Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Sveit Asera sigrađi á Evrópumótinu

Aserbaídsjan bar sigur úr býtum á Evrópumóti landsliđa sem lauk á Krít um síđustu helgi. Fyrir lokaumferđina höfđu Aserar eins stigs forystu á Rússa og gerđu gamaldags „pakkajafntefli“ viđ Úkraínu í lokaumferđinni en líkur stóđu ţá til ţess ađ ţeir myndu sigra á betri mótsstigum jafnvel ţó svo Rússar nćđu ţeim ađ stigum. „Pakkajafntefli“ Sovétmanna voru frćg á Ólympíumótum í gamla daga en tildrögin voru oft ţau ađ ef hallađi verulega á einhvern liđsmann var stundum gengiđ til jafnteflissamninga á öllum fjórum borđum. Eftir Evrópumótiđ á Krít var lögmćti ţessa samnings dregiđ í efa og hafa stađiđ nokkrar deilur um ţessi lok mótsins.

Lokaniđurstađan hvađ varđađi efstu sćtin varđ ţessi: 1. Aserbaídsjan 14 stig (25 v.) 2. Rússar 14 stig (22 v.) 3. Úkraína 13 stig 4. Króatía 13 stig 5. Ungverjaland 12 stig.

Gott íslenskt liđ skipađ Héđni Steingrímssyni, Hjörvari Steini Grétarssyni, Hannesi Hlífari Stefánssyni og Guđmundi Kjartanssyni náđi sér aldrei almennilega á strik og hafnađi í 27. sćti af 40 ţjóđum. Liđiđ tapađi fimm viđureignum fyrir ţjóđum sem á pappírnum voru stigahćrri og engin skák vannst gegn stigahćrri andstćđingi. [Aths. ritstj. Skák.is: Hjörvar Steinn (2567) vann reyndar svissneska stórmeistarann Sebastian Bogner (2599) í áttundu umferđ]. Liđiđ vann fjórar viđureignir gegn stigalćgri ţjóđum en í síđustu umferđ mćttum viđ Fćreyingum og unnum 4:0. Ţeir stilltu upp án stórmeistarans Helga Dam Ziska.

Greinarhöfundur er sannfćrđur um ađ gengiđ hefđi veriđ betra međ teflandi varamann sem stjórn SÍ ákvađ ađ senda ekki til leiks. Í eina tíđ var landsliđ Íslands flaggskip skákhreyfingarinnar. Eru önnur viđhorf ríkjandi í dag? Í svona keppnum geta alls kyns smáatriđi skipt miklu máli. Andstćđingarnir vissu t.d. alltaf hvernig íslensku sveitinni yrđi stillt upp, löngu áđur en íslenska liđiđ fékk slíkar upplýsingar. Og ţetta snýst líka um úthald. Í sjöundu og áttundu umferđ réđst endanlegt gengi liđsins en ţá töpuđum viđ slysalega međ minnsta mun fyrir Tékkum og Svisslendingum. Ýmis góđ fćri buđust sem ekki nýttust en ein innihaldsríkasta viđureignin fór fram á 1. borđi í keppninni viđ Tékka:

David Navara – Héđinn Steingrímsson

Enskur leikur

1. c4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Rc3 Rf6 4. d4 cxd4 5. Rxd4 e6 6. Bg5 Da5 7. Bxf6 gxf6 8. Rb3 De5 9. g3 h5 10. Bg2 h4 11. Dd2 Bb4 12. f4 Bxc3 13. bxc3 Dc7 14. g4 Hb8 15. Rc5 Ke7 16. Re4 b6 17. Hd1 Bb7 18. g5 fxg5

Um ţessa byrjun mćtti skrifa langt mál og svartur er í „köđlunum“ eftir 19. Rd6! En ţetta er líka eina tćkifćriđ sem Navara fékk til ađ vinna skákina.

GD61217JG19. f5? f6 20. fxe6 dxe6 21. Rxf6!? Kxf6 22. O-O Kg6 23. Dd3 Kg7 24. Dd7 Dxd7 25. Hxd7+

Hvor er nú betri Brúnn eđa Rauđur?

 

 

 

 

GD61217JC

 

25. ... Kh6?

25. ... Kg6 er betra og vinnur m.a. vegna ţess ađ hvítur verđur ađ eyđa tíma í biskupsleik: 26. Be4+ Kh5 27. Hf6 h3! og kóngurinn á gott skjól á h-línunni, t.d. 28. Hxe6 Ra5! og liđsmunurinn segir til sín.

26. Hf6+ Kh5 27. Hg7! Re5! 28. Bxb7 Hh6 29. Hf1 g4 30. Be4 Hc8 31. Bd3 Hd8 32. Hb1 Rxd3

Eftir ţetta kemur upp jafnteflislegt hróksendatafl. Svarta stađan er ađeins betri eftir 32. .... Hd7!

33. exd3 Hg6 34. Hh7+ Hh6 35. Hb5+ Kg6 36. Hxa7 Hxd3 37. Hxb6 Kf5 38. Hf7 Hf6 39. Hxf6 Kxf6 40. Hb1 Hxc3 41. Ha1 Ha3 42. c5 Ke7 43. c6 Kd8 44. Hd1 Kc7 45. Hd4 g3 46. Hxh4 gxh2 47. Hxh2 Kxc6 48. Hd2

Jafntefli. 

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 11. nóvember 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 15
  • Sl. sólarhring: 55
  • Sl. viku: 191
  • Frá upphafi: 8764593

Annađ

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 154
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband