Leita í fréttum mbl.is

Stórsigur í lokaumferðinni - 27. sæti niðurstaðan - Aserar Evrópumeistarar

P1050262

Ísland vann stórsigur, 4-0, á Færeyingum í lokaumferð Evrópumóts landsliða í kvöld. Hjövar Steinn Grétarsson var fyrstur til að vinna. Héðinn fylgdi svo í kjölfarið. Unnu báðir góða sigra á Nielsen-bræðrunum, Rógva og Högna. Guðmundur Kjartansson og sérstaklega Hannes Hlífar Stefánsson þurftu að hafa meira fyrir sigurinum. Góður sigur á Færeyingum og í fyrsta skipti að við vinnum þá 4-0. 

Sigurinn í dag fleytti íslensku sveitinni upp í 27. sæti sem er sama sæti og liðinu var raðað í fyrir mót. Ísland var næstefst Norðurlandanna. Aðains Norðmenn urðu ofar.

Norðurlandakeppnin:

  1. (23) Noregur 9 stig
  2. (27) Ísland 8 stig
  3. (31) Finnland 7 stig
  4. (34) Danmörk 6 stig
  5. (36) Færeyjar 6 stig

Árangur íslenska liðsins (stigabreyting í sviga)

  1. Héðinn Steingrímsson 4 v. af 9 (-8,5)
  2. Hjövar Steinn Grétarsson 5,5 v. af 9 (+3,7)
  3. Hannes Hlífar Stefánsson 5 v. af 9 (+3,7)
  4. Guðmundur Kjartansson 3,5 af 9 (-8,9)

Liðsstjóri var Ingvar Þór Jóhannesson.

P1050283

Aserar urðu Evrópumeistarar eftir æsispennadi baráttu. Rússar urðu jafnir að stigum en Aserar höfðu titilinn eftir stigaútreining. Úkraínumenn urðu þriðju. 

Rússar urðu Evrópumeistarar kvenna. Georgía varð í öðru sæti og Úkraína í því þriðja. 

Mótinu verður gerð betri skil síðar.

Verðlaunaafhending hefst núna kl. 19.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 183
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 150
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband