Leita í fréttum mbl.is

Batel og Kristján Dagur unglingameistarar TR

20171105_163845-1024x576

Barna- og unglingameistaramót sem og Stúlknameistaramót Taflfélags Reykjavíkur fór fram í dag, sunnudaginn 5. nóvember, í félagsheimili T.R. Faxafeni 12. Keppt var í tveimur flokkum, opnum flokki og stúlknaflokki og voru 7 umferđir tefldar međ umhugsunartímanum 10 + 5 (10 mín. og 5 sekúndur fyrir hvern leik). 

Skákmótiđ var opiđ fyrir keppendur 15 ára og yngri og voru ţátttakendurnir 24, 16 í opnum flokki og 8 í stúlknaflokki.  Veitt voru verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin í báđum flokkum. Félagsmenn í TR kepptu einnig um titilinn Unglingameistari T.R. 2017 og Stúlknameistari T.R 2017. Ađ auki voru aldursflokkaverđlaun í báđum flokkum.

Ţátttakendur voru flestir úr hinum ýmsu skákćfingahópum TR, en einnig voru ţátttakendur úr öđrum skákfélögum af höfuđborgarsvćđinu. Ađ ţessu sinni voru ţó engir keppendur úr elsta aldursflokknum, 13 til 15 ára, sem annars hefur oft veriđ vel skipađur í opna flokknum.

Skákmótiđ fór fram á međan stormur og úrhelli geisađi úti fyrir, sem bara átti eftir ađ versna međ kvöldinu. Ţađ truflađi ţó ekki keppendur mikiđ, ţví inni var hlýtt, ţótt vindur gnauđađi á gluggum.

Skákmótiđ hófst međ korters seinkun, en tímaáćtlun hélst vel og var mótiđ búiđ um kl. 16.30. Eftir fjórđu umferđ var gert vinsćlt og vel ţegiđ hlé, en ţá bauđ T.R. keppendum upp á pizzur og gos. Allir fóru vel mettir í ţrjár síđustu umferđirnar. Strax eftir mótslok var svo  verđlaunaafhending.

Sigurvegari opna flokksins varđ Tómas Möller međ 5,5 vinning af 7 mögulegum. Hann fór taplaus í gegnum mótiđ! Í öđru sćti varđ Sharifa Rayan međ 5 vinninga. Í ţriđja sćti, einnig međ 5 vinninga, en lćgri á stigum varđ svo TR-ingurinn Kristján Dagur Jónsson, sem ţar međ hlaut bronsiđ og varđ jafnframt Unglingameistari T.R. 2017. 
Í stúlknaflokknum öttu 8 stúlkur kapp, ţar af 6 úr TR, ein úr Fjölni og ein úr Víkingaklúbbnum. Batel Goitom Haile, stúlknameistari TR frá ţví í fyrra varđi titilinn sinn međ ţví ađ vinna allar sínar skákir! Hún er ţví Stúlknameistari TR 2017.

Í 2. sćti varđ Soffía Arndís Berndsen, sem fékk 6 vinninga og tapađi einungis fyrir Batel. Í 3. sćti varđ Ásthildur Helgadóttir međ 5 vinninga.

Önnur úrslit hér ađ neđan, en geta má ţess ađ Iđunn Helgadóttir ţurfti ađ hćtta eftir 4 umferđir.

Einkennandi fyrir ţetta mót var áhugi og einbeiting ţátttakenda. Margir snilldar taktar litu dagsins ljós í skákunum: varnarsigrar og blokkeringar sem gáfu jafntefli, fráskákir og gafflar, skyndileg mát og sömuleiđis vel útfćrđar sóknir. Allt ţetta var unun á ađ horfa!

Ţađ var ekki mikiđ um álitamál sem ţurfti ađ leysa, ţannig ađ viđ Torfi skákstjóri áttum frekar ţćgilegan dag hvađ ţađ varđar. Allir ţáttakendurnir stóđu sig međ sóma!

Í opna unglingamótinu fengu ţessir aldursflokkaverđlaun:

11-12 ára: Kristján Dagur Jónsson
9-10 ára: Tómas Möller
8 ára og yngri: Egill Breki Pálsson

Í stúlknamótinu hlutu eftirfarandi stúlkur aldursflokkaverđlaun:

11-12 ára: Ásthildur Helgadóttir
9-10 ára: Batel Goitom Haile.
8 ára og yngri: Wihbet Goitom Haile (yngri systir Batel).

Taflfélag Reykjavíkur ţakkar öllum ţátttakendum í mótinu fyrir skemmtilegt skákmót og óskar sigurvegurunum innilega til hamingju međ árangurinn!

Skákstjórar voru Torfi Leósson og Sigurlaug Regína Friđţjófsdóttir.

Pistill og myndir (fleiri á heimasíđu TR): Sigurlaug Regína Friđţjófsdóttir.

Heildarúrslit mótsins: Opinn flokkur  Stúlknaflokkur

Nánar á heimasíđu TR.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 30
  • Sl. sólarhring: 53
  • Sl. viku: 197
  • Frá upphafi: 8764042

Annađ

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 160
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband