Leita í fréttum mbl.is

Uppgjör Skeljungsmótsins

Óttar Felix Hauksson, formađur Taflfélags Reykjavíkur, hefur sent Skák.is uppgjörs pistils um Skeljungsmótiđ sem lauk í gćr.   Ritstjóri ţakkar Óttari fyrir og óskar honum og öđrum TR-ingum til hamingju međ gott mót.

Helstu punktar mótsins:

  • Sigurvegari: Ţorvarđur Fannar Ólafsson 7,5 v
  • Skákmeistari Reykjavíkur: Hjörvar Steinn Grétarsson 7,5 v
  • Besti árangur undir 2000 stigum: Páll Sigurđsson 5,5 v
  • Besti árangur undir 1600 stigum: Birgir Rafn Ţráinsson 5,5 v
  • Mesta stigahćkkun: Sigríđur Björg Helgadóttir 31 stig, Ţorvarđur F. Ólafsson 30 stig, Dagur Kjartansson 28 stig

Pistill Óttars:

Ţorvarđur Ólafsson sigurvegari Skeljungsmótsins.

Hjörvar Steinn Grétarsson Skákmeistari Reykjavíkur 2009.

Skeljungsmótiđ- Skákţing Reykjavíkur 2009 var ţéttskipađ góđum skákmönnum- og konum ţó vissulega, ađ venju hin síđari ár verđur ţví miđur ađ segjast, vćru hinir allra sterkustu skákmenn ţjóđarinnar fjarri góđu gamni. Ungir og efnilegir drengir eins og Hjörvar Steinn Grétarsson, Atli Freyr Kristjánsson, Sverrir Ţorgeirsson, Dađi Ómarsson og Ingvar Ásbjörnsson öttu kappi á efstu borđum viđ margreynda meistara, FIDE meistarana Ingvar Ţór Jóhannesson og Sigurbjörn Björnsson, aldursforsetann og alţjóđlega meistarann Sćvar Bjarnason auk sterkra kappa á borđ viđ Kristján Edvardsson , Halldór Halldórsson, Ţorvarđ Ólafsson, Sverri Örn Björnsson, Torfa Leósson, Jóhann Ragnarsson, Ţór Valtýsson, Hrannar Baldursson og Stefán Bergsson ađ ógleymdum landsliđskonunum Lenku Ptcnikovu og Guđlaugu Ţorsteinsdótturog Íslandsmeistaa kvenna, hinni bráđungu og efnilegu Hallgerđi Ţorsteinsdóttur.  

Spennan var mikil fyrir síđustu umferđ. Hinn 15 ára gamli  Hjörvar Steinn Grétarsson missti niđur vinningsforskot međ tapi í áttundu umferđ fyrir Ţorvarđi Ólafssyni. Á sama tíma sigrađi Lenka Ptacnikova Hrannar Baldursson og allt varđ á svipstundu galopiđ á efstu borđum. Lenka, Hjörvar og Ţorvarđur leiddu mótiđ međ sex og hálfan vinning úr átta skákum og hinn efnilegi Atli Freyr Kristjánsson fylgdi fast á eftir međ sex vinninga. Síđasta umferđin vill oft verđa stund sannleikans í mótum sem ţessum. Ţá skilur á milli feigs og ófeigs. Sumum keppendum finnst oft úrslit síđustu umferđar ráđa ţví, hvort ţeir telji sig hafa átt gott mót, međalgott eđa jafnvel vont.

Efstu keppendur áttust viđ innbyrđis Lenka stýrđi hvítu mönnunum gegn Hjörvari og Atli Freyr hafđi hvítt á móti Ţorvarđi. Sex keppendur komu síđan međ fimm og hálfan vinning hinn 16 ára Dađi Ómarsson sem stjórnađi hvítu mönnunum gegn FIDE meistaranum Ingvari Ţór Jóhannessyni og jafnaldri Dađa, Sverrir Ţorgeirsson hafđi hvítt gegn Halldóri Halldórssyni. Einnig međ fimm og hálfan fyrir síđustu, áttust viđ meistararnir Hrannar Baldursson og Sverrir Örn Björnsson. Ekki var síđur spennandi ađ fylgjast međ síđustu skákum á borđum ţeirra er fimm vinninga höfđu hlotiđ. Hallgerđur Ţorsteinsdóttir 15 ára gömul Íslandsmeistari kvenna hafđi svart gegn engum öđrum en fráfarandi Skákmeistara Reykjavíkur, FIDE meistaranum Sigurbirni Björnssyni og ein skćrasta stjarna mótsins hin 16 ára Sigríđur Björg Helgadóttir stjórnađi hvítu mönnunum gegn Kristjáni Edvardssyni, einum stigahćsta og reyndasta keppanda mótsins. Sćvar Bjarnason hafđi hvítt gegn Siguringa Sigurjónssyni og einn af efnilegustu skákmönnum sinnar kynslóđar Patrekur Maron Magnússon, fyrstaborđsmađur Salaskóla,heimsmeistara grunnskólasveita, hafđi svart gegn Torfa Leóssyni. Ingvar Ásbjörnsson, 17 ára, fékk erfiđan andstćđing í síđustu, Garđbćinginn sterka, tengdason Taflfélags Reykjavíkur, Jóhann Hjört Ragnarsson

Ţetta var kvöld gagnsóknanna, sigrar međ svörtu mönnunum skiptu sköpum á efstu borđum. Hjörvar lagđi Lenku međ svörtu í vel tefldri Sikileyjarvörn. Ţorvarđur sigrađi Atla Frey međ svörtu mönnunum í einkar vel útfćrđri Kóngs- indverskri vörn og náđi ţar međ sínum besta árangri á skákferlinum. Ţar sem hann er búsettur í Kópavogi og liđsmađur skákdeildar Hauka getur hann ekki hreppt titilinn Skákmeistari Reykjavíkur, en er engu ađ síđur sigurvegari Skeljungsmótsins ţar sem hann varđ hćrri á stigum en Hjörvar Steinn. Vil ég nota tćkifćriđ og óska ţeim báđum, fyrir hönd mótshaldara Taflféllags Reykjavíkur, til hamingju međ glćsilegan árangur. Ingvar Ţór tryggđi sér bronsverđlaunin  í síđustu umferđ međ góđum sigri međ svörtu mönnunum gegn Dađa Ómarssyni.

Sverrir og Halldór sömdu stutt jafntefli og Hrannar og Sverrir sömdu einnig, en eftir baráttuskák. Hallgerđur Ţorsteinsdóttir varđ ađ lúta í lćgra haldi ađ lokum fyrir Sigurbirni en sýndi lengst af mikiđ baráttuţrek og útsjónarsemi. Sigríđur Björg Helgadóttir sem ég vil kalla stjörnu mótsins, en hún vann sér inn flest stig allra keppenda međ frábćrri frammistöđu sinni, varđ ađ játa sig sigrađa í síđustu umferđinni, Kristján Edvardsson var of stór biti ađ kingja ađ ţessu sinni. Ţessar stúlkur eiga svo sannarlega framtíđina fyrir sér. Sama má segja um Elsu Maríu Kristínardóttur, sem gerđi sér lítiđ fyrir og sigrađi Guđlaugu Ţorsteinsdóttur í síđustu umferđinni og hlaut einnig fimm vinninga. Tinna Kristín Finnbogadóttir er enn ein stúlkan í ţessum fríđa hópi efnilegra skákkvenna sem viđ höfum eignast, endađi međ fimm vinninga. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir sem tapađi fyrir Bjarna Jens Kristinssyni í síđustu hefur átt betri mót, en er sannarlega í hópi okkar efnilegustu skákvenna. Guđlaug Ţorsteinsdóttir átti ekki gott mót ađ ţessu sinni og endađi međ fjóra vinninga og tapar yfir fjörutíu skákstigum. Af öđrum úrslitum skal nefna ađ efsta sćti keppenda undir 2000 stigum skiptu ţeir međ sér skákstjórinn góđkunni, Páll Sigurđsson formađur Taflfélags Garđabćjar og hinn ungi efnilegi Patrekur Maron Magnússon. Birgir Rafn Ţráinsson kom, sá og sigrađi á Skákţingi Reykjavíkur. Hann var stigalaus og óţekktur en kom öllum á óvart, hlaut fimm og hálfan vinning og hlaut verđlaun keppenda undir 1800 stigum. Af öđrum úrslitum mótsins vísast til heimasíđu Taflfélags Reykjavíkur og Chess results. Keppendur voru 62 talsins sem er allgóđ ţátttaka.Skákstjórnin var ađ venju í öruggum höndum Ólafs S. Ásgrímssonar. Taflfélag Reykjavíkur ţakkar keppendum ţátttökuna og Skeljungi hf kćrlega fyrir stuđninginn. Ađ lokum skal athygli á Hrađskákmóti Reykjavíkur sem haldiđ verđur sunnudaginn 1. febrúar og hefst ađ lokinni verđlaunaafhendingu Skeljungsmótsins kl 14.

 

Óttar Felix Hauksson

 

 

 

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 183
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 150
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband