Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Hótunin er sterkari en leikurinn

Ţó ađ Hjörvar Steinn Grétarsson sé stigahćsti keppandinn á Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur og meistaramóti Hugins er hann langt í frá öruggur međ sigur en ţátttaka hans í báđum mótunum er ánćgjuleg og nokkrir ađrir hafa fariđ ađ dćmi hans og tefla bćđi í Faxafeninu og í Mjóddinni ţar sem Meistaramót Hugins fer fram. Á Haustmóti TR eru keppendur í efsta flokki 30 talsins og stađa efstu manna ţegar tefldar hafa veriđ sjö umferđir af níu er ţessi: 1. Hjörvar Steinn Grétarsson 6 v. (af 7) 2. Magnús Örn Úlfarsson 5 ˝ v. 3.-5. Einar Hjalti Jensson, Ţorvarđur Ólafsson og Björgvin Víglundsson 5 v.

Varđandi stöđuna á Meistaramóti Hugins er vert ađ hafa í huga ađ keppendur geta tekiđ tvćr yfirsetur en reikna má međ ađ úrslit fáist í uppgjöri efstu manna í lokaumferđunum. Efstu menn eru ţessir: 1.-3. Vignir Vatnar Stefánsson, Hjörvar Steinn Grétarsson og Björn Ţorfinnsson 4 v. (af 5).

Á Akureyri stendur yfir haustmót Skákfélags Akureyrar og ţar er Jón Kristinn Ţorgeirsson efstur međ 3 ˝ v. eftir fjórar umferđir en međ ˝ vinningi minna eru ţeir Sigurđur Arnarson og Smári Ólafsson.

Taflfélag Reykjavíkur hefur látiđ slá inn allar viđureignir mótsins og birt á netinu, ţar vakti athygli mína skák Hjörvars Steins og Einars Hjalta Jenssonar úr sjöttu umferđ. Eftir átakalitla byrjun fór spennan ađ magnast og eftir 28. leik hvíts kom ţessi stađa upp:

Haustmót TR 2017:

Hjörvar Steinn – Einar Hjalti

GOR11QCUK28. ... Dxa4?!

Teflt á tćpasta vađ. Öruggara var ađ valda f5-reitinn og leika 28. ... g6.

29. Dc4+ Kf8 30. b5!

Einar hafđi búist viđ ţessu, hann má ekki fara í drottningakaup en treysti á ...

30. ... Da3! 31. Df1!

Valdar hrókinn og hótar 32. Rc4.

31. ... Ra5 32. Ha1 Dxc3 33. Hc1 Dd3 34. Dh3!

Eftir allar ţessar vendingar búast menn hvíts til innrásar, svartur er í raun varnarlaus.

34. ... Dd7 35. Hc8+?! Ke7 36. Rf5+ Ke6

Setningin ađ hótunin sé sterkari en leikurinn er talin ein mesta spekin úr herfrćđi skákarinnar og á vel viđ stöđuna sem kom upp eftir 34. leik svarts og einnig ţessa. „Vélarnar“ stađhćfa ađ 35. Dxh7 hefđi veriđ betra en 35. Hcc8+ og ađ nú sé 37. Dg4! leikurinn, t.d. 37. ... g6 38. Rh6+ f5 39. Rxf5 gxf5 40. Dg8+ og vinnur.

GOR11QCUO37. He8+? Kd5

Nú sleppur kóngurinn yfir á drottningarvćnginn og sókn hvíts er runnin út í sandinn. Í framhaldinu gat Einar leikiđ 44. ... a5 međ vinningsstöđu. Hjörvar var laginn viđ skapa sér gagnfćri og vann ađ lokum.

38. He7 Dxb5 39. Re3 Kc5 40. Dc8 Kb4 41. Dg4 Ka3 42. Df3 Ka2 43. Hxg7 Rc6 44. Dxf6 Db1 45. Kg2 De4 46. Kh3 Hb2 47. Rd1 Hb3 48. Hxb7 Dg6 49. Dxg6 hxg6 50. Hc7 Hb6 51. Rc3 Kb3 52. Rd5 Hb5 53. Hxc6 Hxd5 54. Ha6 Hd7 55. Kg4 Kc4 56. h4 Kb5 57. Hxg6 Hf7 58. He6 Hxf2 59. Hxe5 Kb4 60. h5 a5 61. h6 Hf8 62. h7 a4 63. Kg5 a3 64. g4 a2 65. He1 Ha8 66. Ha1

- og svartur gafst upp. 

Aronjan og Ding tefla til úrslita

Armeninn Levon Aronjan og Kínverjinn Liren Ding tefla til úrslita á heimsbikarmótinu í Tiblisi í Georgíu. Aronjan vann Frakkann Vachier-Lagrave í armageddon-skák sl. fimmtudag og samtals 5:4. Áđur hafđi Liren Ding unniđ Wesley So 3 ˝ : 2 ˝. Einvígi Aronjan og Ding hefst í dag og tefla ţeir fjórar skákir. Ţeir hafa báđir unniđ rétt til ţátttöku í nćsta áskorendamóti.
 
 
Helgi Ólafsson helol@simnet.is

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 23. september 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 20
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 289
  • Frá upphafi: 8764867

Annađ

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 161
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband