Leita í fréttum mbl.is

Deild 14 sigrađi á jólamóti Hróksins og Skákfélags Vinjar

Deild 14Jólamót var haldiđ í hátíđarsalnum, Landsspítala ađ Kleppi, í gćr mánudag eftir hádegi. Fyrir tćpum tveimur áratugum var ţetta árlegur viđburđur milli geđdeilda en lá niđri í mörg ár áđur en Hrókurinn og Skákfélagiđ í Vin tóku sig saman og endurvöktu keppnina.  Međ breyttum ađstćđum í geđheilbrigđismálum er mótiđ nú opiđ athvörfum, sambýlum og klúbbum sem koma ađ málefninu.

Forseti Skáksambands Íslands, Gunnar Björnsson, hélt stutta tölu og  setti svo mótiđ. Gunnar  var geđdeildarstarfsmađur á sínum yngri  árum, einmitt ađ Kleppsspítala, í ţrjú ár og vćntanlega er ekki hćgt ađ hugsa sér betri ţjálfun í mannlegum samskiptum og ađ takast á viđ krefjandi verkefni fyrir bankastarfsmanninn.

Ţá lék Gunnar fyrsta leikinn í skák Gunnars og Gunnars, ţar sem Gunnar Freyr Rúnarson sem Gunnarnir 3keppti fyrir Búsetukjarna Reykjavíkurborgar á móti Gunnari Gestssyni sem var á fyrsta borđi fyrir áfangastađinn ađ Flókagötu 29-31.  Ađ sjálfsögđu lék Gunnar, Gunnar 3, enda Gunnarnir ţrír. 

Metţátttaka var ađ ţessu sinni, sjö ţriggja manna liđ. Reglur eru ađ ekki má meira en einn starfsmađur vera í hverju liđi. Tefldar voru fimm umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma  og ţađ var líf og fjör í salnum.

Bóka- og tónlistarútgáfan  SÖGUR  gaf glćsilega bókavinninga  og nýr bikar fer á nýja hillu en deild 12 hefur veriđ ósigrandi á mótinu  undanfarin ár og var svo sannarlega liđiđ sem allir vildu vinna.

Deild 14 sigrađi glćsilega og var liđiđ skipađ ţeim Birni Sölva Sigurjónssyni, afmćlisbarni dagsins honum Hauki Halldórssyni og Vésteini Valgarđssyni.

Í öđru sćti kom sterkt liđ Búsetukjarna Reykjavíkurborgar,  Vin og Deild 12 deildu međ sér bronsinu, ţá kom Sambýliđ ađ Byggđarenda, Iđjuţjálfun og heiđurssćtiđ skipađi skemmtilegt liđ frá Flókagötunni.

Hrannar Jónsson var skákstjóri og leysti ţađ verkefni algjörlega óađfinnanlega, sem svo oft áđur.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 17
  • Sl. sólarhring: 40
  • Sl. viku: 286
  • Frá upphafi: 8764864

Annađ

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 158
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband