Leita í fréttum mbl.is

Opið Hús hjá Hróknum: Hátíð á hamfærasvæðum á Grænlandi

Axel og Bjarni fra Circus of Iceland

Hrókurinn verður með opið hús í Pakkhúsinu, Geirsgötu 11 við Reykjavíkurhöfn, laugardaginn 30. september milli 14 og 16. Þar munu meðal annars sirkuslistamennirnir Axel Diego og Bjarni Árnason leika listir sínar, en þeir verða í föruneyti Hróksins sem heldur á hamfarasvæðin á Grænlandi í næstu viku með hátíð í farangrinum.

Uummannaq er 1300 manna bær á samnefndri eyju, 600 km norðan við heimskautsbaug. Þar eru líka um 170 flóttamenn, þar af 70 börn, frá þorpunum tveimur í firðinum sem voru rýmd eftir flóðbylgjuna ægilegu sem kostaði fjögur mannslíf í Nuugaatsiaq og sópaði ellefu húsum til hafs. Vegna hættu á frekari hamförum fá íbúar þorpanna tveggja aldrei að snúa heim, og er nú unnið að því að finna þeim framtíðarheimili.

uummannaq_oeen_fra_vandflyver_larslyn

Á leiðinni til Uummannaq verður komið við í höfuðborginni Nuuk og slegið upp skemmtun í verslunarmiðstöð borgarinnar, athvarf fyrir heimilislausa heimsótt og fleiri fastir viðkomustaðir Hróksins í Nuuk.

Hrafn Jökulsson forseti Hróksins og skipuleggjandi landssöfnunarinnar Vinátta í verki, sem efnt var til eftir hamfarirnar, segir mikla tilhlökkun í hópnum. ,,Það er stórkostlegt að fá snillingana úr Sirkus Íslands með, enda gleðigjafar af guðs náð. Við verðum líka með kennslu í skák, myndlist og dansi, og vonumst til að virkja bæjarbúa á öllum aldri í eina allsherjar hátíð gleði og vináttu."

21740370_1436653856442344_7224322538818517312_n

Landssöfnunin Vinátta í verki, sem var samstarfsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar, Hróksins og Kalak, vinafélags Íslands og Grænlands, skilaði yfir 40 milljónum króna. Hrafn segir að mikilvægt sé að peningarnir nýtist þeim, sem verst urðu úti, með sérstakri áherslu á börnin. Að beiðni Rauða krossins á Grænlandi verður 500.000 dönskum krónum varið til húsgagnakaupa fyrir þá sem misstu allt sitt og þá var að sjálfsögðu orðið við þeirri beiðni grænlenska Rauða krossins um að kosta ferð þeirra fjölskyldna sem verst urðu úti til nánustu ættingja skömmu eftir hamfarirnar.

Hrafn segist hlakka til að hitta fólkið í Uummannaq og kynnast ástandinu af eigin raun. Söfnunarfé Íslendinga eigi að sjálfsögðu að verja í samráði við heimamenn og flóttafólkið í Uummannaq og verður það meðal annars markmið ferðarinnar.

Ekki króna fór í kostnað við landssöfnunina Vinátta í verki. Hátíðin sem í hönd fer er heldur ekki kostuð af söfnunarfé, heldur með samstilltu átaki fyrirtækja á Íslandi og Grænlandi.

Hrafn segir að um sé að ræða mikilvægustu ferð Hróksins síðan 2003, þegar landnám félagsins á Grænlandi hófst. ,,Starf Hróksins á Grænlandi er löngu hætt að snúast bara um skák. Það snýst um að auðga lífið og auka vináttu og samskipti grannþjóðanna á öllum sviðum. Kynni okkar af Grænlandi hafa gefið okkur óendanlega mikið og þeir eru bestu nágrannar í heimi. Við viljum endurgjalda það og fara með gleði og kærleika á þann stað á Grænlandi þar sem nú er helst þörf."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 281
  • Frá upphafi: 8764890

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 153
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband