Leita í fréttum mbl.is

EM: Sigur gegn Lúxemborg í lokaumferðinni - endaði í 34. sæti

Lúxemborg - ÍslandÍslenska liðið á EM landsliða sigraði sveit Lúxemborg 3-1 í níundu og síðustu umferð EM landsliða sem fram fór í dag í Novi Sad í Serbíu.  Dagur Arngrímsson og bræðurnir Björn og Bragi Þorfinnssynir unnu en Jón Viktor Gunnarsson tapaði.  Íslenska sveitin hlaut 6 stig og 15,5 vinning og endaði í 34. sæti, einu sæti neðar en meðalstig sveitarinnar sögðu til um.   Björn og Bragi fengu flesta vinninga íslenska liðsins eða 5 talsins.    

Aserar urðu Evrópumeistarar, Rússar urðu aðrir og Úkraínumenn þriðju.  Danir urðu efstir norðurlandanna.    Rússar urðu Evrópumeistarar í kvennaflokki.   Árangur fyrsta borðs manns Norðmanna, Jon Ludvig Hammer (2585), vakti mikla athygli en hann fékk 6,5 vinning á fyrsta borði en árangur hans samsvarar 2792 skákstigum. 

Viðureignin gegn Lúxemborg:

 

Bo.36LuxemborgRtg-33ÍslandRtg1 : 3
1IMBerend Fred 2371-IMGunnarsson Jon Viktor 24621 - 0
2 Jeitz Christian 2253-IMArngrimsson Dagur 23960 - 1
3 Linster Philippe 2230-IMThorfinnsson Bjorn 23950 - 1
4 Serban Vlad 2206-IMThorfinnsson Bragi 23600 - 1

Árangur íslensku sveitarinnar:

 

Bo. NameRtgPts. GamesRprtg+/-
1IMGunnarsson Jon Viktor 2462292264-22,5
2IMArngrimsson Dagur 23963,592342-10,5
3IMThorfinnsson Bjorn 23955924091,9
4IMThorfinnsson Bragi 2360592328-2,9


Alls taka 38 lið í keppninni.  Íslenska liðið er það 33. sterkasta þannig að búast má við erfiðum róðri að þessu sinni. Sterkustu lið keppninnar eru Rússland (2740) Azerbaijan (2721), Armenía (2703) og Búlgaría (2673) en með Búlgörum teflir stigahæsti skákmaður heims Veselin Topalov (2813).  Fjögur norðurlandalið taka þátt og vekur fjarvera Svía þar nokkra athygli.  Öll eru þau í stiglægri helmingi mótsins en auk Íslands taka Danmörk (2541) - nr. 23, Noregur (2477) - nr. 29, og Finnland (2453) - nr. 31 þátt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Danir urðu efstir norðurlandanna." segir hér fyrir ofan.

Mér sýnist þetta ekki vera rétt. Finnar enduðu fyrir ofan Dani: http://www.chess-results.com/tnr24908.aspx?art=0&lan=1&turdet=YES&flag=30&m=-1&wi=1000

Aðalsteinn Thorarensen (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 01:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 16
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 183
  • Frá upphafi: 8764028

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 152
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband