Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2009

Gull um háls afmćlisbarnsins

magnús matt leikur fyrsta leikinnTuttugu og tveir ţátttakendur skráđu sig til leiks á stórafmćlismót til heiđurs Róberti Lagerman í Vin, athvarfi Rauđa kross Íslands, í gćr, eftir hádegismatinn.

Frábćr ţátttaka og mótiđ firnasterkt. Ţó andrúmsloftiđ hafi veriđ afslappađ ţá var hart barist og enginn afsláttur gefinn, en teflt var bćđi innan- og utandyra ţar sem veđurblíđa ríkti.

Fyrir mótiđ fékk Róbert, ađalleiđbeinandi hjá Skákfélagi Vinjar undanfarin ár, hlýjar kveđjur og bókina "The days run away like wild horses over the hill" eftir Charles Bukowski, sem ţótti nokkuđ viđeigandi.forseti,      varaforseti og forseti

Forseti Skáksambandsins, Gunnar Björnsson, vísiterađi Vin og tók ţátt auk ţess sem varaforsetinn, Magnús Matthíasson, hélt stutta og fallega tölu um afmćlidrenginn og lék svo fyrsta leikinn í viđureign Róberts og Stefáns Bergssonar, sem stóđ í ströngu sem yfirdómari og ađstođarskákstjóri.

Sex umferđir voru tefldar međ sjö mínútna umhugsunartíma og eftir ţrjár umferđir var kaffisamsćti ţar sem ađalnúmeriđ á mögnuđu hlađborđi var 30 manna afmćlisterta sem Bakarí Sandholt gaf í veisluna.

Eftir verđlaunaafhendingu dró sjö ára dóttir Róberts,  hún Elísabet, í happadrćtti og ţeir sem ekki komust á pall eđa náđu í happadrćttisvinning fengu skákbćkur til ađ ćfa sig ađeins betur.

jorge og biggi      úti12 tónar gáfu geisladiska fyrir fimm efstu og ţrír á toppnum fengu medalíur en Róbert og jókerinn í liđi Skákfélags Vinjar, Björn Sölvi Sigurjónsson, voru efstir og hnífjafnir međ fimm vinninga. Var ţá aldrei spurning um ađ afmćlisdrengurinn fengi gull um hálsinn. Gerđu ţeir innbyrđis jafntefli auk ţess sem Ólafur Ţórs gerđi jafntefli viđ Róbert og höfđinginn og aldursforsetinn, Árni Pétursson, náđi jöfnu gegn Birni. Sigríđur Björg Helgadóttir tefldi glćsilega og átti séns á fimm vinningum en hún náđi ekki ađ sigra öflugan Birgi Berndsen í lokaumferđinni og féll á tíma í ćsispennandi skák ţar sem klukkan var barin i buff.

Lokastađan:

1-2  Róbert Lagerman                              5

     Björn Sölvi Sigurjónsson

3-4  Ólafur Ţórsson                               4.5     

      Birgir Berndsen                             4.5      
 5-8  Gunnar Freyr Rúnarsson                       4       
      Gunnar Björnsson                             4        
      Jorge Fonseca                                4        
      Sigríđur Björg Helgadóttir                   4       
  9   Árni Pétursson                               3.5      
10-15 Ingi Tandri Traustason                       3        
      Stefán Bergsson                              3        
      Haukur Halldórsson                           3        
      Magnús Matthíasson                           3        
      Dagur Kjartansson                            3      
      Hrannar Jónsson                              3        
 16   Kjartan Másson                               2.5     
17-18 Arnar Valgeirsson                            2       
      Guđmundur Valdimar Guđmundsson               2        
19-21 Atli Thorstensen                             1        
      Einar Björnsson                              1       
      Luigi Formicola                              1      
22   Ingvar Sigurđsson                            0   


Myndaalbúm mótsins


Guđmundur vann enn í Pardubice!

Guđmundur KjartanssonAlţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson (2356) vann tékkneska alţjóđlega meistarann Stepan Zilka (2466) í fjórđu umferđ Czech Open sem fram fór í Pardubice í Tékklandi í dag.  Guđmundur hefur fullt hús er í 1.-2. sćti.  Ótrúlegur árangur hjá stráknum sem fer mikinn og virđist til alls líklegur!

Í fimmtu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Guđmundur viđ ítalska alţjóđlega meistarann Denis Rombaldini (2465). Skákin verđur sýnt beint á heimasíđu mótsins og hefst hún hefst kl. 13.  

Rétt er einnig ađ benda á fjörugar umrćđur um árangur og skákir Guđmundar á Skákhorninu.  

Alls taka 294 skákmenn ţátt í efsta flokki.  Ţar á međal eru 26 stórmeistarar og 74 alţjóđlegir meistarar.  Guđmundur er nr.  109 í stigaröđinni. 


Nataf í TV

Oral, Galego og NatafFranski stórmeistarinn Igor Alexandre Nataf (2529) er genginn til liđs viđ Taflfélag Vestmannaeyja (TV) eftir nokkurra ára fjarveru en Nataf tefldi síđast fyrir TR. Eyjamenn hafa veriđ ađ styrkja liđ sitt undanfarđ en liđiđ vann sig upp í 1. deild í vor. Fyrir eru m.a. stórmeistararnir Helgi Ólafsson (2522) og Luis Galego (2435), alţjóđlegu meistararnir Nils Grandelius (2515), Jan Johansson (2437) og Sćvar Bjarnason (2171) ásamt Fidemeisturunum Ţorsteini Ţorsteinssyni (2286) og Tómasi Björnssyni (2163). Nýlega gekk svo Björn Freyr Björnsson (2166) í TV.


Stórafmćlisskákmót hjá Skákfélagi Vinjar í dag kl. 13

Róbert afmćlisbarnMánudaginn 27. júlí verđur haldiđ mót í tilefni stórafmćlis skákleiđbeinandans geđţekka, Róberts LagermanVerđur ţađ í Vin, athvarfi Rauđa kross Íslands, Hverfisgötu 47 og hefst
klukkan 13:00.


Skákfélag Vinjar vill međ ţessu ţakka helsta leiđbeinanda félagsins og varaforseta Hróksins fyrir alla ađstođ undanfarin ár, en Róbert hefur komiđ flesta mánudaga í tćp sex ár, frá ţví ađ ţeir Hrafn Jökulsson tóku sig til og efldu skákiđkun í Vin til mikilla muna.

Tefldar verđa 6 umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma.  Afmćlisbarniđ verđur skákstjóri en honum til halds og trausts, og yfirdómari mótsins, verđur skákkennarinn og KA mađurinn magnađi, Stefán Bergsson.  Varaforseti Skáksambands Íslands, Magnús Matthíasson, setur mótiđ og leikur fyrsta leikinn.

12 tónar hafa gefiđ vinninga fyrir fimm efstu, auk ţess sem dregiđ verđur í happadrćtti um nokkra diska. Hlađborđiđ mun svigna undan glćsilegum veitingum, ekki síst ţar sem Bakarí Sandholt fćrir afmćlisbarninu myndarlega tertu sem hann deilir međ ţátttakendum og öđrum gestum.


Guđmundur Kjartansson alţjóđlegur meistari!

Guđmundur Kjartansson ađ tafli í Búdapest

FIDE-meistarinn Guđmundur Kjartansson (2356) sigrađi rússneska stórmeistarann Egor Krivobodov (2442) í 3. umferđ Czech Open sem fram fór í Pardubice í Tékklandi í dag.  Guđmundur er í 1.-8. sćti hefur fullt hús og hefur hćkkađ um 24 skákstig međ frammistöđu sinni.  Fyrir mótiđ hafđi Guđmundur 2380 skákstig og er ţví kominn međ 2404 skákstig og alţjóđlegi meistaratitilinn kominn í höfn!   Til hamingju međ ţetta Guđmundur!

Stigaútreikningar:

 

Stig 1. júlí2356
First Saturday12
Big Slick-30
Skotland42
Czech Open24
Niđurstađa2404


Í fjórđu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Guđmundur viđ tékkneska alţjóđlega meistarann Stepan Zilka (2466). Skákin verđur sýnt beint á heimasíđu mótsins og hefst hún hefst kl. 13. 

Alls taka 294 skákmenn ţátt í efsta flokki.  Ţar á međal eru 26 stórmeistarar og 74 alţjóđlegir meistarar.  Guđmundur er nr.  109 í stigaröđinni. 


Bjarni Jens sigrađi í sínum stigaflokki - Peter Heine Nielsen norđurlandameistari

Bjarni Jens Kristinsson

Bjarni Jens Kristinsson (1985) vann sína fjórđu skák í röđ í 10. og síđustu umferđ Politiken Cup sem fram fór í dag.  Bjarni Jens fékk 6,5 vinning og var efstur ţeirra sem höfđu 1900-2000 skákstig og jafnframt efstur íslendinganna.  Dađi Ómarsson (2091) og Atli Antonsson (1725) unnu einnig í lokaumferđinni.  Danski stórmeistarinn Peter Heine Nielsen (2678) er norđurlandameistari.   

Stađa íslensku skákmannanna:
  • 31.-53. Bjarni Jens Kristinsson (1985) 6,5 v.
  • 54.-94. Bragi Ţorfinnsson (2377) 6 v.
  • 95.-136. Dađi Ómarsson (2091) 5,5 v.
  • 218.-249. Ólafur Gísli Jónsson (1899) og Atli Antonsson (1720) 4 v.

Efstir međ 8,5 vinning urđu stórmeistararnir Parmerian Nagi, Indlandi, (2590) og Boris Avruk, Ísrael, (2641).  Í 3.-7. sćti međ 8 vinninga urđu stórmeistararnir Vladimir Malakhov (2707), Rússlandi, Gabriel Sargissian (2667), Armeníu, Peter Heine Nielsen (2680), Danmörku, Evgeny Postny (2647), Ísrael, og Sergei Tiviakov.

Alls tóku 307 skákmenn ţátt í mótinu og ţar af 20 stórmeistarar, 14 alţjóđlegir meistarar og 17 FIDE-meistarar. 


Nýr pistill frá Guđmundi

Guđmundur Kjartansson hefur skrifađ pistil um skoska meistaramótiđ á heimasíđu TR en ţar náđi hann í stórmeistaraáfanga. 

Heimasíđa TR


Dagur og Jón Viktor međ jafntefli í lokaumferđinni

Dagur Arngrímsson ađ tafli í Búdapest

Dagur Arngrímsson (2396) og Jón Viktor Gunnarsson (2462) gerđu báđir jafntefli í lokaumferđ meistaramóts Quebec sem fram fór í gćr. Dagur viđ spćnska alţjóđlega meistarann Renier Castellanos (2453) og Jón Viktor viđ kanadíska FIDE-meistarann François Léveillé (2251).  Björn tapađi fyrir úkraínska stórmeistarann Vladimir Malaniuk (2563).

Dagur hlaut 4,5 vinning og endađi í 10.-13, sćti, Jón Viktor fékk 4 vinninga og endađi í 14.-15. sćti og Björn fékk 3 vinninga og endađi í 17.-19. sćti.

Sigurvegari mótsins varđ makedónski stórmeistarinn Vladimir Georgiev (2530) en hann hlaut 6,5 vinning.  Í 2.-3. sćti međ 6 vinninga urđu stórmeistararnir Merab Gagunashvili (2574), Georgíu, og Anton Kovalyov (2571), Kanada.

Alls tóku 21 skákmađur ţátt í efsta flokki.  Ţar af voru 10 stórmeistarar og 8 alţjóđlegir meistarar.


Guđmundur sigrađi stórmeistara í Pardubice

Guđmundur KjartanssonFIDE-meistarann Guđmundur Kjartansson (2356) vann  tékkneska stórmeistarann Vigen Mirumian (2506) í 2. umferđ Czech Open sem fram fór í Pardubice í Tékklandi í dag.  Guđmundur hefur fullt hús eftir ţessa góđa byrjun.  

Í ţriđju umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Guđmundur viđ rússneska stórmeistarann Egor Krivobodov (2442).  Skákin verđur sýnt beint á heimasíđu mótsins og hefst hún hefst kl. 13. 

Alls taka 294 skákmenn ţátt í efsta flokki.  Ţar á međal eru 26 stórmeistarar og 74 alţjóđlegir meistarar.  Guđmundur er nr.  101 í stigaröđinni. 

Bjarni Jens sigrađi í níundu umferđ

Bjarni Jens KristinssonEkki gekk vel í níundu og nćstsíđustu umferđ Politiken Cup sem fram fór í dag. Bjarni Jens Kristinsson (1985) vann sína skák og Ólafur Gísli Jónsson (1899) gerđi jafntefli.  Bragi Ţorfinnsson (2377) tapađi fyrir úkraínska stórmeistarann Yuri Kuzubov (2635). 

Stađa íslensku skákmannanna:

  • 24.-55. Bragi Ţorfinnsson (2377) 6 v.
  • 56.-91. Bjarni Jens Kristinsson (1985) 5,5 v.
  • 131.-179. Dađi Ómarsson (2091) 4,5 v.
  • 220.-253. Ólafur Gísli Jónsson (1899) 3,5 v.
  • 254.-276. Atli Antonsson (1720) 3 v.

Efstur međ 8 vinninga er rússneski stórmeistarinn Vladimir Malakhov (2707).  Í 2.-5. sćti, međ 7,5 vinning, eru stórmeistararnir Boris Arvuk (2641), Ísrael, Emanuel Berg (2610), Svíţjóđ, Parmerian Negi (2590), Indlandi, og S.P. Sethuraman (2455). 

Alls taka 307 skákmenn ţátt í mótinu og ţar af 20 stórmeistarar, 14 alţjóđlegir meistarar og 17 FIDE-meistarar. 

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 283
  • Frá upphafi: 8764892

Annađ

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 155
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband