Leita í fréttum mbl.is

Flippflennifínu Framsýnarmóti lokið með sigri Tómasar, Kristjáns og Arnars

72-e1509917315839

Tómas Veigar Sigurðarson sigraði á flippflennifína Framsýnarmótinu sem fram fór um helgina á Húsavík. Tómas endaði með 4,5 vinninga af 5 mögulegum og gerði aðeins eitt jafntefli, við nafna sinn, Smára Sigurðsson. Smári endaði í 2. sæti með 3,5 vinninga og Sigurður Daníelsson náði þriðja sætinu á stigum, en hann fékk jafn marga vinninga og hinir ungu og efnilegu Kristján Ingi Smárason og Arnar Smári Signýjarson að ógleymdum Rúnari Ísleifssyni, sem er kannski ögn eldri en alveg jafn efnilegur. Fjórmenningarnir í 3.-6. sæti hlutu allir 3 flippflennifína vinninga.

Hinir ungu og efnilegu Kristján Ingi Smárason og Arnar Smári Signýjarson taka við verðlaunum

Kristján Ingi Smárason hreppti svo fyrsta sætið í flokki yngri keppenda og Arnar Smári Signýjarson vann utanfélagsflokkinn nokkuð örugglega.

Af tertunni góðu er það helst að frétta að varaformaðurinn setti hana í frost og hyggst bjóða upp á tertu á flippflennifína Framsýnarmótinu árið 2018 (og 19!).

Nánar á heimasíðu Hugins


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 27
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 203
  • Frá upphafi: 8764605

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 164
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband