Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Carlsen heimsmeistari í hrađskák og stigahćstur

NORSKA undriđ Magnús Carlsson sem verđur 19 ára gamall á mánudaginn sló tvćr flugur í einu höggi á minningarmótinu um Mikhael Tal sem lauk í Moskvu í síđustu viku.

NORSKA undriđ Magnús Carlsson sem verđur 19 ára gamall á mánudaginn sló tvćr flugur í einu höggi á minningarmótinu um Mikhael Tal sem lauk í Moskvu í síđustu viku. Í fyrsta lagi komst hann upp fyrir Búlgarann Topalov í efsta sćtiđ á stigalista FIDE og í öđru lagi sigrađi hann međ glćsibrag á heimsmeistaramótinu í hrađskák sem á eftir fylgdi.

Ţegar ađeins tvćr umferđir af ađalmótinu voru eftir hafđi Magnús gert jafntefli í öllum skákum sínum en á lokasprettinum reif hann sig upp og lagđi Ponomariov og síđan Peter Leko. Samkvćmt óbirtum stigalista FIDE munar ţó ekki miklu á efstu mönnum: 1. Magnús Carlsen 2.805,7 2. Venselin Topalov 2.805,1

Hvađ varđar efsta sćtiđ á minningarmótinu kom endasprettur Magnúsar of seint; Vladimir Kramnik, sem eins og Magnús átti viđ veikindi ađ stríđa á međan á mótinu stóđ, hafđi ţá unniđ ţrjár skákir og stóđ ađ lokum einn uppi sem sigurvegari. Í mótslok lét hann ţess getiđ ađ hann vćri stađráđinn í ađ endurheimta heimsmeistaratitilinn.

Lokaniđurstađan varđ ţessi:

1. Vladimir Kramnik 6 v. 2.-3. Magnús Carlsen og Vasilí Ivantstjúk 5˝ v. 4.-5. Levon Aronjan og Wisvanthan Anand 5 v. 6. Boris Gelfand 4˝ v. 7. Ruslan Ponomariov 4 v. 8. Peter Svidler 3˝ v. 9.-10. Peter Leko og Alexander Morozevich 3 v.

Sigurskák Magnúsar viđ Ponomariov fylgir hér á eftir. Í ensku árásinni kemur nýr „snúningur" í 11. leik, De1 og eins og svo oft áđur snýst tafliđ um ţađ hvort svartur nái ađ koma skipulagi á liđsafla sinn. Oft ţarf ekki nema einn ónákvćman leik og 16. ...Dc5 virđist ekki svara kröfum stöđunnar. Magnús gerir sig reiđubúinn til ađ fórna á e6 međ 17. Db3! og fyrsta sprengjan fellur í 19. leik. Ţađ er svo 29. leikur hvíts sem endanlega gerir út um tafliđ. Gott dćmi um alhliđa stíl Norđmannsins sem nýtur sín ekki síđur í rólegri stöđubaráttu:

Magnús Carlsen - Ruslan Ponomariov

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 e6 7. f3 b5 8. Dd2 Rbd7 9. g4 h6 10. 0-0-0 Re5 11. De1 Dc7 12. h4 b4 13. Rce2 Rc4 14. Rf4 Rxe3 15. Dxe3 Db6 16. Bc4 Dc5 17. Db3 d5 18. exd5 Bd6 19. Rfxe6 fxe6 20. dxe6 Be7 21. Dd3 0-0 22. Bb3 Hd8 23. g5 Rh7 24. gxh6 Dh5 25. De4 Dxh6+ 26. Kb1 Ha7 27. Rf5 Hxd1+ 28. Hxd1 Df6

09-11-15_937932.jpg

29. Hd7 Bxd7 30. exd7+ Kf8 31. Dd5

- og svartur gafst upp.

Heimsmeistaramótiđ í hrađskák sem fram fór strax á eftir dró til sín 22 skákmenn sem tefldu tvöfalda umferđ. Mótiđ stóđ í tvo daga. Framan af var Anand í fararbroddi en Magnús seig fram úr á lokasprettinum og vann glćsilegan sigur hlaut 31 vinning af 42 mögulegum sem er nálega 75% vinningshlutfall. Hann var međ 10 vinninga af 10 mögulegum á ţá fimm skákmenn sem komu nćstir á töflunni:

1. Magnús Carlsen 31 v. (af 42) 2. Anand 28 v. 3. Karjakin 25 v. 4. Kramnik 24˝ v. 5. Grichukm 24 v. 6.-7. Svidler og Ponomariov 23˝ v.

Tímafyrirkomulagiđ var 3 2 eđa ţrjár mínútur á alla skákina og síđan tvćr sekúndur til viđbótar á hvern leik. Ţetta er sennilega of stíft ţví alltof mörgum skákum lauk međ ţví ađ annar féll allt í einu á tíma í óljósri stöđu. Greinarhöfundur renndi yfir flestar skákir sigurvegarans en hćgt var ađ fylgjast međ mótinu í beinni útsendingu á ýmsum vefsíđum. Óhćtt er ađ fullyrđa ađ handbragđiđ hafi veriđ gott. En hjá honum og öđrum sem ţátt tóku vantar dálítiđ upp á ţá töfra sem einkenndu Tal. Ađ lokum:

Í síđasta pistli var sú ágćta kona Guđrún sögđ Jónsdóttir en er Sigurjónsdóttir og er beđist velvirđingar á ţví.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 28
  • Sl. sólarhring: 61
  • Sl. viku: 195
  • Frá upphafi: 8764040

Annađ

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 158
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband