Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Myndi sóma sér vel í hvađa kennslubók sem er

Íslenska liđiđ, Héđinn Steingrímsson, Hjörvar Steinn Grétarsson, Hannes Hlífar Stefánsson og Guđmundur Kjartansson, sem tekur ţátt í Evrópumóti landsliđa á Krít, hefur átt erfitt međ ađ finna taktinn í fyrstu fimm umferđum mótsins og situr í 28 sćti af 40 ţátttökuţjóđum međ 4 stig og 8˝ vinning af 20 mögulegum. Króatar eru óvćnt efstir međ 9 stig eftir sigur á Ţjóđverjum en á hćla ţeirra koma sveitir sem telja verđur líklegri til sigurs á mótinu, Ungverjar, Rússar, Armenar og Pólverjar međ átta stig.

Tefldar verđa níu umferđir en sjötta umferđin fór fram í gćr og mćttu Íslendingar ţá Makedóníu og voru međ stigahćrri menn á öllum borđum. Í reynd mćtir íslenska sveitin til leiks án varamanns ţó ađ liđsstjórinn Ingvar Ţ. Jóhannesson sé skráđur sem slíkur, en gefiđ hefur veriđ út ađ hann muni ekki tefla nema veikindi komi upp. Ţađ er gagnrýnisverđ ákvörđun hjá stjórn SÍ ađ búa svona um hnútana ţví ađ Evrópumótiđ er alltaf geysilega krefjandi keppni og viđ marga öfluga skákmenn ađ etja. Ţarna eru mćttir til leiks Levon Aronjan, Anish Giri, Shakriyar Mamedyarov, Alexander Grischuk, Jan Nepomniachtchi, David Navara og Peter Leko svo nokkrir séu nefndir.

Ţó ađ sveitin hafi veriđ á miklu lágflugi mun endanleg niđurstađa auđvitađ ráđast í lokaumferđunum og ein virkilega góđ úrslit geta breytt miklu. Athugun á viđureignunum tuttugu leiđir í ljós ađ ţađ vantar öryggi í taflmennskuna; níu töp er allt of mikiđ.

Hannes Hlífar Stefánsson er sá eini í sveitinni sem hefur bćtt ćtlađan árangur sinn. Skákin sem hann vann í viđureign Íslands og Albaníu myndi sóma sér vel í í hvađa kennslubók sem er ţar sem fjallađ vćri um skjóta og árangursríka liđsskipan:

EM 207; 2. umferđ:

Hannes Hlífar Stefánsson – Franc Ashiku

Spćnskur leikur

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 d6 5. O-O Bd7 6. d4 b5 7. Bb3 Rxd4 8. Rxd4 exd4

Ţekkt gildra, 9. Dxd4?? er svarađ međ 9. .... c5 10. Dd5 c4 og biskupinn fellur. En Hannes kann til verka og missir ekki af besta leiknum.

9. c3! dxc3 10. Dh5 g6?

Albaninn virđist tefla ţessa sjaldséđu byrjun án ţess ađ kunna hana, 10. ... De7 eđa 10. ... Df6 er betra.

11. Dd5 Be6 12. Dc6+ Bd7 13. Dxc3 f6 14. f4 Bg7 15. e5! 

Opnar stöđuna upp á gátt. Kóngurinn á hvergi skjól gott.

15. ... dxe5 16. fxe5 f5 17. Hd1 Re7 18. Bg5 c5 19. Dxc5

Einfaldast, 19. Bf6 vinnur einnig.

19. ... Hc8 20. Df2 Dc7 21. Rc3 Dc5 22. Be3 Db4 23. Hd4 Da5 24. Had1 Bc6 25. Hd6 b4 

GOG1205I226. Bb6!

Lokahnykkurinn.

26. ... Dxe5 27. Hd8+

– og svartur gaf. Ţađ er mát í nćsta leik. 

Óvćnt úrslit

Óvćntustu úrslit Evrópumótsins urđu strax í fyrstu umferđ ţegar Aserbaídsjan tapađi fyrir Ítalíu 1˝:2˝ og í 4. umferđ töpuđu Rússar fyrir Ungverjum og hefđi ţađ einhvern tímann ţótt saga til nćsta bćjar. Nigel Short byrjađi vel en í viđureigninni viđ Grikki missté hann sig í ţessari stöđu í 5. umferđ:GNG1205HU 

Kelieres – Short

Hvítur lék síđast 30. Df3 og nú er best 30. .. Rxd7 31. Hxd7 Dxf2+ 32. Dxf2 Hxf2 33. Kxf2 fxg5 og svarta stađan er ađeins betri. En Short vildi meira og lék ...

30. ... H2e5?? 31. H1d6! Hf5 32. Hxb6 Hxf3

og ţá kom banvćn sending...

 

 

 

GOG1205I6

 

 

33. He7!

– og svartur gafst upp ţví ađ mát eđa hrókstap blasir viđ.

 
 
Helgi Ólafsson helol@simnet.is

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 4. nóvember 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 13
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 180
  • Frá upphafi: 8764025

Annađ

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 149
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband