Leita í fréttum mbl.is

EM taflfélaga: Liđsstjórapistill nr. 4

Frá EM 2007Ţađ var heldur súrt ađ tapa fyrir Norsurum í 3. umferđ í gćr. Lengi vel leit ţetta illa út en heldur hjarnađi yfir skákunum en á síđustu stundu ţegar stefndi í 2-2 rétt misstum viđ af jafntefli og tap međ minnsta mun stađreynd. Í dag mćtum viđ Sviss sem er heldur sterkari en viđ á pappírnum. Henrik kemur inn fyrir Ţröst sem hvílir.

Skák Hannesar og Carlsens var fyrst til ađ klárst. Fyrst hélt ég og fleiri ađ Hannes hefđi platađ undradrenginn en ţegar betur var skođađ var ţađ ekki svo heldur hafđi sá norski séđ lengra og Bxd4 vinnur á mjög fallegan hátt eins og örugglega einhver á eftir á sýna á horninu.

Eftir tap Hannesar leist mér ekkert á blikuna. Héđinn hafđi teflt rúlluskautavaríant ţar sem hann vann mann fyrir ţrjú peđ og stađan ţar mjög óljós. Stefán tefldi nánast á viđbótartíma strax eftir 20 leiki og Ţröstur virtist í beyglu.

Fyrst ađ skák Héđins. Hún var alltaf flókin en á ákveđnum punkti missti hann af vćnlegu framhaldi og skákin fór í ţráskák. Héđinn hefđi getađ forđast hana en mat stöđuna ţannig ađ ţađ vćri of „shaky" og mögulega taphćtta á ferđinni. Skynsamleg ákvörđun.

Stefán telfdi vel og ýtti andstćđing sínum smásaman út af borđinu. Góđ skák hjá Stefáni sem hefur teflt feiknavel.

Mesta fjöriđ var hjá Ţresti. Hann lenti í beyglu en náđi ađ trikka andstćđing sinn og varđ peđi yfir. Ţrátt fyrir ţađ voru sénsarnir sennilega betri hjá hinum unga Jon Ludwig Hammer. Ţröstur lék af sér og eftir ţađ ţurfti hann ađ tefla nákvćmt til ađ halda á jafntefli en á mikilvćgu augnabliki eftir rúmlega 100 leiki lék hann illa af sér og Norđmennirnir unnu sigur á borđinu og viđureigninni. Súrt í broti en ţetta var síđasta skákin til ađ klárast í umferđinni og greinilegt ađ ţađ hlakkar í ţeim miđađ viđ fréttaskrif Ketils. Menn verđa bćđi ađ kunna ađ vinna og tapa en Norđmennirnir virđast eiga erfitt međ fyrrnefnda.

Í dag mćtum viđ Svisslendingum en ţeir eru 27. stigahćsta sveitin eđa fjórum sćtum fyrir ofan okkur. Rétt eins og viđureignin gegn Norđmönnunum er ţetta 50-50 viđureign. Enginn Korchnoi er međ núna.

Bo.

31

ICELAND (ISL)

Rtg

-

28

SWITZERLAND (SUI)

Rtg

15.1

GM

Stefansson Hannes

2574

-

GM

Pelletier Yannick

2609

15.2

IM

Steingrimsson Hedinn

2533

-

GM

Jenni Florian

2511

15.3

GM

Danielsen Henrik

2491

-

IM

Landenbergue Claude

2452

15.4

IM

Kristjansson Stefan

2458

-

IM

Ekstroem Roland

2478

Ţegar ţetta er ritađ er viđureignin rétt hafin og allt í járnum. Hannes er međ hvítt og tefld er drottningarindversk vörn. Héđinn teflir Najdorf-varíantinn, Henrik tefldi 1. e4 enn og ný og skákađi á b5 í ţriđja leik gegn Sikileyjarvörn. Stefán fékk á Björnowski, ţ.e. Bg5 í öđrum leik. Lítiđ er enn ađ segja um stöđurnar.

Slóvenar eru efstir og verđur ţađ teljast óvćnt. Ţeir mćta Rússum í dag og líklegt ađ ţeir fćrist niđur. Danirnir eru seigir og töpuđu međ minnsta mun fyrir Aserum.

Í gćr ţegar nánast allar skákirnar voru búnar heyrđist símhringing í salnum. Sá sem hafđi símann er einn af varaforsetum FIDE, Makrapolis og hirti ekki um ađ vera kominn úr salnum ţegar hann svarađi og talađi svo hátt og skýrt í símann svo ţađ fór ekki fram hjá neinum sem hlustađi. Spurning hvort ćtti ađ kenna FIDE-gaurnum FIDE-reglurnar?

Af liđinu er annars allt gott ađ frétta. Menn sprćkir og hressir og ákafir ađ snúa viđ viđ blađinu Viđ erum töluvert spurđir um Reykjavíkurmótiđ og t.d. hefur Georgíumađurinn (Gogginn) Baadur Jobava lýst áhuga sínum ađ koma hingađ.

Topalov og hinn frćgi umbođsmađur hans Danilov eru hérna. Topalov mćtir alltaf til leiks eins og „bankamađur", í óađfinnanlegum jakkafötum og međ bindi en flestir eru frjálslega klćddir viđ skákborđiđ.

Í gćr setti ég inn fullt af myndum loksins og má skođa ţćr undir „myndaalbúm" ofarlega til vinstri.

Í gćr talađi ég um hlutverk liđsstjóra. Ţar gleymdi ég ađ tala um lykilhlutverkiđ en ţađ er ađ fćra skákmönnum kaffi sem ţađ vilja. Enginn getur taliđ sem sig alvöru liđsstjóra fyrr en hann hefur lćrt hvađa kaffi á ađ fćra hverjum og á hvađa tíma Smile

Frá EM 2007 Í dag var hálfgert haustveđur hérna. Hávađarok og laufblauđ ađ fjúka. Helsti munurinn gagnvart Íslandi var ţó ađ hitinn er í kringum 25 gráđur. Ég tók hinn daglega göngutúr eftir hádegiđ. Greinilegt ađ ţađ er komiđ „off season". Margar búđir búnar ađ loka. Eftirtektarverđ ađ engir svona alţjóđlegir veitingarstađir eins og McDonalds eru sjáanlegir. Grikkirnir eru mikiđ á mótorhjólum og stundum hrekkur mađur í kút ţegar ţeir bruna fram hjá manni en gangstéttirnar eru stundum ekki stađar hér.

Í kringum borđin eru bönd eins og gengur og gerist. Ţau eru hins vegar í mjórra lagi og hef ég labbađ á ţau og datt nánast um kol. Bíđ eftir ţví ađ einhver detti međ látum. Á örugglega eftir ađ gerast.

Best ađ fara upp ađ kíkja á strákana. Ég er ekki mikiđ nettengdur á međan teflt er en mun reglulega koma SMS-um til Björns Ţorfinnssonar sem mun koma fersku efni á horniđ. Menn verđa ađ virđa ţađ viđ liđsstjóra ađ e.t.v. er ekki stöđumatiđ alltaf fullkomiđ ţrátt fyrir 2852 stiga frammistöđu í fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga!

Nóg í bili, meira á morgun.

Krítarkveđja,
Gunnar

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 167
  • Frá upphafi: 8764610

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 131
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband