2135) í fyrstu umferđ skákmótsins Copenhagen Chess Challenge sem hófst í dag.  Ţröstur Ţórhallsson og Björn Ţorfinnsson voru einnig skráđir til leiks en komust ekki til Kaupmannahafnar í tćka tíđ til ađ taka ţátt vegna erfiđleika í flugsamgöngum.


Barna-og unglingameistaramót Reykjavíkur sem og Stúlknameistaramót Reykjavíkur

Barna- og unglingameistaramót Reykjavíkur, sem og Stúlknameistaramót Reykjavíkur, fer fram sunnudaginn 2. maí  í félagsheimili T.R. Faxafeni 12. Tafliđ hefst kl.14 og stendur til ca. kl. 18.

Tefldar verđa 7 umferđir eftir Monrad-kerfi međ umhugsunartímanum 15 mín. á skák.

Teflt verđur í einum flokki. Verđlaun verđa veitt fyrir ţrjú efstu sćtin í mótinu og ţar fyrir utan hlýtur sigurvegarinn titilinn Unglingameistari Reykjavíkur 2010, sé hann búsettur í Reykjavík eđa félagi í reykvísku taflfélagi.

Einnig verđa veitt verđlaun fyrir ţrjár efstu stúlkurnar og ţar fyrir utan hlýtur efsta stúlkan titilinn Stúlknameistari Reykjavíkur 2010, sé hún búsett í Reykjavík eđa félagi í reykvísku taflfélagi.

Til viđbótar verđa veitt verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin í aldursflokknum 12 ára og yngri.  

Mótiđ er opiđ öllum krökkum 15 ára og yngri.  Skráning fer fram á taflfelag@taflfelag.is (vinsamlegast gefiđ upp nafn, fćđingarár, símanúmer, skóla og taflfélag (ef viđ á)) og einnig er hćgt ađ skrá sig á mótsstađ sunnudaginn 2. maí. frá kl. 13.30- 13.45. 

Ađgangur á mótiđ er ókeypis.


Jafntefli í ţriđju skák

Anand og TopalovJafntefli varđ í ţriđju skák heimsmeistaraeinvígis Topalov og Anand sem fram fór í dag.  Topalov hafđi hvítt og tefld var slavnesk vörn.  Búlgarinn fékk örlítiđ betri stöđu en aldrei nóg til ţess ađ hafa raunhćfa vinningssénsa.  Ţráteflt var í steindauđri jafnteflisstöđu eftir 46 leiki.

Fjórđa skákin fer fram á morgun og hefst kl. 12.  Anand hefur ţá hvítt.

Rétt er ađ benda skák- og skákáhugamönnum á fjörlegar umrćđur og skýringar um skákir heimsmeistaraeinvígisins á Skákhorninu.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 183
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 150
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband